Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 10
Lómagnúp- ur, Skeiðar- ársandur og Öræfajökull. Vatnslita- mynd í póst- kortsstærð eftir Einar Jónsson frá Fóssi. Jóhannes Kjarval skrifaði um þessa mynd: „Engan samanburð finn ég á þessari litlu mynd annan en gæti verið eftir hvaða meistara scm í hug kæmi fyrr og nú.“ Þvers fyrir sjafni stendur stórskorinn jötnaþór. Skimar í allar áttir Öræfajökull stór Við bláleita bungu fjalla beljar i gljúfraþröng. Með hornóttan héluskalla hann hlustar á vatnasöng. Málarinn frá Fossi í Mýrdal gerði þessa vísu um bæjarnafnann á Siðu og litur þar kringum sig listamanns- augum. Foss á Siðu Fagurt land á Fossi, falla þar margar ár. Lyftir sér litlu austar Lómagnúpur hár. Og loks skal tilfærð staka, sem mér finnst með þeim beztu af lausavisum Einars málara, er ég hef séð: Á Kalbaki, konungi fjalla, kysi ég helzt mér gröf. Sjá yfir Siðuna alla, suður um reginhöf Ekki hvila þó bein hans þar heldur i kirkjugarðinum gamla í Reykjavík. Sýningin góða á aldarafmælinu — og þrjár eldri Einar frá Fossi hélt tvær listsýning- ar i Reykjavik í lifanda lifi og vann að hinni þriðju, er hann féll frá. Fyrsta sýningin var haldin i gamla Hótel Reykjavík á Vesturgötu árið 1910 eða 1911, önnur i húsakynnum Verzlunarskóla íslands, einnig við Vesturgötu, árið 1917 og hin þriðja, sem Hjalti sonur Einars kom á lagg- irnar á Skólavörðustig 3 að föður sinum nýlátnum árið 1922. Allar þóttu þessar sýningar góð tilbreytni í Reykjavíkurlifinu, þótt fátt muni gagnrýnendur hafa sagt um þær í blöðum. í myndlistarsögu sinni segir Björn Th. Björnsson þar sem hann getur Einars Jónssonar málara: „Það var i rauninni ekki fyrr en á aldarafmæli hans i apríllok 1963, er yfirlitssýning hans var haldin i Reykjavík að nafn Einars Jónssonar frá Fossi tengdist i vitund manna uppvaxtarskeiði is- lenzkrar myndlistar '. Ekki munu margir gagnrýnendur hafa skrifað i blöðin um þessa sýn- ingu. En einn var þó sá, sem ekki gat orða bundizt, og skulu hér birt þrjú brot úr grein hans í Morgunblaðinu 28. april 1963. Greinina skrifaði meistari Kjarval. Svo að það munaði um mannsliðið. ,,Það er ein mynd á sýningu Einars Jónssonar listmálara, sem vekur máls — vatnslitamynd í skugga milli glugga — og á að vera þar — svo að hún ekki upplitist við mikla birtu.' Engan samanburð finn ég á þessari litlu mynd annan en gæti verið eftir hvaða meistara sem í hug kæmi fyrr og nú. Fyrirmyndin er Öræfajökull með Lómagnúp — með auðvitað forgrunni. Aðrar myndir á sýningunni eru frá ýmsum stöðum, flestar eða allar hérlendar, mismunandi hugum- tamdar -— oft með mikilli vinnu við að festa hverfandi liti á léreft og pappir. . . Önnur mynd er eftirtektar- verð á suðurvegg og rétt áttuð ein- mitt vegna þess hvernig upphenging- in er, mynd af Síðunni í Skaftafells- sýslu, þar sem fagurgrænan er svo björt, en svartur sandur — þar í ofið skínandi hvítum lækjum bergsvatns- ins. Þessi mynd verkar einkennilega alþjóðlega á mann. Maður hrífst af sjónargrandvarleik þessa manns og finnst af þeim ástæðum þetta vera list — myndlist . . . Einar Jónsson átti ánægjustundir við myndlistarstörf, en algerlega óforretningslega — hafði afkomu sína af öðru — líklega ham- ingjumaður". Fimmta sýningin — og hin sjötta í vor efndi sonur Einars, Hjalti málarameistari, til sýningar á mynd- um föður síns í Ásmundarsal við Mímisveg. Þar voru til sýnis 43 verk, bæði olíu- og vatnslitamyndir. Þessi málverk eru eign margra manna en nokkur í eigu Hjalta. Tvö þeirra seldi hann á sýningunni eða eftir hana. Norræna eldfjallastöðin, sem hefur samastað innan vébanda Háskóla ís- lands, keypti málverk af Kötlugosinu 1918, séðu úr Mýrdalnum á fyrstu dögum eldsumbrotanna. Má ætla að Einar hafi sjálfur verið sjónarvottur að þeim hamförum, hafi kannski skropp- ið austur í heimbyggð sina gagngert til að mála glampann og mekkina frá Kötlu, fjallkonu sveitarinnar. Að öðr- um kosti hlyti Einar að hafa fengið skilrika lýsingu á gosinu og gert mál- verkið eftir henni. Dr. Sigurður Þórar- insson segir mér að hann telji mynd- ina merkilegt heimildargagn og nær útilokað að hún sé hugsmíðin ein. Hann beitti sér þessvegna fyrir þvi, að þetta málverk kæmist i eigu eld- fjallastöðvarinnar. Skömmu áður en lokið var við þessa grein opnaði Iðnaðarmannafé- lagið i Reykjavik myndlistarsýningu með verkum gamalla iðnaðarmanna og annarra yngri. ..Náið er nef aug- um", og þvi er ekki með ólikindum að málarar skuli eiga öðrum stéttum fleiri listaverk á sýningunni. Þeir hafa margir hverjir fundið hjá sér þörf fyrir að gefa listrænni hvöt sinni útrás með því að beina litlum pentli að pappir eða striga milli löngu strokanna á stóra veggfleti. Þarna á iðnaðarmannasýningunni eru þrjár myndir eftir Einar frá Fossi. í grein Valtýs Pétursson listmálara um sýninguna í Morgunblaðinu 4. des stendur m.a.: „Einar Jónson frá Fossi á þarna mjög skemmtileg verk: Drangey og Á sjónum, þar sem Einar málar einn af togurum íslandsfélags- ins á siglingu, en Hjalti bróðir hans var þar potturinn og pannan og lík- lega skipstjóri á farkostinum". Meðal núlifandi málarameistara eru tveir myndlistarmenn, sem voru i læri og vinnu hjá Einari á yngri árum sínum, þ.e.a.s. í iðninni en ekki list- greininni. Þessir mætu málarar, Jón Jónsson og Eiríkur K. Jónsson, eru nú komnir á efri ár, Jón fæddur 1 890 og Eiríkur 1900. Ég hef spurt þá báða, hvers þeir minnist frá kynnum sínum af Einari frá Fossi, og ber þeim saman um að Einar hafi verið þeim góður húsbóndi. Hann hafi jafnan verið léttur í skapi og óvílinn, haft gamanyrði á hraðbergi, stundum i bundnu máli, þvi að honum hafi verið auðvelt að móta vísu í einni svipan, eins og fyrr var á minnzt. Vitnisburð- ur Eiríks og Jóns er til merkis um að Einar Jónsson hafi verið góður iðn- meistari og mannkostamaður. Eitt sinn snemma á öldinni var skipuð dómnefnd, sem falið var að velja málverk til að gefa hans hátign konungi íslands og Danmerkur á tylli- degi (vera kynni líka að þetta hafi verið á 300 ára byggingarafmæli Rosenborgarhallar 1917, en hún geymir listaverk allskonar). Formaður dómnefndar var Einar Jónsson mynd- höggvari. Nefndarmenn lögðu leið sina milli .málara í Reykjavík, og að þeirri ferð lokinni lagði Einar mynd- höggvari til að keypt yrði Þórsmerkur- málverk eftir nafna hans frá Fossi. Hinum dómnefndarmönnum fannst myndin að vísu góð, en þeir bentu með kurteislegri feátu á þá staðreynd að þau kaup kæmu ekki til greina, vegna þess að Einar frá Fossi hefði aldrei hlotið styrk frá Alþingi. Þá var Einari frá Galtafelli öllum lokið og sagði sig óðara úr þessari háttvirtu nefnd. Að Einar málari hafði aldrei notið listastyrk frá Alþingi, átti sér ofur eðlilega skýringu: Hann hafði aldrei sótt um slíkan styrk eins og þá þótti hæfa að listamenn gerðu. Einar Jónsson naut ekki þeirrar viðurkenningar, sem hann átti skilið, í lifanda lífi. Kannski er sú viðurkenn- ing ekki fengin til hlitar ennþá, en orð Jóhannesar meistara Kjarvals, sem fyrr eru tilgreind, verða þó að teljast fullnægjandi, enda þótt þau snerti aðeins eina mynd Einars: „Engan 'samanburð finn ég á þessari litlu mynd annan en gaéti verið eftir hvaða meistara sem í hug kæmi fyrr og nú '. Baldur Pálmason. „Oft kom það fyrir á laugardagskvöldum, að Einar tók málaragrindina og litakassann á bak sér, snaraðist á bak reiðhjóli sínu og hjólaði til Þingvalla og síðan heim aftur næsta kvöld”

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.