Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 15
/ A Hallæris- planinu Á undanförnum áratug hefur aftur og aftur verið ýtt undir þá skoðun hér i Lesbók, að varðveita beri einstaka gömul hverfi, ellegar einstök hús, sem eftirsjá væri í. Má í því sam- hengi minna á, að fyrir margt löngu var skorin upp herör gegn skipulagshugmynd um breikk- un Garðastrætis, sem nánast hafði i för með sér eyðingu Grjótaþorps. Og áður en Torfusamtök- in fæddust, var með myndum, teikningum og lesmáli reynt að vekja upp áhuga á þvi að viðhalda Grjótaþorpinu i stað þess að byggja þar staðlaða steinsteypukumbalda. Þeirri skoð- un hefur og verið fram haldið i þessum rabb- pistlum, að við þurfum að vera fastheldin á menningarsöguleg verðmæti; þar á meðal hús, — ekki sizt i Ijósi þess að íslenzkur nútima arkitektúr "er með fáum undantekningum bág- borinn. Á þessu eins og flestum öðrum sviðum, er viss íhaldssemi nauðsynleg. Það er þó með ihald eins og aðra góða hluti. að það hættir að vera gott, sé það brúkað í óhófi. Hlaupi ofvöxt- ur i ihaldið, snýst það uppi afturhald og verður hemill á eðlilega þróun. Það er merkilegt ihug- unarefni, að vinstri vængurinn i pólitikinni hefur tekið að sér að næra og ýta undir þesskonar afturhald eins og fram hefur komið i fjörugum skoðanaskiptum um nýsköpun á Hall- ærisplaninu. Hefði einhverntima verið sagt, að nú væri Bleik brugðið. Þegar umræddar tillögur komu fram i dags- Ijósið siðla árs 1976, var hvorki æmt né skræmt i herbúðum húsfriðunarmanna, en nú þegar líða tekur að kosningum, upphefst tölu- verður æsingur, sem meira er i ætt við trúar- kreddur en málefnalega umræðu. Það skal enn undirstrikað, sem áður hefur verið haldið fram hér, að Grjótaþorpið ber að varðveita og sömuieiðis Bernhöftstorfuna. Aft- ur á móti þykir mér ekki áhorfsmál að fórna þeim fáu húsum, sem um er að ræða í nánd við Hallærisplanið, ef við gætum i þeirra stað fengið þó ekki væri nema visi að lifandi miðbæ. Hvað sem menn segja i hita baráttunnar, er það bláköld staðreynd, að miðbærinn er lifvana. Þessi gömlu hús, sem sum eru harla léleg, hafa aungvu getað breytt um það; kvosin er stein- dauð þrátt fyrir þau og verður það áfram, sé ekkert að hafst. Veðurfarið á mikinn þátt i þvi; menn eru oftast að flýta sér milli húsa og hraglandinn sumar sem vetur kemur i veg fyrir það götulif, sem sjá má i heitari löndum. Tillagan um nýja byggð við Aðalstræti og á Hallærisplani snýst um að gera átak i þessu efni; koma upp yfirbyggðu torgi. þar sem hægt væri að hafast við án þess að skjálfa úr kulda. Slik torg, gróðri og listaverkum prýdd, eru nú orðin sjálfsagður miðpunktur i þeim nýju verzl- ana- og þjónustukjörnum, sem byggðir hafa verið i mörgum bandariskum borgum uppá siðkastið og segir af þeim i næstu Lesbók. En auk þess gerir tillagan ráð fyrir hreyfingu i þá veru, að fólk taki sér bólsetu á nýjaieik i Miðbæjarkvosinni. Með öðrum orðum: Að hamlað verði gegn þvi að þessi bæjarhluti tæmist og deyi um leið og verzlanir loka. Bent hefur verið á vandkvæði þess að búa með börn i þesskonar miðbæjarkjarna og er sú ábending réttmæt. Hinsvegar þurfa fleiri húsnæði en barnafólk og gæti hugsazt, að fólk, sem búið er að koma upp börnunum sinum, vildi búa þann- ig. Kjarni málsins er, að þessi hluti miðbæjarins getur ekki orðið Ijótari og leiðinlegri en hann er. Trúlega yrðu allar breytingar heldur til bóta. Einhverjir skólanemendur, blautir á bak við eyrun, voru að bera sig upp yfir þvi að nú ætti að rifa gömul hús og svo fengjum við i staðinn svört bilastæði. En Hallærisplanið er nú ekki annað en svart bílastæði og málið snýst einmitt um að breyta þvi i geðslegan samastað handa lifandi fólki. Er það svo mikil synd? Hvað snertir stil og ytra útlit þessarar ný- byggðar, hefur verið margtekið fram, að höf- undar tillögunnar líta ekki svo á, að þeir hafi verið að negla neitt niður. Mér þykir einsýnt, að samkeppni erlendra og innlendra arkitekta þyrfti að koma til, — annars gæti farið eins og með Álftamýrarblokkirnar, sem sést hafa i erlendum skólabókum sem dæmi um, hvernig ekki á að byggja. Spurningin er, hvort við viljum að miðbærinn verði aðeins safn gamalla húsa, sem geta þvi miður ekki lifgað hann og er mál að hefja umræðuna upp af hallærisplani hinnar póli- tisku þröngsýni. Gisli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu CKK' y# w fV' ■ SfM EFáST flRF- yTbí> Fum SllVÁ SAKH HLT.| U’ Hfli ” o HEIP DHHK- <ru- -> 'o T t u T L C <1 L R -11 M ¥ I F Æ R a o L H L’lKH Mi F £ N N T a R b e F f- H*FPI UfP A k 1 N £> pÁYU 'A í> A N HlF- R A U F l N ásA- srnal R 'A N l N M 5U.R ftS>l M 5TIL R A N N S A K 1 R íÍtTT JNToR N KMu MÁL MÍ«K- * V l r 1 N N n»K- UíltílL VEfioe * i A N x«LP (J.UO K U HflN' IHM K R A N ( N N ITEWWO FoR X s T 4 A R M FISK- i rJM L A 4. A N F»»- A L L DýR 4 a M h Kvf M NA r N KveMi HhFH b N N U s** ‘dSl r H Ct F A N iurt* T? o P I i*°v' & A ftSiM R A K A R A T*NF* tvem e,ni ár 5 jMfl- pRt) R iTíic- IMi- HlUT N u R íá FLfTlK R A K KfíLfí K 0 F N A £ b, fl *rtw cKztí P. A F N A R iTuTifÍ xnm b Æ £> 1 N u A R ’A S 1 N feA fl R %°* * R ÞftiP. ElHS N N N E L X £> 1 /V N 0. R A R U N N 1 N TíW- AR líft'f 1JL' fcTT- 1 R. pR Fól-I MJnA | KuldhI fl AR I uft. Ð1 puu- LF6.fi AR Hund- UR miö t 5PK»Tfl VÝR- SKOR- ívR KoMan £KKl KvJFN- NÁFN VflfMC FftRI UÐ u ÍL. S£TuR ElNKE- 'A er 'a fíÉíTl V [vie i N- IN N FÓTuR V 5 flrn - Hi-T. Blóð- HEN&- 1 Ut-flR- •OL 5 ‘P 1 L- V#6 LHtJO Létt FRUM- EFNI L'lF- FÆRIÐ ZFItl S Fl SK HlJ. LflND SKald SmTÍR oa. NjflTrJ FLJÓT ÞRRTt- ftR F'/fi.lG.J STflP A Sf\(l 1 —V— SÝR. ÆPH Ð\Cl' uR NÁLftft RflUST Hótr HfiEVSI 591L AP- 5K' PitAW' ■ FflKFfl Ke9P\ ■ A —p v\lT. vepic- FS.RI E i rJ K.' 5TAfiR J7 5T' y TudT Stétt >

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.