Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Side 5
því. Mér þykir jafnvel ekkert sérstak- lega gaman að því ennþá, en ég veit ekki, að hverju mér myndi þykja meira gaman". Hinn ungi Bandaríkjamaður, Misha Dichter, 32ja ára, virðist gersneyddur minnimáttarkennd. Hann segist fyrst fyrir alvöru hafa fengið áhuga á pía- nói 1 2— 1 3 ára gamall. Dichter hefur tileinkað sér bæði þýzkar og rússneskar hefðir, þar sem hann hef- ur notið tilsagnar Aube Tzerko, og verið nemandi Arturs Schnables og Rosinu heitinnar Lhévinne, konu hins rússneska snillings Josefs Lhévinne. Hinn andríki, meistaralegi leikur hans endurspeglar bæði hinn þýzka áhuga á skýrleika og uppbyggingu og hið rússneska hrifnæmi gagnvart hinu hetjulega og stórfenglega. „Við erum enn aðeins um þrítugt", segir hann um kynslóð sína. „Við erum enn að mynda okkur eigin skoðanir í tónlist". Hin fimm nýju plötualbúm Dichters fyrir Philips með verk eftir Beethov- en, Schumann, Liszt og Brahms gefa gullvægt tækifæri til að njóta hinnar einstöku hljómlistartúlkunar hans. „Móðir mín átti það til að segja: — Af hverju ferðu ekki út að leika þér?" segir Garrick Ohlsson og hlær við, „en ég vildi heldur æfa mig". Ohlsson er 190 sm á hæð og er gæddur tveimur þeirra hluta, sem dýr- mætastir geta verið ungum píanó- leikurum: feiknastórum höndum og sjálfstrausti. Hann varð fyrstur Banda- ríkjamanna til að sigra í Chopin keppninni í Varsjá 1970, en samt sem áður er hann fjarri því að vera ánægður með sjálfan sig. „Það fram- tak og fullkomna öryggi, sem ég hafði 18 ára amall, hef ég ekki leng- ur", segir hann. Ohlsson hefur til að bera stórkostlega tækni og kristaltær- an tón og hefur tileinkað sér sérstaka mýkt upp á síðkastið. Hann er stöð- ugt að leika næturjós Chopins inn á plötur og segir: „Ég er undrandi yfir því að hafa uppgötvað hinar ónáttúrulegu tilhneigingar, sem ég vissi ekki að væru þarna. Skyndilega rekstu á hluti, sem segja: — Láttu ekki þennan sætleika glepja þig". Það virðist streyma tilgerðarlaus sætleiki frá Murray Perahia og Emanuel Ax, sem ef til vill eru róman- tískastir í eðli sínu allra hinna ungu, bandarísku meistara. Perahia er alinn um nálægt Yankee Stadium, en er sonur grísks innflytjanda og er nú þrítugur að aldri. Hann nær sennilega sterkari tökum á áheyrendum sínum en nokkrir hinna snillinganna með hinni persónulegu og innilegu túlkun sinni á verkum Schuberts, Schu- manns og Chopins. „Mér finnst, að ef maður leikur ekki verkið fyrir áheyrendur, kynnist maður því ekki raunverulega. Það er eins og söngur, sem verður að syngja", segir hinn smávaxni og veiklulegi tónlistar- maður. Það er ekki að undra, að hann hafi kallað Mozart uppáhalds tón- skáld sitt, því að „tónlist hans er döpur, en læzt vera glöð". Það kann að vera tilviljun, að Emanuel Ax sem nú er 28 ára gamall, hafi unnið Arthur Rubinstein kepp'n- ina 1974 og dái Rubinstein meira en nokkurn annan píanóleikara. Ax er pólskrar ættar, en amerískur í hátt- um. Hann lýsir i rauninni sínum eigin kostum sem pianóleikara, þegar hann segir svo um meistarann Rubinstein: „Þegar hann leikur þátt úr tónverki, þá er hann ekkert að látast. Af hans leik má læra, hvað það merkir að vera sannarlega hamingjusamur maður, hvernig á að njóta hæfileika sinna. Það er erfiðast af öllu að læra". Enginn hefur reynt það fremur en sonur Rudolfs Serkins, Peter. Hann er barn sjöunda áratugsins engu síður en hins fræga föðurs sins og er nú þrítugur að aldri. Hann hefur haldið sinu striki, en dregið sig i hlé nokkrum sinnum — til að njóta fræðslu á stöðum eins og Mexikó, Tibet og Nepal — og birzt síðan skyndilega aftur. En hann er dáður meira en nokkur af jafningjum sínum i listinni fyrir framlag sitt i þágu kammer- hljómlistar og nýrra samtíma verka. Lágróma en fastmæltur segir hann: „Ég hef áhuga á svoleiðis pianóleik, að hann sé svo örvandi, svo einlæg- ur, að hann nái þegar i stað til hvers einasta áheyranda, hver sem hann er. Ég hef ekki áhuga á píanóleik, þar sem áherzlan er lögð á „mig". Og ég held, að það sé ekki aðeins mikilvægt að leika, heldur og að hætta að hugsa svolitið um stund. Maður getur ekki orðið raunverulegur pianóleikari nema maður sé reiðubúinn að eiga skipti við þögnina". En það sem skiptir máli, þegar allt kemur til alls, er ekki heimspeki pianóleikarans, heldur sannfæringar- kraftur túlkunar hans á tónverkum. Watts — framúrskar- andi tækni og „dýrsleg ópreyja“. Berman hinn rúss- neski: Einstakt fyrir- bæri, — eöa bara hamrari. De Larrocha — smávaxinn risi og fremst í flokki kvenna. Ashkenazy — sú tækni sem mestu máli skiptir er í heilanum. Perahia — grískur aö uppruna, nær gífurleg- um tökum á áheyrend- um. Dichter — þýzkur skírleiki og rússneskt hrifnæmi Pollini — allt virðist hafa veriö samiö fyrir fingurna á honum. Ohlson — sigur Chopin-keppninni Varsjá 1970. Serkin yngri — hef ekki áhuga á píanóleik, par sem áherzlan er á „mig“. Brendel — hér gíldir paö sama og í hringrás rafmagnsins xár • v J tl ; IPM bWwIBm *'*- Á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.