Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Side 6
 Stundum getur farið svo að atburðir sem við kvíðum með hvað mestri skelfingu taki óvænta stefnu til hins betra. Hin dýpsta örvænting getur orðið að einhverju leyti til góðs. Dóttir okkar Jane þjáðist af ólæknandi krabbameini, sem olli henni miklum kvölum. Heilsu hennar hrakaði mjög á skömmum tíma. Örvænting okkar- og hugarangur varð svo að við máttum vart til þess hugsa hver framvindan yrði. Eftir á varð okkur ljóst, að erfiðasta tímabilið var, þegar læknarnir réðu frá því að segja henni hverjar batavonir væru. Þegar henni var loks sagt það eftir nokkurra mánaða óvissu að hún ætti frekar stutt en langt eftir ólifað, þá grét hún dálítið, en brosti svo gegnum tárin. Gráturinn var ekki sár. Það var fremur að henni létti. „Nú þegar ég veit þetta“, sagði hún, „ætla ég að njóta þeirra daga sem ég á eftir og þið verðið að hjálpa mér til þess“. Hún haltraði með erfiðleikum um garðinn og studdist við staf. Hún var komin heim af sjúkrahúsinu til að dveljast hjá okkur yfir helgi. Þetta var í siðasta sinn sem hún gekk undir trjánum í garðinum, hún leit í síðasta sinn augum lygna tjörnina og hlustaði á ríslið í læknum sem í hann rann. Hún brosti. „Viltu klippa á mér hárið“, sagði hún við vinkonu sína, sem var komin í heimsókn. „Það hefur síkkað svo mikið á spítalanum". Og við okkur sagði hún: „Hver dagur er mér dýrmæt gjöf núna“. Við lofuðum henni því að hún skyldi fá að deyja heima, en sögðum að fyrst yrðum við að gera viðvart á sjúkrahús- inu. Þar hafði spurningu okkar um það, hvort hún ætti ekki aö fá að vita sannleikann úm sjúkdóminn, verið svarað neitandi. Þá sögðum við að líklega væri bezt að við segðum henni það sjálf. Á sjúkrahúsinu voru svörin þessi: „Tuttugu og fimm ára gömul stúlka er ekki reiðubúin að fá vitneskju um yfirvofandi dauða sinn, því þá gæti lífið sem hún á ólifað orðið óbærilegt. Við vitum heldur ekki hvort hún á eftir vikur eða mánuði eða jafnvel nokkur ár. Tii eru dæmi um hlé á þróun sjúkdóms- ins. Við vitum, hvernig á að bregðast við — höfum margfalda reynzlu". Richard, bróðir hennar, sem staddur var í Bandaríkjunum marghringdi til okkar til að fullvissa okkur um að hún mundi vilja vita sannleikann. „Hér er um hennar eigið líf að ræða“, sagði hann. „Látið hana ákveða hvernig hún vill eyða því sem eftir er“. Því miður fylgdu þessarri tegund krabbameins miklar kvalir og Jane var viðkvæm fyrir sársauka. Læknarnir vildu grípa til allra hugsanlegra ráða til að lengja líf hennar. Hún átti að fá aðra röntgenmeðferð, ný lyf, setja átti gifs-kraga á hana til að lina verkina í hálsinum. Störf lækna helgast af því að bjarga lífi og þeirra gerðir og hugsanir snérust um það, enda þótt þeir vissu a? möguleikar á því að sigrast á sjúkdómn- um væru hverfandi litlir. „Við megum ekki gefast upp“, sagði læknirinn. „Hún er svo ung“. Heimilislæknirinn okkar, sem hafði þekkt Jane frá því hún var smátelpa varð.loks til að segja henni sannleikann. Þegar svo var komið, var ákveðið að flýta allri meðferð sem fór fram á sjúkrahúsinu svo hún gæti útskrifast og komið heim. Við áttum heima í litlu húsi í Buckinghamshire úti í sveit. Ur rúminu gat hún séð út í garðinn þar sem íkornar voru í óða önn að ná sér í bita. Einu sinni eða tvisvar komst hún út á veröndina, en ekki iengra. En það nægði henni til að líta yfir umhverfið, brekkuna niður að tjörninni neðst í garðinum og hæðina fyrir handan, sem bar viö himin. Annað hús var ekki í augsýn svo hún var ein í sínum litla heimi. En það var mikið um að vera í kring um hana, og það féll henni vel. Stundum tóku kýrnar á rás niður brekkuna með miklum bægslagangi og hún fylgdist með af áhuga. Garðurinn með gömlu ýviðartrjánum minnti hana þægilega á ódauðleikann, sagði hún og fegurðina sem þar hafði ríkt áður en hún fæddist og mundi lifa áfram eftir hennar daga. Við vorum viss um að við gætum hjúkrað henni heima. Heimilislæknir- inn okkar sem hafði þjónað okkur síðastliðin 15—20 ár, sagðist vera reiðubúinn að koma hvenær sem þörf væri á nóttu sem degi. Héraðshjúkrunarkonurnar skipulögðu heimsóknirnar þannig að þær skiptust á að koma oft á dag. Heilsugæzlukonan kom á hverjum degi, réði fram úr ýmsum vanda sem var ekki beinlínis læknisfræðilegs eðlis. Þegar hún kom fyrst lagði hún á ráðin hvernig ætti að hjúkra dauðvona, sagði okkur frá öðrum fjölskyldum sem ættu við slíka sjúk- dóma að stríða og hvernig við ættum að bregðast við. Svo fór hún inn til Jane. Þegar hún kom fram aftur voru tár í augum henni. Hún sagðist ekki hafa vitað það fyrr en iyin sá Jane að hún hafði hitt hana áður, þegar Jane gegndi kennarastörfum í barnaskóla í grennd- inni. „Þetta er alltaf erfiðara þegar um er að ræða einhvern kunnugan", sagði hún. Jane leið betur um tíma heima heldur en á sjúkrahúsinu. Kvalirnar voru svolítið minni. Hún hafði óskað þess að fá að deyja heima, en hafði um leið áhyggjur af því aþ valda okkur of miklum erfiðleikum. Henni létti þegar hún sá hve góð hjálp okkur stóð til boða. Um tíma hvarfiaði að okkur að flytja hana til Bandaríkjanna en við komumst að því að beztu hugsanlegu meðferð og þjónustu er hægt að fá í Bretlandi. Vinir Jane komu hvaðanæva að til að heimsækja hana. Þeir sátu við rúmið og héldu í hönd hennar og rifjuðu upp gamla daga. Bróðir hennar kom frá Bandaríkjunum. Við settum upp sillu fyrir fuglana fyrir utan gluggann við rúmið hennar. Þangað flykktust fuglar og íkornar til að gæða sér á rúsínum hnetum og brauðmylsnu sem við lögðum fyrir þá. Jane hafði mikla ánægju af að fylgjast með þeim. En svo fór henni að versna. Stundum var hún svo þjáð að hún þoldi ekki minnstu snertingu, því síður að við lyftum henni eða hagræddum henni í rúminu. Hún þarfnaðist sérfræðilegrar hjúkrunar bæði nótt og dag og þó sérstaklega lyfja sem linað gátu kval- irnar. Örvænting greip okkur á ný í hvert sinn sem hún kveinkaði sér eða bældi niður sársaukahljóð. Jane vissi um sjúkraheimili fyrir dauðvona fólk sem nýlega höfðu verið sett á stofn víðs vegar um landið. Hún hafði lítillega minnst á þessi heimili áður, þegar hún hafði áhyggjur af því að vera okkur of mikil byrði. Samt gátum við ekki sagt henni að ef til vill væri hún betur sett þar, úr því við höfðum lofað henni að hún skyldi fá að deyja heima. Hún leysti vandann sjálf. Mundu þeir hafa betri tök á að lina kvalirnar þar? Það eitt skipti máli nú orðið. Því stöðugt fóru þær versnandi, ekki með hverjum degi heldur með hverjum klukkutíma. Hún ákvað að það væri fyrir beztu að leita þangað. Hjúkrunarkonurnar komu og bjuggu hana undir flutninginn. Þá olli hver hreyfing henni sársauka. Og þegar hún var borin út í sjúkrabílinn, gaf hún fuglasöngnum úti fyrir engan gaum. Hvaða hugsanir hrærast með föður, þegar 25 ára dóttir hans er flutt á sjúkraheimili fyrir dauðvona? Að dóttir hans muni aldrei sjá heimili sitt framar — það að það fari betur um hana á sjúkraheimilinu en heima. Móðurinni fannst þetta erfiðasta stundin — og var gripin þeirri tilfinningu að hún hafði sjálf brugðist barni sínu. Ferðin í sjúkrabílnum var martröð líkust. Með hverjum hnykk sem á bílinn kom var eins og hnífur væri rekinn í Jane. Annar sjúkraliðsmannanna, sem bílnum ók, reyndi að fara hægt og gætilega — hinn stóð aftur í hjá okkur, áminnti bílstjórann að fara varlega, hafði augun með Jane og reyndi að spjalla við hana til að dreifa huga hennar. En áhrifin af kvalastillandi lyfjunum sem hún hafði fengið hjá lækninum áður en við fórum að heiman, voru nú að fjara út, svo nú var ákveðið að aka hraðar, þrátt fyrir allt. Ég var feginn að þurfa ekki að taka þá ákvörðun. Jane var illa haldin af kvölum þegar hún var borin inn í herbergið sem búið hafðk verið fyrir hana á sjúkraheimil- inu. En læknarnir þar sögðu að kvíðinn fyrir sársauka gerði hann enn verri og því hefði lyfið ekki dugað eins lengi og því var ætlað, Þá fórum við að efast um að við hefðum gert rétt í því að flytja hana. En brátt hvarf okkur allur efi, því þarna fékk Jane alla þá beztu læknis- þjónustu sem hugsanlegt var að veita, og reynt var að uppfylla allar hennar óskir. Læknarnir buðu henni strax að annað hvort okkar foreldranna yrði hjá henni að staðaldri þar til yfir lyki. Aukarúm var sett inn til hennar og eftir það vikum við aldrei frá henni bæði í einu. Við vorum að því spurð, hvort við vildum skiptast á að fara heim til að hvíla okkur eða dveljast bæði á sjúkraheimilinu. Við vildum ekki fara heim svo okkur var fengið herbergi með tveim rúmum. Þegar Jane var fyrst sagt áð hún ætti ekki langt ólifað sagðist ég ætla að hætta blaðamannastarfi mínu og helga henni allan tíma minn. Það fannst henni fráleitt og hún lét mig lofa sér því ‘J SIÐUSTU DAGAR DÓTTUR OKKAR Eftir Victor og Rosemary Zorza Victor Zorza er kunnur blaða- maður og dálkahöfundur. Birtast dálkar hans í blöðum víða um heim, til dæmis í THE GUARDIAN og WASHINGTON POST. Kona hans, Rosemary, er leirkerasmiður og rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.