Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Síða 8
Karate, 102x77 cm, 1968. Komin er út á vegum lceland Review vegleg myndabók um Guðmund Guðmundsson, sem heitir listamannsnafninu ERRÓ og allir munu kannast við undir því. Hér er um mikið og merkilegt framtak að ræða og bókin veitir glögga innsýn í heim Errós, þar sem samtíminn er krufinn til mergjar á eftirminnilegan hátt. Sé það hlutverk listamanns að endur- sþegla samtíð sína í verkum sínum þá hefur Erró svo sannarlega reynzt því hlutverki trúr, í verkum hans er 20. öldin í hnotskurn með öllum þeim ósköpum, sem yfir mannkindina hafa dunið í samtíð okkar. Hér er mikið skáldskapar- mál á ferðinni; Erró er ófeiminn viö hverskyns uppátæki, hugmynda- flugið er gífurlegt og nákvæmni smáatriðanna fer út á yztu nöf. Öll útfærsla ber handbragð meistar- ans, en að sjálfsögðu eru menn ekki sammála um, hvort þeir vildu hafa myndir af þessu tagi uppi á vegg í stofunum sínum. Bæði bókin og sýning Errós aö Kjarvalsstöðum, kynnu að verða til þess að hrófla við þeirri grónu skoðun landans, að ekkert sé góö myndlist nema löggilt landslag. Að vísu er það gott að hafa hjá sér myndir, sem eru blíðar og þýðar eins og blóm í vasa eða Þingvalla- vatn á sumarkvöldi. En þegar frá líöur er hætt við því, að þesskonar myndir séu ekki mikilsverður aldarspegill; veröi ekki taldar túlka þá skálmöld pólitískra átaka og tæknilegra framfara, sem raun ber vitni um. íslendingar hafa ekki átt þess kost að kynnast Erró og verkum hans að marki fyrr en núna meö sýningunni og bókinni. Þegar eitthvað kemur upp, sem rótar við því venjulega, hrífast sumir og aðrir hneykslast. Þannig mun verða raunin á, þegar myndir Errós ber fyrir augu. Ekki er ólíklegt aö allskonar kellingar — sumar þeirra karlkyns — láti í sér heyra með þá skoðun, að önnur eins bók og önnur eins verk séu ekki í húsum hafandi. Bókin um Erró spannar verk hans síðustu 20 árin; hann hefur sjálfur valið myndirnar og þær eru í bókinni í réttri tímaröð. Það verður að teljast mikilsvert með. tilliti til þess aö átta sig á framvindunni hjá honum. Um tilurð bókarinnar segir Har- aldur J. Hamar, ritstjóri lceland Review, — og nú einnig bókaút- gefandi: „Það eru nær tvö ár síðan ég fór að hugleiða möguleikann á aö lceland Review gæfi út bók um Erró og í upphafi ráðfærði ég mig við Matthías Johannesen, sem er einn af fáum íslendingum sem jafnan hefur haldið sambandi við hann ytra — og stöku sinnum á umliðnum árum hafa birzt greinar eða viðtöl, sem Matthías hefur skrifað um listamanninn. Ég setti mig í samband við Erró og lagði málið fyrir hann. Hann var mjög ánægður meö framtakiö og sér- staklega samvinnugóður, valdi sjálfur myndirnar, setti pær í rétta tímaröð — og útvegaöi litfilmur af Ham, 97x64 cm, 1974. Tethis Special, 69x97 cm, 1976.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.