Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR
Með
viljastyrk
hefst það
um, aö séu beztir í héiminum. Allt sem
hann tekur sér fyrir hendur, verður aö
vera svo gott, að annað betra þekkist
ekki. Maður sem hugsar þannig, setur sig
óneitanlega í erfiðar stellingar, en Gary
Player virðist þrátt fyrir allt njóta lífsins
framí fingurgóma og hefur ekki uppi nein
áform um aö draga sig í hlé.
Hann hefur stundum orðið að gjalda
fyrir kynþáttastefnu stjórnarinnar í Suður-
Afríku og eitt sinn skvetti áhorfandi úr
vínglasi framan í hann og kallaöi hann
þynþáttahatara. Ekkert er þó fjær sanni.
Gary Player hefur reynt að brjóta niður
kynþáttamúrana, meöal annars með því
að leggja fram fé til þess að gera svörtum
golfleikara frá heimalandi sínu kleift að
keppa erlendis, — og með því aö bjóöa
Lee Elder, þeldökkum atvinnumanni frá
Bandaríkjunum í keppni í Suður-Afríku.
Þegar yfirvöld þar ætluðu aö malda í
móinn, sagði Gary Player: „Þá kem ég
ekki heldur“. Og svo fór, að gestur hans
fékk að vera með. Annars tekur Gary
Player ógjarnan þátt í umræöum um
kynþáttamálin í heimalandi sínu, en segir
aðeins, að mikið hafi áunnizt.
Þegar menn eru komnir yfir fertugt, fer
metnaðurinn að dvína, sem rak þá áfram
unga. En Gary Player er enn eins og
unglingur að þessu leyti. Nú treystir hann
á aö reka niður öll pútt og mundi síst af
öllu láta hugann dvelja við, að pútt
byggjast á tilfinningu og eru eins og
hverflyndar konur: Dásamlegar í dag, en
farnar á morgun, — og þeim mun fyrr sem
maður eldist. En þesskonar neikvæðar
hugsanir lætur Gary Player aldrei komast
að í huga sínum.
Gísli Sigurðsson.
Raunvísindi —
hugvísindi
Framhald af bls. 7
að gegna. Það kann satt að vera
að viö sjeum ónýtari eða ver aö
okkur í málunum en þeir, en þó
er sá munur miklu minni en í
hinum greinunum. Flestir okkar
hafa borið viö að læra fimm eða
sex tungumál, auk íslenskunnar,
og viö getum hagnýtt okkur þau
(aö einu undanteknu, kannske,
grískunni, sem margir gleyma) til
þess aö lesa bækur og greinar
um þau fræði, sem viö stundum.
Viö stúdentar í Kaupmannahöfn,
sem lögðum stund á stærðfræði,
lásum mest á þýsku og ensku,
og einn höfuðþátt stæröfræð-
innar læröum viö, ásamt verk-
fræöingunum, á frönsku. Jeg
fyrir mitt leyti hef borið við að
lesa þrjú mál, auk þeirra, sem
jeg hefi lært. Jeg hefi varla þekt
ingenieur eða t.d. lækni, sem
geti ekki lesiö fræði sín á
höfuðmálunum og noröurlanda-
Gestir
okkar
undir ufe
Framhald af bls. 4
undir vængjum. Ósköp magur auminginn.
litli og hreinasta hryggðarmynd, með
vanmáttarlega vængi, sem hafa í mesta
lagi getað hjálpað honum til að draga úr
versta falli niður í garö. Ekki hefur þaö
samt deytt hann. En hvað var það þá? Og
hvað var orðið af þeim hinum?
Það er eitt af stórmerkjum veraldar
hvað ört ungar vaxa, sem nægilega mikið
fá aö borða, og heilsan er góð. Einnig er
það ein af furöum hennar hversu mikinn
vængjastyrk smáfuglarnir hafa strax og
þeir fljúga í fyrsta skipti úr hreiöri og hafa
aldrei reynt neitt á vængina áður.
Ég gekk inn og sagöi frá tíðindum, sem
ekki þóttu góð á mínum bæ og í næstu
húsum. Seinna þann .sama dag jörðuðu
afabörn og ömmu ungann litla í garðinum.
Og þar með var búið að jarðsetja alla
vissu um hvað gerst hafði þessa nótt
undir ufsinni og í garði niðri.
En fleiri vikum seinna var ég aftur úti
staddur óvenjulega tímanlega í blíö-
skaparveðri. Veit ég þá ekki fyrri til en
márjátla kvakar yfir höföi mér án þess ég
viti þó hvaðan kvakið berst. Márjátlu hafði
ég þá ekki séð heima við síðan hryggðar-
mynd litla ungans fór í gröfina 4, 5 vikum
áöur.
Næstum samtímis sé ég að sú sem á
mig yrti er búin að tylla sér á raflínuþráö
rétt við hússtafninn. Varla gat mér dulist
að hún ætti viö mig erindi, blessuð. En því
miður skildi ég lítið af því sem hún var aö
segja, sem var heilmikið. Innan smástund-
ar kemur önnur og sest hjá henni og síðan
þrjár til viðbótar. Allar voru þær fjarska
ánægöar og auöséð á yfirbragöi þeirra aö
lifað höföu þær viö allsnægtir. Um stund
mösuðu þær þarna mikið sín á milli —
eða við mig. Svo tóku þær sig allar upp
í einu eins og eftir bendingu og hurfu út
í bláinn.
Komi þær allar margbiessaðar, og fari
þegar heim hentar! Ekki viljað fara án
þess að sýna sig, þakka fyrir húsaskjóliö
og kveöja.
Um seinan sá ég aö gleymt hafði ég aö
gera það sem ég átti að gera: Kalla inn
og láta vita hverjir komnir væru.
Eigi voru gestir þessir meö merki, er
sannað gætu eitt eða neitt. En látbragð
þeirra var mér sama og sönnunin.
Bráðókunnugir gestir leggja ekki í vana
sinn að heimsækja fólk, hvorki af
márjátluættum né af mönnum komnir, því
og sjálfum sér til gleöi, þegar þeir eru á
förum af landi brott, áfram knúnir af
brjóstgáfunni, sem segir að annað tveggja
veröi þeir aö fara eöa liggja dauðir þegar
veturinn tekur völdin af sumrinu.
Lengi var ég búinn að ímynda mér í
hljóöi að á eitthvert gott ráð hefðu þessir
góðvinir mínir hitt nóttina, sem þeir hurfu,
sér og sínum til bjargar frá honum fallega
kisa — utan litla unganum ófleyga. An
sannana má fullyrða að allir hafi ungarnir
orðið fleygir samtímis, nema hann. Án
sannana má líka segja að allir hafi þeir
fundir útþrána ólga í blóðinu samtímis,
nema einn, og heimtað aö fá aö fljúga.
Æskan er bráðlát þegar hún finnur til
kraftanna. Og ekki ætlast náttúran til að
hún bíði eftir þeim burðaminnstu, sem
ekki geta spjarað sig sjálfir. Alfleygum
unganum halda engin foreldrabönd, þó
reynt sé að segja honum satt um malandi
óvin, um sakleysi og frið á jörðu inni í
rósabeði í urtagarði lífsins.
Nýverið hafði lífsreyndur fugl að vísu
snúið laglega á köttinn kisa af því hann
var ekki lífsreyndur. Næst gat kisi svo náð
sér niðri á fuglinum með því að éta
krakkana hans, sem enn þekktu ekkert
inn á vélabrögð veraldarinnar.
Ef ég heföi verið í márjátlusporum þeim,
sem hér um getur, myndi ég hafa kallað
á krakka mína og sagt: Komiö þá og
reynið vængina hver sem betur getur og
allir í hóp. Áfram nú og eins langt frá
þessum hættustað sem þiö komist í
einum flugspretti! Fylgið mér. En umfram
alla muni: varist að fara svo nærri jörð að
kattakvikindin nái að hremma ykkur.
Skyldi ekki eitthvaö þessu líkt hafa oröið
að ráði?
En unginn ófleygi? Honum gat enginn
bjargaö, fremur en öörum, sem náttúran
sjá%f hefur dæmt úr leik.
Hún kann vel til verka og er vellrík, en
mætti vera ofurlítið örlátari á miskunn-
semi.
UR LESBOK FYRIR 21 ARI
HRINGEKJA
A veggnura hjá mér hangir myndln
Hrlngekja, sem Ferró skóp.
Engum mun hún finnast fyndln.
Ferleg sýnd er þar mannkindin.
Búka vantar vofuhóp.
Hausar íram tll vlnstri velta,
vegur þeirra er dauðans kelta.
Að þeim rotnir rakkar gelta.
Rennur blóð um herrans kverk.
i'essa fylking andar elta,
öflin frægu, geysisterk.
Djöfull óttast kross og klerk.
Aðrar svo til hægrl hverfa
hauskúpur á niðurleíð.
Brúnir skarpar bcinið sverfa,
betrl framtið sjaldan erfa.
Hringferðin er heljarrelð.
Enginn lífsins stöðvar strauma.
stöðugt minkar rúmlð nauma.
Allar verur eiga drauma:
Ast og traust og fyllra ÍU.
Haltu, vlt, i hclmslns tauma,
hrjáðum sálum veittu hlíf.
Deigan gerðu dauðans hnif.
Frið og strið i atlrðum dansl
sturlað mannkyn horfir á,
nafn sltt les á kistu og kransl,
kvartar undan draugafansi.
Alheimsfrlðinn allir þrá.
Talar mynd með llt og linum,
lýsir þögul huga sinum,
remblst ekki i r.unma fínum,
reynir ekki loftl að nó.
Vér i hrlngferð helmslns blinum,
hraðinn eykst, og menning há
skelfur undan skapavá.
ARNGRlMUR SIGURÐSSON
málunum. Að því er jeg veit, er
þetta eins um hina yngri kandi-
data, sem eru útskrifaðir úr
stæröfræðideild mentaskólans.
Það getur því enginn sagt með
neinum sanni aö við höfum ekki
lært málin okkur til gagns,
jafnvel þó að við getum ekki
talað nema sum þeirra, og okkur
veiti kannske erfitt að lesa á
þeim dömulitteratúr og kvæði.
En hvað kunna íslenskir húman-
istar í mathematísku fræöunum?
Ekkert, í stuttu máli, alls ekkert.
Þau eru þeim algerlega lokuö
bók. Svo hæla þeir sjer af
vanþekkingu sinni, sem vissu-
lega er undrunarverð oft og
einatt. Jeg hef t.d. þekt marga
þá, sem ekki hafa öðlast hlut-
deild í skilningnum á þeirri
almennu „heimsmynd", sem tal-
in hefir verið sameign allra
sæmilega upplýstra manna nú
um nokkrar aldir. Spyrjiö þiö
húmanista, svona af betri sort-
inni, hvers vegna sólargangurinn
eiginlega sje lengri á sumrin en
á veturna. Hann veit það ekki og
skilur það naumast, þó aö
honum sje sagt það. Þeim sem
þykir þetta ofmælt, ræö jeg til að
gera tilraunina. Það verður
kannske sagt þeim til málsbóta,
aö þeir eru, margir hverjir;
gagnkunnugir í öörum heimi,
eins og smalar í heimahögum,
svo aö það verður ekki sagt um
það, að þeir viti hvorki í þennan
heim nje annan.
Hún mamma, sem er ákaflega
gömul, hefir sagt mjer að þegar
hún var unglingur hjá foreldrum
sínum norður í Grenivík, heyröi
hún getið um veislur þær, sem
kallaðar voru „brauöveislur" eöa
„sírópsveislur“. Jeg man nú ekki
hvernig þessum veislum var
háttað, en til veitinga var haft
laufabrauö og síróp, og skemtu
blessaöir karlarnir sjer við þetta
í sínum einfaldleik. Húmanistun-
um fer nokkuö líkt. Þeir skemta
sjer við smásögur og kvæði og
ræður Cicerós og bjref Hórazar
— húmaníóra —. Þeir kalla
sjálfa sig fjölfróða, en okkur
einhliöa! Okkur, sem skiljum
þeirra fræði oft til nokkurrar
hlítar, já, og höfum stundum af
þeim bæði gaman og-gagn, því
aö til ber þaö að vísu. En ekki
veit jeg hvað það er aö hafa
endaskifti á sannleikanum, ef
þaö er ekki aö kalla sannan
íslenskan húmanista „fjölfróö-
an“. Flest önnur lýsingarorö eiga
þar betur við.
Nú streymir kvæöaflóðið yfir
landið, bókmentirnar — því að
„bókmentir“ þýöir á íslensku
„dömulitteratúr“. Við sem í þetta
rit - skrifum, leggjum ekkert af
mörkum sem til „bókmenta"
megi teljast, „andinn legst ekki
svo lágt“, eins og Nordal segir.
Jeg minnist þess ekki, að hafa
sjeð kvæöi í Tímaritinu, og er
þaö víst einsdæmi um íslenskt
tímarit. „Bókmennta'-flóðið fyllir
alt, dagblööin líka. í blaöinu,
sem jeg held, voru í morgun tvö
kvæði. Annað þeirra var um
„Þór“, og „ort á strandstaðnum".
Einhver húmanisti hefir líklega
staðið á bökkunum fyrir innan
Laxá og horft á skipverja vera að
velkjast í brimrótinu, sett sig
síðan niður og ort kvæði, 15 cm
á lengd og 9 á breidd. Hitt
kvæöiö var lengra, 25 cm, en
ekki nema 5 á breidd, svo aö
það var hóti minna en þaö fyrra.
í sama blaðinu voru 5 — fimm
— smásögur og nokkrar skrítlur
aö auki. Þetta var mjer sagt um
daginn: Ungur stúdent haföi
gefið út kvæðabók, sem hjet
„Hjaröir“ eða „Hrannir" eða
„Stritlur“, jeg man annars ekki
hvað hún hjet. Kunningi hans
sagöi viö hann, að mikiö væri
hann nú búinn aö yrkja, ekki
eldri heila kvæöabók. Skáldiö
svaraði á þá leið, að hann hefði
því miður lítinn tíma afgangs
skyldustörfum, annars mundi
hann geta ort miklu meira —
framleitt miklu meiri lýrik, pró-
portíónala að flatarmáli við þann
tíma, sem hann hefði afgangs
daglegum skyldustörfum. En