Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Side 7
Hér lýkur samantekt úr bók
Henry Kyemba, fyrrum heil-
brigðisráðherra í stjórn Idi
Amins í Uganda. Ráðherrann
stakk af frá ráðstefnu í Sviss
eins og sagt var frá í síðasta
hluta.
ekki, því aö í þeirra augum var þaö aöeins
á færi hvítra manna að beita slíku misrétti.
Þaö var sjálf skilgreiningin á fyrirbærinu. í
öngum sínum hættu Bretar allri aöstoö viö
Uganda í seþtember 1972, en í hefndar-
skyni rak Amin burt brezka landstjórann
og kallaöi heim sendiherra sinn í London.
Hiö voöalega við hina einstæðu réttlæt-
ingu Amins á þessum gjöröum sínum var,
að hún haföi tilætluð áhrif. Ég ferðaðist til
margra landa á þessum tíma og varð þess
var, aö almennt var litiö á Amin sem hetju,
sem hefði sparkað burt útlendingum til
hagsbóta fyrir sína eigin þjóö. Ég furðaði
mig á viöbrögöunum viö hinum einfeld-
ingslega og auðvirðilega áróðri Amins.
Hugmynd um samband
viö svertingja í
Bandaríkjunum
En ef til vill voru viöbrögö svertingja í
Bandaríkjunum furöulegust. Asíumenn
voru vart horfnir úr landi, fyrr en fjöldi
samtaka bandarískra svertingja haföi
samband viö Amin. Sérstaklega var þaö
leiötogi samtakanna CORE (Congress of
Racial Equality), Roy Innes, sem lagöi fast
aö Amin aö fá svertingja frá Bandaríkj-
unum til aö fylla í sköröin, sem Asíumenn-
irnir skildu eftir sig. Hann kvaö langþreytt-
a bandaríska blökkumenn fúsa til aö taka
upp samband viö hin upprunalegu
heimkynni sín í Afríku og aðstoöa hin
blökku systkini sín þar.
Amin varö stórhrifinn af þessari hug-
mynd. Hann sá ótal kosti viö aö notfæra
sér sambandið viö svertingja í Bandaríkj-
unum og árásir þeirra á hina hvítu. Hann
vildi hraöa aögerðum í þessu máli sem
mest og baö Innis um aö vinna áfram aö
því.
En engum í ríkisstjórninni leizt vel á
þessa hugmynd. Viö höföum sáralitla trú á
því, aö nokkrir bandarískir negrar myndu
leysa hin gífurlegu vandamál, sem Amin
heföi skapaö. Þaö yröi aðeins skipt um
minnihluta, og hinn nýi myndi veröa
dýrari. Viö töldum, aö of margir banda-
rískir svertingjar vildu styöja Amin sem
einstakling og njóta gestrisni hans og
örlætis, en heföu ekki áhuga í alvöru á
landinu og þjáningum íbúa Uganda. Viö
höföum kynnzt nokkrum bandarískum
svertingjum, sem höföu verri afstööu
gagnvart Afríkumönnum en hvítir menn —
sem töldu sig upp yfir afríska negra hafna.
Þetta gilti ekki um alla bandaríska
svertingja, því aö við höföum einning
kynnzt mörgum heilsteyptum hugsjóna-
mönnum, en mótbárur okkar voru þó
Ljóð frá liðnum tíma
PÁT.T,
ÓLAFSSON
fæddist 1827 á Dvergasteini við
Seyðisfjörð, ólst upp við Fáskrúðs-
fjörð, en á manndómsárum sínum var
hann bóndi á Fljótsdalshéraði. Hann
þótti glæsimenni og hrókur alls
fagnaðar í gleðskap og létt um að
yrkja. Hann var í senn skáld og
talandi hagyrðingur og flugu vísur
hans víða. Yrkisefni Páls eru náttúran
og umhverfið, en einnig unaður, bless-
un og bölvun víndrykkju, og umfram
allt þó seinni konan hans, sem hann
tileinkaði fjölda ástarljóða. Hún var
16 árum yngri en skáldið. Páli gekk
ekki vel að komast í álnir og var
nokkuð á flækingi síðast, snauður að
kalla. Hann dó 1905.
NAFNLAUST
LJÓÐ
Lúin langan daginn
lóan mín hljóða, mjóa
feig um jökulinn flýgur,
fær ekkert til aö nærast.
Dýröar aldrei oröi
(augun í tárum laugast,
fót beit nöpur nepja
nakinn) von er hún kvaki.
Líkt eins og lóan flökti,
lét ég á þessum vetri
suöur um háar heiöar
hugann oft þreyta flugið.
Minn kom muni sunnan
marga nótt án bjargar.
Vonarvængir lúnir
veröa á slíkum feröum.
HEIMKOMAN
Glöö hvíldum á beö bæöi,
brann ég í höndumsvanna.
Dulið gat svanni sælu
sína ekki í faömi mínum.
Ljúf tók liljan dúka
lín frá brjósti sínu.
Orð þá að kossum uröu,
uröu kossar aö blossa.
Verðlagseftirlit í Uganda. Bara eitt lítið smáatriði úr stjórnsýslunni, sem sýnir, hvernig
á málum er haldið: Hermenn lemja með bareflum á nokkrum kaupmönnum, sem lagt
höfðu of mikið á vörur sínar.
nógu greinilegar og sannfærandi til þess,
aö Amin hætti viö allar áætlanir um
innflutning blakkra Bandaríkjamanna.
Nákvæmlega skipu-
lagðir skrípaleikir
Framkoma blökkumanna frá Bandaríkj-
unum, er þeir hafa komið í heimsókn,
hefur yfirleitt valdiö ábyrgum Ugandabú-
um skelfingu. Svo virðist sem vegna sinna
eigin þjáninga í Bandaríkjunum í fortíöinni
hneigist margir til aö li'ta svo á, aö allt hvítt
sé rangt, en allt svart fallegt. Slík afstaöa
var fyrirlitleg aö dómi allra, sem höföu
lotiö stjórn Amins.
En Amin hefur aö sjálfsögöu reynt að
ala á slíkum viöhorfum. Og því hefur hann
boöiö mörgum blökkum ráðherrum, sem
eru Múhameðstrúar, og blökkum blaða-
mönnum frá Bandaríkjunum til Uganda,
eins og hann geröi til dæmis í febrúar
1977 eftir moröin á erkibiskupnum og
ráöherrunum tveimur. Slíkar heimsóknir
eru nákvæmlega skipulagðir skrípaleikir.
Gestunum er veitt allt hiö bezta, sem
Amin hefur völ á, og vel er séö fyrir því, að
gestirnir komist aldrei í snertingu við
almenna borgara.
Aö þessir gestir skuli gleypa viö slíkum
áróöri sem sönnunum og byggja síöan á
þeim frásagnir sínar um ástandiö í
Uganda, er eins mikill ógreiði við landiö
og hægt er að ímynda sér.
Aö vissu leyti er þetta skiljanlegt aö
vísu, þar sem þaö er í rauninni ógerlegt að
afla áreiöanlegra upplýsinga um atburði í
Uganda nema frá útlögum þaöan og þá
síöustu fréttir frá síðustu flóttamönnum.
Amin velur þá blaðamenn, sem hann leyfir
aö koma til landsins, en þar eru nú varla
nokkrir erlendir fréttaritarar nema frá
rússnesku fréttastofunni TASS og ef til vill
einn eða tveir frá öðrum Austur-Evrópu-
löndum.
Amin hefur breytt landinu í fangelsi, en
þó njóta fangarnir þar ekki lágmarksrétt-
inda sem slíkir. Það má ekki senda neina
pakka með matvælum til þeirra, því aö
það væri viöurkenning á matvælaskorti
og vöruþurrð í Uganda.
Eitt blað dugar
Öll erlend blöö eru aö sjálfsögöu
bönnuö í Uganda, og þar kemur nú aöeins
út eitt blað, „Rödd Uganda“, eftir aö
kaþólska blaöið „Munno" var bannaö og
ritstjórar þess myrtir.
„Rödd Uganda" er oft furöuleg. Eftir aö
forseti Zambíu, Kaunda, hafði gagnrýnt
Amin harölega á ráöstefnu Samveldis-
landanna í júní 1977, sagöi í blaðinu, aö
þess væri vænzt, aö Hennar hátign,
drottningin gæfi honum 25 ára gamlar
blúndubuxur af sér í tilefni krýningaraf-
mælisins. Og sama heiðurs myndi vænt-
anlega Callaghan, forsætisráðherra,
veröa aönjótandi fyrir viöleitni sína til aö
spilla hinu góöa áliti Uganda út á viö.
Framhald á bls. 13
©