Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Qupperneq 9
 Hlíff Svavarsdóttir balletdanaari og Hreinn Friöfinnsson myndlistarmaöur heima hjá sér í Banstraat 18. Þau létu bœöi í Ijós þá skoöun, aö maöur ætti afskaplega mikiö heima í Amsterdam og það er ekki á dagskrá hjá þeim aö flytjast heim til íslands. Búslóöir híföar upp meö talíu Þau búa í suöurhluta Amsterdam — á efstu hæö í húsi, sem lítur út fyrir aö vera 5 hæöir — en gengið upp snarbrattan og mjóan stiga í tveimur áföngum án þess aö gengið sé inní aörar íbúðir. íbúðin væri ugglaust ekki talin góö á íslenzkan mælikvaröa, en þykir allgóö í hús- næðisvandræöunum í Amsterdam. Ekki væri hægt aö koma neinum meiriháttar hlutum eöa húsgögnum upp stigann, en séö er fyrir því meö talíu efst á burst hússins — munir og búslóöir eru einfaldlega hífö inn um glugga. Þeim Hlíf og Hreini hefur tekist aö koma sér notalega fyrir og sleppa meö lága húsaleigu. Hreinn er með vinnustofu annarstaðar í borginni — hann var svo heppinn aö fá 200 fermetra pláss, en menn bíöa annars árum saman eftir vinnustofum. Þau Hlíf og Hreinn fara feröa sinna innan borgarinnar á reiðhjóli. Það gera svo aö segja allir; reiöhjóliö er þarfasti þjónninn í Amsterdam. Hreinn: „Þeir taka manni vel hérna og engin ónot eöa afbrýðisemi vegna þess aö maður sé útlendingur. Og það er alltaf eitthvað merkilegt að gerast í myndlistinni. Mikiö af því er undir merki konseptlistar, en raunsæið er á undanhaldi, sérstak- lega súperraunsæiö sem þyggir á að vinna með Ijósmyndalegri ná- kvæmni. Nú er talað um ný- expressjónisma, eitthvað í framhaldi af gömlu expressjónistunum þýzku. Sjálfur er ég í myndlist sem byggir á Ijósmyndun — það er einhverskonar konsept. En það er ekki pólitísk list og ég er ekki aö koma neinum skoöunum á framfæri eða frelsa heiminn eins og Skandinavar eða sérstaklega Svíar. Mínar myndir eru fremur Ijóðræns eðlis. Stundum tek ég myndir sjálfur — stundum nota ég aðrar myndir, en ég hef ekki myrkraherbergi og vinn þær ekki sjálfur, heldur læt ég atvinnumenn um það. Maður er háðari öðrum heldur en þegar unnið er með pensli og litum og mjög oft verið að bíða eftir að fá eitthvað gert. Hér í Amsterdam er meiri fjöldi myndlistarmanna en svo, að ég hafi hugmynd um töluna. En það er ákaflega lítil samstaða eins og víðar og ríkt íþeim að vera að puða hver í sínu horni. Ekki er einu sinni hægt aö segja, aö í Amsterdam séu nein sérstök veitingahús eða staðir, þar sem listamenn hittast. Ég er í listamannasamtökum og það hefur raunhæft gildi, en ég nenni aldrei að fara á fundi. Ég hef heldur ekki tamið mér ákveöinn vinnutíma. Seinni partur dagsins er nú drýgstur, en ég trúi á innþlástur og finn, að stundum verður eins og tómarúm eöa lægð og þá verður árangurslítið að vinna. “ Alltaf verið að æfa fyrir olympíuleika Hlíf hefur dansað í sólóhlutverkum og jafnvel þótt hún geri ekki annaö en standa upp til þess aö ná í bjór eða hella kaffi í bolla, leynir sér ekki aö þar fer ballerína. Trúlega eru ekki margar atvinnugreinar eins krefjandi eins og ballet nema ef vera skyldi atvinnumennska í íþróttum. Þjálfunin er raunar mjög svipuð; alltaf líkt og verið sé aö æfa fyrir Olympíuleika. Hlíf: „Veröi eitthvert hlé á æfing- um kemur það óðar niður á úthald- inu. Það þarf feiknar þol til að dansa meiriháttar hlutverk. Hér er mikill og vaxandi áhugi á ballet, en við sýnum í öörum borgum í Hollandi og eins förum við í sýningaferðir til annarra landa og höfum farið lengst til Ríó í Brasilíu. Ég er þó að hugsa um aö hverfa meira frá ballet og fer þá kannski að gera annað á sviðinu. — Það er með einskonar tilraunaleik- húsi — ekki „happenings" eða uppákomur — heldur flutt ákveðiö verk, en það verður gert á mjög nýstárlegan hátt og meðal annars með dansi. Það hefur ríkt framm- úrskarandi góður andi í þessum hópi, þar sem ég hef starfað — engir aö troða skóinn af öðrum, né heldur að beri á samkepþni eða öfund, sem oft vill verða meðal listamanna. “ Hreinn: Opinber stuöningur við lista- menn í Hollandi mun vera meö eindæmum góður og ég ætla það sé rétt, sem fram kom í grein í Lesbók, fyrr á árinu, að um 2000 myndlist- armenn séu á opinberu framfæri. Þá gerir ríkið samning við viðkomandi, en það er háð þvíefni sem unnið er í, hversu mörg verk ríkið fær á ári frá hverjum manni. Sérstakar nefndir eru í að fylgjast með og velja þau verk, sem ríkiö fær. En þetta hefur haft vandamál í för með sér: Þvílík ósköþ hlaðast upp af listaverkum í geymslu hjá ríkinu, og engin tök r að hafa það til sýnis. Nú hefur verið gripið til þess ráðs að verk ríkislista- manna eru færð á skrá og mynduð, en sjálfir geyma þeir verkin og ríkið losnar þá viö þann höfuðverk. Ég er ekki á þésskonar samningi, en ekki er þar meö sagt, að þeir veröi úti í kuldanum, sem ekki hafa hann. Á vegum ríkisins eru líka nefndir, sem koma á sýningar og á vinnustofur til þess að kaupa verk. En þaó er ekki eins og á íslandi, að almenningur kaupi verk af lista- mönnum til að prýða með heimili sín. Ég býst við að það sé alveg einstakt og vonandi að það haldist. Þótt í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.