Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Qupperneq 14
Krossgáta
Lesbókar
Morgunblaðsins
Lausn
á síðustu krossgátu
-> UM8»r MTÓa fuun a < -umKUffln <‘wi ■ "uT Ul- TQ e»t>- /HL. ffoH t£> hrft
y, \ L £ s -> 7 L o F /? p'eMH iT/lFiZt s a
ím 0 R K- A áflriÐ VlM! H 0 L A N FétftF uwc- o.OI K R
-TTrr 4 ILL S 1 R Ki'rrjf N? A K A R 5rífVá s A R
FÆR 5TÓR
. V p/z/. IR Á L ‘A R 'A S & KáTf) VOT- A.R 4. L A £> A
jK< SIl H N B F Á R 'E r r a R PÚK-AR t»íKtn« tei £> 'A R A R
4w£>- ýúAR R 7 K A R MUlDft T A a T A R 2f/WS »K»lF- N N SACfí £im
A £> iTfíuK ro«- S.fiM R A F T ÍSÉ K A K A R 1 N N
R \ s BtD IJKoPU R e 1 r RULI Letr H A T / ■ MAV- SÍ/h T
5K- PUCL FliLL- l R A ÍK« HEÍ-T \ R 7 s KAMR HRotcl R A r 7 T A
* FUÍL KAMKA 'A L F r FULL Vfíffi M 'A k aut> /SláfT H A Becri FIT- bTlÞ b L
7 MifíT 3 o L L A K't-' AFl 0 K SL' R Á N A
'A L K A L '0 A N HeV'Ð ffílHfil s 'A r A N Á
vec- SKft K A R N A C. N b T T N A F N
A r V J N N A 4ST s \ T T A /Nós A N
oPT- lA t-S KL' A j . mmuhsm.fi MÆ/?- F£ur 71 fltf J>- 1 Íbí.r-
(Þ LhM hluti I
mw PJ?0P| KL- AKl
—VtíæÍrSÍ foMfi ATL
wm b\l ild- AtZ
kv'ÆTí? t
HLfón $£LT\ }/\VluCL 1 L
DflM (pTAdf' 1 £> \JEKK- FÆKI + ftol-AR s »
fo£- PÖÐ~ FUO.L Í/J- émmk?
r MATug AULfl 'AKí-fl
ftivc- /M 'lt-'rtT V p l; i
TV\IL 5KIP Uamí- /R
<A*- k'ovjan IíR-01
LiK/IMÍ- wvuri iKMf' v I3£ IT Q>eiTNK*
rfti/M- SfWI c rafi v * ► ofl rnuR Tefícl. L'i F- ,/
1 5tKv- Att- 0-1 R VílKAR To’, - Hv J, ✓
F ÍE* -V UloNH óhov). Tfiifl
**
'pK-IARfi F«UM- en-u > kn- givc-
HLJÓM-
PLÖTUR
s . ■ -
John Stewart. / Bombs
away dream babies.
RSO Records. /Fálkinn.
Hiö ameríska „Kingston Trio“ er
líklega þaö þjóðlagatríó sem á mestan
þátt í aö hafa skapaö þjóölagamúsík
þœr vinsældir sem hún nýtur í dag.
Allsstaöar í heiminum spruttu upp
þjóðlagatríó í byrjun sjöunda áratugs-
ins sem reyndi af fremsta megni aó
stæla Kingston tríóiö.
Hór á íslandi voru „Savanna tríóiö“ og
„Ríó tríóiö“ helstu boðberar hinnar
nývöknuðu þjóölagastefnu.
Fyrir allnokkru kom út plata meö
einum fyrrverandi meölim „Kingston
tríósins." Sá heitir John Stewart og
hefur hann starfaó sjálfstætt allt frá því
aö samstarf Kingston tríósins fór út um
þúfur áriö 1967.
Lítið fer fyrir þjóölagamúsik á hinni
nýju plötu John Stewarts. Tónlistin er
rokkuð og stór hijómsveit sér yfirleitt
um undirleikinn. Plata þessi er líkleg til
vinsælda enda hefur hún aö geyma lög
eins og „Runaway fool of love“ og
„Midnight wind“ sem minna um margt á
þaö besta sem frá bandarískum „west
coast“ hljómsveitum hefur komiö.
Megas. / Drög aö sjálfs-
morði.
Iðunn.
Fyrir utan gluggann hjá mér stendur
fornfáleg öskutunna. Rétt í því sem ég
bjóst til aö skrifa umsögn um hljóm-
plötu Megasar þá heyröi ég hræöilegt
kattarvæl. Hárin risu á höföi mór og ég
tók fyrir eyrun. Þvínæst stökk ég á
fætur, greip samanvöðlaöan Þjóðvilja
og bjóst til aö henda blaöinu í þetta
kattarkvikindi. Hugljúf sýn blasti viö
mér þegar hausinn var kominn út um
gluggann. Bústin, sælleg læöa sat uppi
á öskutunnunni og hlýddi hugfangin á
væl óþrifalegs útigangskattar sem tjáöi
henni ást sína. Sem betur fer fyrir mig,
þurfti fressió ekki aö láta lengi í sér
heyra áöur en hann fékk vilja sínum
framgengt.
Lesandi góðurl Þér þykir eflaust út í
hött aö skrifa um tónlist útigangskattar
þegar viöfangsefniö er tónlist Megasar.
Mér fannst þaö hinsvegar tilvalið því
þaö er svo margt líkt meö Megasi og
þessúm útigangsketti. Báöir tjá sig meö
aöferöum sem eru illskiljanlegar flestu
fólki. Eigi svo undarlegt þegar á þaö er
litiö aö reynsla þeirra er gjörólík reynslu
flestra.
„Drög aö sjálfsmoröi" er píslarsaga
Megasar gegnum þjóöfélag sem er
fjandsamlegt mönnum eins og honum.
Eölileg viöbrögö hjá honum eru aö gera
stólpagrín aó lífi smáborgaranna sem
eru honum flestir andstæöir.
„Ef þú smælar framan í heiminn, þá
smælar heimurinn framan í þig,“ er
tillegg Megasar til heilræöavísna skóla-
Ijóðanna. Aö vísu ráöleggur hann fólk-
inu aö vera ávallt fremst í fláttskap og
vélum til aö geta veitt sér allt sem
hugurinn girnist.
Megas er fyrrverandi bankastarfs-
maöur og gerir hann óspart grín aö
hlutum eins og formsatriðum og fjár-
drætti. Einn venslamaöur vinstúlku
hans varó uppvís aö skattsvikum. Hánn
mis8ti atvinnuna á stundinni og drekkti
sér viö lítinn oröstír í litlutjörn þar sem
vatniö er grynnst.
Eitt af aöaleinkennum Megasar sem
textahöfundar er aó gera góölátlegt
grín aö sígildum fyrirmyndum heims-
bókmenntanna. i hinu bráöskemmti-
lega lagi „Fatamorgana á flæðiskerinu,“
lýsir hann álfaveislu þar sem álfakon-
ungurinn er drukkinn og kvartar Megas
mikiö undan stólaskortinum í veislunni.
Ódysseifur, Pan, Dafnis og Klói, Egill
Skallagrímsson, Freud og Eyjólfur
bóndi eru allar gamalkunnar persónur
úr skáldskap Megasar.
Kómískar hugleiöingar Megasar um
sjálfsmoró leiða til þeirrar niöurstöðu
aó sjálfsmoró sé slæmur valkostur, því
þá myndi hann ekki skilja eftir annaö
minnismerki um sjálfan sig, en blaö-
síóugreinar í æsifréttablöóunum Vísi og
Dagblaöinu.
Hljómplatan er tekin upp á hljómleik-
um í Hamrahlíðarskólanum og viröist
hljómburóur hafa veriö heldur slæmur
þar. Valinkunnir hljóöfæraleikarar sem
aöstoóa Megas viö undirleikinn, njóta
sín ekki til fulls á hljómplötunni og má
eflaust skella sökinni á ófullkomnar
upptökuaóstæður.
Megas hefur hvorki röddina né útlitiö
meö sér, en samt eru lagasmíöar hans
oft á tíðum góöar. Textar hans eru
bráófyndnir á köflum og meö alíslensk-
um gálgahúmor.