Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Qupperneq 3
Sigurður Skúlason magister Hugsað til þjóðskálds Hugdjarfur kleifstu hæstu tinda, hræröir Drottins klukknastrengi, áveðurs blaki allra vinda. Aörir kúröu á lágu vengi. Héldu þeir þig háskalegan, hygöist þú selja fossa úr landi! Mátað fær enginn múginn tregan. Magnaöur er sá erföafjandi. Þegar þín arnfrán augu í báli yfir lágkúruna störöu vissiröu í frægu feðramáli fyndust orö um allt á jörðu. Hugartök þín hamslaus reyndust, hófst þú brag í æðsta veldi. Örvar skussans að þér beindust. Öfugsýn þinn stórhug hrelldi. Verk þín eins og vitar standa, vísa leið að æöstu miðum. Hægara væri aö hrinda vanda hefðum vér menn íþínum sniöum. Einatt fannst þér lágt og lítið lífsins takmark vorra manna. Þetta mörgum þótti skrítið, þekktu ei þinn stórhug sanna. Hér þarf vit, hér þarf reisn, ekki vomur og slór. Það er vonlaust aö semja með þýlyndis bug. Vor aðstaða er sterk, lands vors auðlegð er stór. Því er illt ef oss skortir þinn hamramma dug. Hin starfsprúða sveit þekkir stormanna reit, staðföst leggur hún dóm sinn á afglapans verk. Hún kýs stilling og ró — því af sturlun er nóg — á sér stórmannlegt vit, enda lífsreynd og merk. í átökum hörðum við erlend borö varstu óskmögur kvöldvöku Ijóömáls og prósa. Þar efldist þér máttur, þar ólust þér orö. Þá uppsprettu kvæða mun þjóð vor kjósa meðan íslensk hugsun sig hefur til flugs við himinbál sindrandi norðurljósa. fyrirlestrar og á hverjum sunnudegi var þar guðsþjónusta. Og margt fleira var gert til þess að hæna menn að staðnum og var þessi klúbbur sannkölluð menningarmiðstöð, með- an hans naut við. En kostnaður reyndist of mikill og klúbburinn lagðist niður eftir tvö ár. Þá kom þangað útlendingur er F. A. Löwe hét og hóf verslun með tilbúinn fatnað karlmanna. Seinna stofnaði hann svo þarna klæðskera- stofu og fekk til sín nokkra erlenda klæðskera. Einn af þeim hét H. Andersen. Hann keypti seinna Ló- skuröarstofuna gömlu í Aöalstræti 16, byggöi ofan á hana og stækkaði hana mjög á annan hátt. Þarna setti hann svo á fót klæðskerastofu. En neðri hæð hússins, þar sem fata- verslunin hefir verið, er gamla Lósk- erastofan, sem Skúli Magnússon lét reisa 1752, þar sem fyrsti barnaskóli Reykjavíkur var og þar sem Jón Guðmundsson ritstjóri bjó og gaf út Þjóðolf. Eigendaskifti urðu aö Glasgow er fram í sótti. Árið 1888 höfðu þeir Egill Egilsen og Þórður Guðmunds- son í Görðunum makaskipti á þeim eignum. Átti Þórður svo Glasgow um nokkra hríð, en mun hafa selt hana Þorvaldi á Þorvaldseyri undir Eyja- fjöllum. Er hann talinn seinasti eig- andi þessa mikla stórhýsis, sem ekki átti neinn sinn líka í bænum. Og þá mun hafa verið sett þar á fót vindlaverksmiðja. Þar var einnig prentsmiðja Dagskrár, blaðs, sem Einar skáld Benediktsson hóf að gefa út á miöju ári 1896, og átti að veröa fyrsta dagblaö á íslandi. En Reykvíkingar voru þá of fáir til þess að dagblað gæti þrifist hér, þeir voru ekki nema um 4000, eða færri en nú eru í flestum úhverfum bæarins. Dagskrá breyttist því í vikublað, en hætti að koma út í miðjum septem- ber 1898, svo að hún varð ekki nema tveggja ára gömul Þau urðu örlög þessa mikla húss, að það brann til kaldra kola 1903, og var þaö fyrsti stórbruninn í Reykjavík. Eldurinn kom upp í vindlaverksmiðjunni aðfararnótt 18. apríl og varð ekkert við hann ráðið og húsið fljótt alelda. Þá áttu þarna heima fjórar fjöl- skyldur og allmargt einhleypra manna. Tókst með naumindum að bjarga öllu fólki út úr brennandi húsinu. Þarna hafði þá brezki kons- úllinn Jón Vídalín skrifstofu sína og tókst að bjarga skjölum hans og peningum, en eingu ööru tókst að bjarga. Það æsti eldinn mjög, að á var snarpur austanvindur. Húsið var vátryggt fyrir 40.000 kr„ en allir innanstokksmunir voru óvátryggðir, og biðu því margir mikið tjón. Rétt fyrir ofan Glasgow stóð bær, sem hét Vigfúsarkot. Þar bjó nú Þóröur Torfason útgeröarmaður. Hafði hann veriö hinn misti sægarp- ur um ævina, en var nú orðinn ellimóður. Eldurinn frá Glasgow barst í bæ hans og brann bærinn til kaldra kola, en fólki var bjargaö. Það þótti ófögur sjón daginn eftir að horfa yfir brunarústirnar, og fannst sumum bærinn verða til- komuminni þegar hið mikla stórhýsi var farið. En þótt undarlegt kunni að virðast hefir aldrei verið byggt aftur á þessum stað þar sem bruninn varð. Um hálfa öld var þarna gnapandi kjallarinn undan Glasgow, en nú er þetta oröiö breytt þannig, að komin eru bílastæði þar sem Glasgow var, en grjótið úr kjallaranum mun hafa verið notað ti að hlaða vegg þar á milli og lóðar Sjóbúðar, sem nú hefir verið flutt að Árbæ, en lóðin hækkuð og gert þar annað bílastæði. Næsta timburhús við Glasgow var Liverpool, en það bjargaöist í brun- anum vegna þess að vindur stóð af því. Á þessum stað reisti Jón Markússon kaupmaður fyrst verslun- arhús 1842, en hans naut ekki lengi við, því að hann fórst með póstskip- inu Söloven. Þá keypti Hans Robb húsið, og vegna þess að hann var ættaður frá Liverpool, gaf hann húsinu nafn þeirrar borgar. Þetta hús eignaðist löngu seinna Th. Thorsteinsson kaupmaður, lét rífa það og reisa stórt og vandað hús í staðinn. Þar rak hann verslun, er hann nefndi Liverpool. En þótt hún sé farin þaðan fyrir löngu, kallar almenningur húsið enn Liverpool, enda þótt það heiti Vesturgata 3. Skammt þaðan, hinum megin við Glasgowlóðina, er annað timburhús, sem alltaf er kallað Aberdeen. það reisti Jón Árnason bóndi frá Garðs- vika eftir aö Glasgow brann, og nú stendur þaö þarna eins og klettur úr hafi, því að næstu hús fyrir vestan það eru horfin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.