Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 6
Samsœti til heiðurs Torfa Snorri Jónsson forseti ASÍ afhendir Torfa gestabók með útskornum myndum af landvættum. Þegar talaö er um Torfa, vita víst allir við hvern er átt og eru þeir ekki margir í þjóöfélagi okkar, sem náö hafa þvílíkri „stærð“ í hugum manna, aö vel flestir þekki þá af fornafninu einu saman. Þeim sem nú eru á þessum svokallaöa bezta aldri, finnst aö Torfi hafi hreint frá ómunatíö veriö sá maður, sem ber sáttaorö milli aöila í vinnudeilum. Síöast- liðiö haust lét hann af þessu vandasama embætti og af því tilefni komu þeir saman þessir margnefndu aöilar vinnumarkaö- arins og héldu þeim hjónum samsæti, Torfa og Önnu Jónsdóttur. Þaö skeður ekki oft, að þessar andstæöu fylkingar, fulltrúar vinnuveitenda og verkaiýðsfélag- anna komi sérstaklega saman til mann- fagnaðar. En þaö er sama hvorum megin menn sitja við boröið; allir eru sammála um starf Torfa Hjartarsonar. Þarna voru þeir, sem stundum eru í dálítið gráu gamni kallaðir verkalýðsrekendur, í alúö- legu samblandi viö atvinnurekendur — eöa fulltrúa þeirra — og saman færðu þessir aðilar heiöursgestinum aö gjöf Ólafs sögu Tryggvasonar, útgefna í Upp- sölum 1691; hinn fágætasta dýrgrip. Og frú Anna fékk aö gjöf áletraðan, íslenzkan blómavasa. Eftir að Snorri Jónsson haföi ávarpað þau hjón og afhent þeim gjafirnar, tók Torfi til máls og rifjaði upp ýmis atriði úr starfi sínu sem ríkissáttasemjari og af viöskiptum sínum viö deiluaðila. Hann kvaöst hafa verið skipaöur vara- sáttasemjari 1944, en þá og fram á síðusta ár hafi þaö verið borgaraleg skylda aö gegna sáttasemjarastörfum. Hafi hann þá aftekiö meö öllu aö takast á hendur sáttasemjarastörf í vinnudeilum, enda ekki talið sig til þess hæfan. Var hann þá fullvissaður um, aö þó hann væri skipaður varasáttasemjari myndi hann aldrei þurfa nálægt vinnudeilum aö koma. Hafi þaö staðist að mestu þar til Jónatan Hallvarðsson, rfkissáttasemjari fékk lausn frá því starfi 1. júní 1945. Torfi kvaöst þá hafa hringt til Finns Jónssonar, félagsmálaráöherra, skýrt honum frá því, að hann gæti ekki tekið sáttasemjarastarfið að sér, enda aldrei veriö ráö fyrir því gert. Þyrfti því aö láta tilnefna sáttasemjaraefni aö nýju og skipa nýjan ríkissáttasemjara hiö allra fyrsta. Finnur lofaöi að láta tilnefninguna fara fram og geröi þaö. Þýðingarmikil og erfiö vinnudeila var þá aö hefjast. Hafi Finnur beöiö sig að annast sáttaumleit- anir í þeirri deilu, en síðan skyldi hann sjá til um skipun nýs ríkissáttasemjara. Torfi kvaöst hafa fallist á þetta, en svo hafi fariö aö Finnur skipaöi ekki nýjan sátta- semjara. Kvaö Torfi þetta hafa leitt til þess aö hann varö ríkissáttasemjari til 15. sept. sl. Torfi sagði, aö sáttasemjarastörfin hafi tekiö mjög langan tíma og væri langt frá aö þau hafi ávallt verið skemmtileg. Kvaðst hann er hann sat langtímum saman á sáttafundum án þess aö sjá hvað helst væri til úrræða, oft hafa hugsað eins og í upphafi, aö þessum málum hefði hann aldrei átt aö koma nálægt. Ekki munu deiluaöilum heldur hafa þótt þessar vonlitlu setur skemmti- legri. Er hann liti nú til baka yfir þann langa tíma, sem hann hefði verið ríkissátta- semjari, færi þó fjarri aö hann sæi eftir þeim mikla tíma, sem hann hafi varið til sáttastarfanna. Oft hafi þau verið skemmtileg og spennandi og venjulega mikil gleöi er sáttir hafi komist á, einkum í lengstu og erfiöustu deilunum. Hann hafi viö þessi störf kynnst mörgum þáttum þjóölífsins og mörgum málum og viðhorf- um, sem hann heföi ella haft lítil eöa engin kynni af. Torfi vék síðan aö þeirri miklu breyt- ingu, sem hann taldi að oröiö hafi á samskiptum aöila vinnumarkaöarins á þeim árum, sem hann heföi veriö ríkis- sáttasemjari. Á fyrstu sáttasemjaraárum sínum hafi framkoma deiluaöilans hvors viö annan oft veriö lítt vinsamleg. Fund- irnir hafi iöulega hafist meö hressilegum skammarræöum, menn hafi barið í borö- in og jafnvel skellt huröum og gengið á dyr, en samvinna deiluaöilanna veriö næsta lítil. Frá þessu hafi að vísu verið ýmsar ánægjulegar undantekningar, og þess dæmi, að jafnvel hinir ólíkustu menn ynnu ágætlega saman. Frekar hafi þaö þó verið undantekningar en almenn regla. Á þessu væri nú oröin mikil breyting. Öll samskipti aðila væru nú orðin miklu vinsamlegri og samvinna þeirra miklu meiri en áöur. Á sáttafundum væru málin nú yfirleitt rædd í bróöerni og af velvilja. Aöilar hefðu meö sér mikið samstarf utan samninga- og sáttafunda. Meöal annars væru þeir jafnréttháir aöilar aö Kjara- rannsóknanefnd, sem hefði þegar unniö og ætti vafalaust eftir að vinna mjög gott verk. Auk þess heföu þeir samiö um og stofnaö samstarfsnefnd, sem tæki mörg mál til meöferðar og úrlausnar og heföi unniö gott starf og vaxandi. Meöal þeirra, sem tóku til máls, var Hjörtur Hjartar frá vinnumálasambandi Hugrún Róg- Tæki mikið tungan er til aö vinna hefð og lendur. Ef mikiö hefur móti þér magnar hún þér erkiféndur. tungan Á orðum er hún ekki spör innstu fylgsni siær og kremur. Hvöss er hún sem eiturör oft því drep í sárin kemur. Náungann hún nartar í nærri kemur hans að baki. Sjaidan er hún fréttafrí fyrst hún grípur kverkataki. Alltaf hefur einhver ráð yfir garöinn lægsta að smjúga. Fljót er hún að bíta bráð og ber þá stundum við að Ijúga. Ein synd bíður aöra heim, áfram stöðugt veltur boltinn. Gráðug veiöir. Gull og seim gleipir eiturnaóra soltin. Ef hún finnur ekki til iðrunar og veit sig snauða veröur aldrei brúað bil sem ber á milli lífs og dauða. Aðilar vinnumarkaðar- ins komu saman og leystu Torfa Hjartarson út með gjöfum í tilefni þess að hann lét af störf um sátta- semjara ríkisins sl. haust. samvinnufélaganna. Rifjaöi hann ýmislegt upp, sem honum var minnisstætt frá sáttafundum og sagöi m.a.: „Ef Torfi sagöi viö okkur — svokall- aöa atvinnurekendur — þegar viö viidum koma einhverri breytingu á eða lögðum eitthvaö tilboö fram: „Þetta gengur ekki" eöa „þetta dugar ekki“ — eöa þá hann hnykkti örlítiö á og sagöi „Þetta er allshendis ófull- nægjandi" þá brást þaö varla aö hugboð hans reyndist rétt. Ég veit aö sjálfsögöu ekki hvort hann hefir látið svipuö orö falla hinumegin landamær- anna, en svona eftirá að hyggja og þegar upp er staðið, gæti ég vel hugsaö mér að fulltrúar launþega hafi einhverntíma heyrt áþekkar setningar. Vel má vera aö ef báöir aöilar hefðu jafnan hlustað á veðurspána og farið eftir henni, án verulegrar tregðu eða biðar, þá heföu samningar stundum náöst á skemmri tíma. En einhvers- konar tregðulögmál hefir oft veriö meö í spilinu og væri vel ef þáttur þess minnkaði og í staðinn kæmi raunhæft mat á aðstæðum og staö- reyndum." Páll Sigurjónsson formaöur VSÍ komst svo að orði í sinni ræðu: „Á fyrstu 30 árum sáttasemjara- starfsins, haföi Torfi til meðferðar 519 sáttamál, eöa aö meðaltali tæp 20 mál á ári, en allt uppí 51 sum árin eins og 1975. Væntanlega eru þau sáttamál sem til Torfa hafa komið um eöa yfir 600. Torfi hefur þannig á starfsferli sínum sem sáttasemjari, oröiö aö setja sig inní um 600 mál, skoða þau frá öllum hliöum og reyna aö finna lausn á þeim. Sennilega hefur þaö oft verið svo, að þeir sem Torfi hefur veriö aö reyna að sætta, hafa ekki viljað sjá málin nema frá einni hlið, sem oft er mun auðveldara. Öllum þessum málum kom Torfi þó í höfn, fyrr eða síðar.“ ' Viö lok borðhaldsins afhenti veizlu- stjóri Torfa gestabók útskorna meö táknmyndum landvættanna undirritaöa af öllum veizlugestum. Formáli sá, eöa ávarp til Torfa er veizlugestir rituðu nafn sitt undir er þannig: „Torfi Hjartarson, ríkissáttasemjari frá 1. júní 1945 til 15. sept. 1979. Þann tíma, sem þú hefir veriö sáttasemjari ríkisins teljum viö aö í raun hafi þú skipaö þér á bekk meö landvætt- um. Við biðjum þig þiggja þessa gesta- bók sem tákn um virðingu okkar og þakkir fyrir frábær störf í þágu þjóöarinn- ar allrar.“ Veizla þessi var hin veglegasta og mun sú fyrsta er aðilar vinnumarkaöarins hafa haldið sameiginlega. Aö af því gat orðið má þakka ágætismanninum Torfa Hjart- arsyni, sem hefur notiö óskoraös trausts, viröingar og vináttu allra þeirra, er hér áttu hlut aö máli. GS. — BF.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.