Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Qupperneq 9
Hér er Nína við geysistóra vef-
mynd, sem hangir á vinnustofu
hennar og hún hefur nýlokiö við.
hrynja út á götu
Nína stendur hér hjé efnismikilli vefmynd, sem hún hefur gert og má vel telja einkennandi fyrir þann stíl, sem hún hefur valiö
sér. Fyrir utan garn, snœri og sísal, notar hún nú einnig koparvír í vefinn, sem er á litinn eins og hár listakonunnar.
og eiga heima í húsum eða höllum við
Avenue Foch, sem gengur út frá Stjörnu-
torgi við Sigurbogann. Hefur fólk af
þessu tagi veikleika fyrir götunni a tarna
og seilist til að kaupa sér íbúöir þar,
jafnvel þótt það búi yfirleitt annarsstaðar
svo sem Jackie Onassis, sem einusinni
var Kennedy. Fransarar hafa annars
ágætt heiti yfir svo mikilúðlegar gleöikon-
ur, sem ganga milli olíufursta og annarra,
allt eftir því hvað veskin þeirra eru bólgin.
Þær eru kallaðar „Les Grandes Horisont-
ales": Hinar miklu láréttu.
Ætlunin var þó ekki að gera þær að
umtalsefni hér en víkja að vist Nínu
Gautadóttur hjá Rotschild-barónum og
þeim bræörum. Ættmóðirin var nefnilega
hálfpartinn komin í kör, því náttúran
lætur þá sem eru svona gasalega ríkir,
hrörna til jafns við hina. Þær voru þarna
tvær hjúkrunarkonur viö að hjálpa þeirri
gömlu, hátta hana og klæða — og hátta
og klæða hundinn hennar, sem gekk
pelsklæddur hvunndags. Þetta var mjög
einkennilegur og mjög lokaður heimur,
segir Nína, og einu sinni fór yfirþjónninn
meö hjúkrunarkonurnar í smá skoðúnar-
ferö gegnum stofurnar, hvar við blöstu
verk eftir Goya og aöra stórmeistara
listsögunnar. Það var eins og safn, en
safn sem venjulegt fólk lítur aldrei
augum.
I þessari vist var Nína á fjóröa mánuð
og tók tilhlýöilegum framförum í frönsku
og fékk smjörþefinn af París. Þá var ekki
annað sýnna en hún legði fyrir sig
hjúkrun til frambúðar og meö sérnám í
huga, brá hún sér til Svíþjóðar. En hún
var búin að vera of lengi í París; komin
með „blod pá tanden" eins og Danir
©