Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Qupperneq 10
Hjá Nínu Gautadóttur í París: Hefur sent verölauna- verk til Islands með tilliti til þess að taka þátt í samsýningum þar — en þeim var umsvifalaust hafnað. segja — og þótti Svíar svo leiöinlegir aö hún kom sér þaðan í burtu meö fyrra fallinu. Nína hélt fljótlega aftur til Parísar. Og nú var svo fyrir henni komið, aö þaö var ekki bara hjúkrun, sem fyrir henni vakti. Enda þótt hún hefði ekki í farangrinum minnstu undirstöðumenntun í myndlist, reyndi hún á þessum tímamótum að komast inn í listaskóla í París. En hún var of sein á feröinni. Hún lét líða ár; skellti sér í inntökuþróf aö hausti og flaug inn í Fagurlistaskólann, sem heitir annars Ecole National Suþiereur de Beaux Arts. Þar var Nína um tveggja ára skeið í almennu listnámi og haföi þá komizt á snoöir um, aö þaö var í rauninni veflist, sem átti hug hennar. Hún lauk samt þrófi í málaralist; lærði meira aö segja aö mála meö tækni gömlu meistaranna, segir hún. Tilhögunin var þannig innan veggja þess- arar stofnunar, aö maður valdi sér bara kennara — og þarmeð vinnustofu. Og Nína kaus að mála afstrakt. Námslán að heiman gerði henni kleift aö halda óslitið áfram og úr veflistardeildinni útskrifaöist hún 1976. Hún fór annars á hverju ári heim til íslands á þessu tímabili og tók þar upp þráöinn; vann viö hjúkrun og hélt sér viö í þeirri grein. Raunar er ekki lengra síöan en í haust, að Nína greip í hjúkrun úti í París en fannst þá sem hún væri byrjuö að ryöga í faginu. En síöast kom hún til íslands fyrir tveimur árum, — og einnig þá vann hún um tíma á sjúkrahúsi. En það var bersýnilegt hvert stefndi. Veflistin varö smám saman fyrirferöar- meiri í lífi hennar og áhugaefni númer eitt, — náttúrlega að eiginmanninum undan- skildum, sem hún sá fyrst fyrir liölega ári, á gamlárskvöld, þegar áriö 1979 gekk í garö. Nína segir að hann sé engan veginn dæmigerður Fransari, hávaxinn, bláeygur og skolhærður. Hann er verkfræöingur aö mennt og fer á hjóli til og frá vinnu. Nína Gautadóttir hefur átt því láni að fagna, aö geta aö mestu helgað sig list sinni síðastliðin þrjú ár. Enda þótt hún megi kallast óþekkt hér, hefur hún tekiö þátt í fjölmörgum sýningum erlendis — „svo mörgum, aö ég nenni því ekki lengur, aö minnsta kosti ekki í sama mæli, því þaö er svo mikið argaþras og vesen aö standa í því", segir Nína. En þaö var óneitanlega uppörvun, aö hvað eftir annaö seldust verk Nínu á sýningum. Og það varð henni til frekari framdráttar, aö 1974 fékk hún franskan styrk til þess aö Ijúka námi. Seinna fékk hún reyndar styrk frá ítalíu og fylgdi honum sú kvöð, aö hún yrði aö koma til ítalíu og vinna þar á meðan styrksins nyti viö. Þegar til átti aö taka, höföu einhver mistök oröiö í skrifstofubákninu hjá ítölum og styrkurinn — eða hvort það voru plöggin varöandi hann — týndust í kerfinu. Allt var þaö þó komið í lag á nýjan leik og Nína hefur í huga aö fara þegar tími gefst til Feneyja og dvelja þar og vinna á meðan hún nýtur styrksins. Nína býr í Latínuhverfinu í París; raunar í næstu götu viö Erró. Ekki er þaö ætlunin aö fjölyrða um aðskiljanlega töfra Latínu- hverfisins hér, enda geröi ég eitthvaö í þá veru í samtalsgrein um Erró, sem birtist í Jólablaöi Lesbókar. Gatan hennar Nínu er ein af mjóu þvergötunum, sem liggur útúr breiögötunni St. Germain — og svo mjó, aö það er ekki meira en svo aö bíll skríöi þar í gegn. Segir sig sjálft, aö bílastæöin eru ekki útum allt í því plássi, enda halda íbúarnir sig viö reiöhjól eöa mótorhjól, ef þeir á annað borö eiga sérstök farartæki. Húsin eru eins og þunnar sneiöar, öll á hæöina og afskap- lega gömul. Þaö er heldur ekki veriö aö splæsa í víöáttumikla stigaganga; húsum af þessu tagi er sameiginlegt, aö þar er gengið upp örmjóa stiga. Á þessum staö er Nína búin aö búa í rúm tvö ár í gamalli og hagstæðri leigu. Margt virðist skrýtiö í kýrhausum leigu- samninga í Parísarborg; til dæmis kom þaö í Ijós, aö þeir sem leigðu Nínu, höfðu erft leigusamninginn, eöa öllu heldur; Réttinn til þess aö leigja þetta tiltekna hús. Aökoman var ekki kræsileg, þegar Nína fluttist þangaö og minnir á lýsingar þeirra manna hérlendra, sem fyrrmeir voru aö flytjast á eyöibýli. Sú hliö hússins, sem aö götunni veit, haföi beinlínis losnað frá og heföi fokið útí buskann í meiriháttar byljum. Húshliöin hékk uppi af gömlum vana og þegar rigndi, þá barst regnvatniö óhindraö innum öll gólf og á þeim var töluverö skán af aur og bleytu. Af búskap fyrri leigjenda fara ekki sögur; trúlega hefur þaö veriö nægjusamt fólk og laust við kröfugerö. En Nína lét hendur standa framúr ermum; eftir aö eigandinn geröi við húshliöina mokaði hún út skáninni og lét gelda uppí útvegginn og tjasla honum í sitt rétta far, svo nú heldur húsiö vatni og vindi. Eins og tíökast hefur hjá Frönsurum framundir þetta, var salernið aðeins gat í gólfinu og þar yfir var sturtan. Nína réöi íslenzka stúdenta í vinnu; lét setja upp venjulegt mannsæmandi salerni meö sturtuklefa, — lét setja upp eldhúsvask og litla innréttingu, leggja rafmagn og síöan var heila gilliö málaö. Nú er sæmilega rúmgott herbergi á neöri hæö- inni, sem hún notar fyrir stofu; einnig er þar eldhúskrókurinn og salernið. Svefn- herbergið er leyst á þann hátt, að hjónarúmiö stendur uppi á dálitlum palli í stofunni. Glugginn veit út aö þröngu götunni og er frekar lítill; engin hlemmi- birta veröur í þessari íbúö, en Nína hefur haft lag á því aö gera hana hlýlega og heimilislega. Eins og ævinlega ræöur andi húsmóöurinnar úrslitum; hann svífur yfir þessum vötnum framar öllu ööru og Nína hefur til að bera svo elskulegt og eðlilegt viömót, aö manni líður undir eins vel í návist hennar. Á hæðinni fyrir ofan er jafn stór stofa og þar hefur Nína komiö fyrir öllu því hafurtaski, sem heyrir til veflist og þar var hún meö stórverk í uppsiglingu: Mynd, sem var um það bil 3 metrar á breidd og 2 á hæð, — eiginlega skúlptúr eöa þrívíddarmynd, unna úr sísal, trolltvinna m v Myndir Nfnu verða gjarnan efnitmiklar og töluvert þungar. Hér er hún við vinnu og hefur sett upp andlitsgrfmu til varnar rykinu af þráðunum. Nína viö vinnu sína. — Fór í framhaldsnám til Svíþjóöar, en Svíar voru svo leiöinlegir, að hún flýtti sér aftur til Parísar. Nína Gautadótt- ir, ung að árum f föðurhúsum ásamt foreldrum sínum, Elfnu Guðjóns- dóttir og Gauta Hannessyni og bræðrum sínum, Brynjólfi, sem fórst í bílslyai, og Skúla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.