Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1980, Blaðsíða 11
i og ýmsum tegundum af garni. Rúllur á rúllur ofan af öllu þessu efni minna á netaverkstæði, en þar að auki notar Nína koparvír í vefinn og hafði saman dregið margar rúllur af honum. Þetta er semsagt ekki neinskonar fínlegt bróderí; veflist af þessu tagi er alveg sér á parti og meira í ætt við höggmyndir en venjuleg vegg- teppi. Það fer þó ekki milli mála, að Nína hefur náð góðum tökum á þessari myndgerð og ofur skiljanlegt, að mynd- verk hennar hafa reynzt útgengileg. Verðið á þeim gæti verið 350—700 þúsund íslenzkar krónur. „Ég hef ekkert bísnisvit", segir Nína, „en ég hef verið feykilega heppin og getaö lifað af listinni uppá síðkastiö, eöa skrimt, skulum viö segja. En þess ber að gæta, að ég fer með mikiö í efniskostnað. Ekki er ég í neinum samtökum eða félögum. Þó er til veflistafélag hér í París og ég fór á fund í félaginu, en allt gekk útá kjaftæði, sem ég hafði engan áhuga á og svo fór að ég sótti ekki einu sinni um inngöngu. Ekki er ég heldur í sambandi við neitt gallerí, en þau eru mýmörg og misjöfn að gæðum og taka frá 25—80% af því sem selst." Á þessu nýbyrjaða ári er fjölgunarvon hjá þeim hjónum og í samræmi við það koma nýjar skyldur til sögunnar hjá húsmóöurinni, nýtt viðfangsefni. Hún er í raun útivinnandi húsmóöir, þótt vinnan sé bara á næstu hæð fyrir ofan og hvernig skyldi hún haga þessari vinnu sinni? „Alltaf ætla ég mér að vinna í 8 tíma á degi hverjum", segir Nína, — „yfirleitt er ég góð á morgnana; hef farið á fætur uppúr klukkan átta eftir aö ég gifti mig og vinn þá til klukkan eitt. Eftirmiðdagurinn vill verða ódrýgri; þetta er svo miðsvæöis í borginni og það hefur verið mikill pestagangur hjá okkur, bæöi eru þaö Islendingar og aðrir.“ Nína er að sjálfsögðu byrjuð að skjóta rótum í þessu umhverfi. En fólkið er iíka hluti umhverfisins og ekki sá þýðingar- minnsti, — og útlendingar bera Frönsur- um misjafnlega söguna. Nína segir líka, að hún viti alltaf hvar hún hafi íslendinga, en það sama getur hún ekki sagt um Fransmenn; jafnvel ekki þá sem hún telur sig þó þekkja vel. Fransmenn eru öðru- vísi, segir hún, hugsa öðruvísi og eru öðruvísi uppaldir. Enginn er svo að hann sakni ekki einhvers aö heiman, þótt vel gangi að skjóta rótum í nýju umhverfi. Og hvaö skyldi það helzt vera, sem Nína saknar frá ísa köldu landi. Jú, einmitt ísinn og kuldinn. Hún saknar vetrarins mest af öllu, — „að sjá aldrei almennilegan snjó og að finna aldrei almennilegt rok. Síöast þegar ég kom heim, bar það uppá janúar. Þá gerði öskubyl og ég naut þess bara að standa úti og láta bylinn leika um mig. Svo þykir mér heldur miöur, aö fá hvorki nýja ýsu né grásleppu". Hvort sem Nína Gautadóttir fær aö búa lengur eða skemur í Latínuhverfinu, þá hafa mál nú þróast þannig, að móðuramma mannsins hennar hefur látiö þeim eftir dálítiö Hans og Grétu-hús í útjaöri Parísar. Þar er ævintýralega fallegt, segir Nína, en því miður er húsiö eitthvað utan við skipulagið og óvíst, hvort það fær að standa um aldur og ævi. Nína gæti haft vinnustofu þar plássins vegna, en býst síöur viö að gera þaö; kýs fremur að halda þeirri vinnustofu, sem hún hefur nú komið sér upp, enda líklegt að andinn eftirsótti sé frekar á sveimi í Latínuhverfinu en úti í úthverfum. Nú þegar þetta kemur á þrykk, er Nína flutt í húsið. Veflist Nínu Gautadóttur er vissulega þess virði, að hún væri kynnt hér með sérstakri sýningu. Kannski hefur hún ekki mjög mikinn áhuga á því og lái henni það hver sem vill. Hún hefur þó tvívegis rétt út hendina í von um vinsamlegar undirtektir, en hafði ekki erindi af því erfiði. í annaö skiptið hafði hún áhuga á að taka þátt í hinni árlegu haustsýningu FÍM og í hitt skiptið í norrænni veflistarsýningu. í bæði skiptin sendi hún verk, sem höföu fengið verðlaun erlendis, — en hér var þáttöku hennar umsvifalaust hafnað. heitir: meiri gróður, meiri tré. Við erum að stíga inn í ár trésins. Hér þurfa öll ár að vera ár trésins ef lífvænlegt á að vera í landinu til frambúöar. Sá, sem leggur það á sig að aka hringinn um landið í sumarleyfinu — hvar stansar hann, hvar tjaldar hann? í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi. Á helgum sumarsins safnast fólk saman í Húsafellsskógi, Galtalækjarskógi eöa í Þórsmörk eóa annars staöar þar sem skjól er af trjám. Skógur bætir loftslag og sálarástand. Skógrækt er líka prýðis námskeið í þolinmæði. Á liðnum áratug gekk enn á skóglendi og annað gróöur- lendi landsins, þrátt fyrir sífellt fjas Oska- listi níunda ára- tugarins Nú — þegar staðið er á mótum áratuga — er ekki óviðeigandi að litið sé um öxl og fram á við. Hvaö einkenndi liðinn áratug, hvaða spor markaöi hann í íslandssöguna, hvað skildi hann eftir sig? Fánýtt þras, þrætur, illindi. Ef komandi áratugur verður kópía af hinum liðna líst mér ekki á blikuna. En ég vona aö hann verði skárri og legg því fram dálítinn óskalista: Ég vona að núverandi fræöslukerfi, þetta forklúðraða hrófatildur af heimsku og lögleysu, verði molað mélinu smærra og upp af því megi rísa eitthvaö sem vit er í. Ég vona ennfremur aö sú tíð renni upp á ný að nefna megi ættjarðarást og þjóðhollustu án þess aö verða aö háði og sþotti fyrir bragðið. Nú er þrjú er verðbólgan — aö henni verði sökkt út á sextugt dýpi. En til að svo megi verða hljótum við, bæöi óbreyttir borgarar og forystu- lið, að snúa baki við vígorðum en horfast í augu við raunveruleikann. Eins og nú er komiö verður verö- bólgan naumast stöðvuð á skemmri tíma en hálfum til heilum áratug, jafnvel þó þyrjað væri að spyrna við fótum strax. Talið er aö lífskjör séu hér tuttugu til þrjátíu prósent lakari en vera þyrfti — vegna verðbólgunnar! Hrikalegt. Fjóröa er vegakerfið. Það er lygileg staðreynd aö vegirnir hafa verið að versna jafnt og þétt síöastliöin þrjátíu ár, ef undan eru skildir smáspottar hér út frá Reykjavík. Verði ekki kominn þokkalega akfær vegur (malbik- aöur, en þó allra helst steyptur) norður til Akureyrar og austur til Kirkjubæjarklausturs eftir tíu ár, þá hefur landinu veriö laklega stjórn- að. Þyki einhverjum þessari ósk í hóf stillt, þá segi ég og skrifa að ég slægi ekki hendinni á mótum góð- um vegi hringinn í kringum landiö. Gott og vel, höldum áfram með samgöngurnar: Innlent eldsneyti er framtíðin. En er þá nokkru fjar- stæðara að íslendingar framleiði einnig sína eigin bíia? Er nokkru vandasamara að smíða bíla en til dæmis að taka eldavélar sem hér hafa verið framleiddar með góöum árangri áratugum saman? íslenskir bílakaupendur eru aiitaf að leita aö óskabílnum sem aldrei finnst — bíl sem henti sérstaklega íslenskum vegum, staöháttum og loftslagi. Fólksbílar eru framleiddir fyrir eggslétta vegi og eru, hingað komnir, eilífur verkstæðismatur og sálarháski fyrir eigendur. Jeppar eru gerðir fyrir torfærur sem hér veröa að vísu hvarvetna á vegi en eru of eyöslufrekir í daglegri notk- un. Mig minnir aö fólksbílarnir um 1930 væru á átján tommu felgum, enda komust þeir um allar trissur. Þannig þarf íslenski fólksbíllinn að vera: hár sparneytinn, vel varinn fyrir ryði, stilltur fyrir hóflegan hraða, látlaus en þægilegur. Því miður yröum við aö vera upp á aöra komnir meö efni í bílinn. Og líka með þekkinguna! Af hvoru tveggja er nóg framboö í heimin- um. Bílaverksmiðja er ekki draum- ur og ekki fjarstæða heldur vel hugsanlegur möguleiki — það er að segja með þeim fyrirvara að íslendingar verði að tíu árum liðn- um hættir að ríða gandreið á hugmyndafræöi einni saman. Bílaverksmiðjuna kalla ég sem sagt fimmtu óskina. Sjötta óskin um mengunarvarnir og betri um- gengni við náttúruna. Ég enda svo á gömlu helgitölunni — sjö — og í sjöunda lagi óska ég lýðveldinu nýrrar stjórnarskrár. Upplausnin í pólitíkinni á liðnum áratug ætti að verða okkur lexía. Unnt er að benda á raunverulega hliðstæðu annars staðar frá, og kannski margar. Mér kemur í hug franska lýðveldið fyrir daga de Gaulle: Þingræði aö nafninu til, ótal flokkar, ringulreið, upplausn. Franska þingið átti t.d. aö kjósa landinu valdalausan forseta en var í raun orðið ófært um að koma sér saman um svo sjálfsagt mál, hvað þá þaö sem meira var. Það er lágkúra af versta tagi aö halda því fram að lýöræðinu stafi hér hætta afþvíað til að mynda húnvetningar og skaftfellingar ráði of miklu en reyknesingar of litlu. Og að nefna fjölgun þingmanna sem hrossa- lækningu fyrir lýöveldiö finnst mér í senn hlægilegt og ósvífið. Viö þurfum á styrkri stjórn að halda, hvað sem hún er kölluð, vinstri eða hægri, en alls ekki fleiri þingmönn- um. Hins vegar finnst mér sjálfsagt að leggja þyngri ábyrgð á herðar þjóðhöfðingjanum, láta vanda fylgja vegsemd. Yfirbygging þjóð- félagsins er orðin alltof þunglama- leg og dýr. Ef okkur á að farnast skár á komandi áratug en hinum, sem liðinn er, veröur aö minnsta kosti hluti farsældarinnar að koma ofan frá. Erlendur Jónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.