Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1980, Síða 5
Lénsherrann og hjáleigubændurnir: Viktor Kulikov hershöfðingi (lengst til hægri) hefur auga meö heræfingum Varsjárbandalagsins og með honum þrír framámenn herja úr leppríkjunum. ur“, eins og tímaritiö „Novosti" oröaöi þaö. En á æöri stööum í Pétursborg geröu menn sér betur grein fyrir þeirri áhættu, sem stríöi fylgdi, en á rit- stjórnarskrifstofunum. Rússar róuðust og kváöust vilja fara samningaleiðina til aö leysa deilurnar um Afganistan. Nú finnst Jimmy Carter einnig, aö hann hafi veriö blekktur: „Gromýko laug einfaldlega aö mér. Hann sat þarna og laug aö mér!“ Nú eru Bandaríkin aö búa sig undir nýtt kalt stríð: Útgjöld til hermála eiga að hækka um 5,4%. Nú boðar Jimmy Carter eins og Gladstone forðum: „Viö munum sýna Sovétríkjunum þaö á víötækum vettvangi, aö þau verði aö borga ofbeldisárás dýru veröi.“ Hvaö hvatti Rússland og hvað kemur Sovétríkjunum til? Er útþensla „beinlínis lögmál rússneskrar sögu", eins og þýzki sagnfræöingurinn Otto Hoetzsch heldur fram í hinu þekkta riti sínu „Rússland í Asíu"? Er hin, aö því er virðist, takmarkalausa útþensluhvöt rússnesk örlög? Fyrst komu sendimenn, síðan hermenn „Frá tímum Væringjanna til sjórnar- ára Alexanders III,“ sagöi í „Novoje Vremja" áriö 1912, „hefur stefna okkar byggzt á þeirri grundvallarreglu, aö Rússland verði aö færa út landamæri sín. Eftir þúsund ár er þaö enn á leiöinni til hinna náttúrulegu og stjórn- málalegu landamæra sinna.“ Þetta er alltof einföld kenning. „Náttúruleg landamæri" hafa aldrei hindraö útþenslu neins lands. Aþena eöa Róm, Spánn eöa England, þessi sígildu nýlenduveldi skeyttu hvorki um fjöll né höf, þegar þau lögöu upp í landvinningaferðir víösvegar um heim- inn. Þaö sem Novoje Vremja kallaði „rússneskt" náttúrulögmál, hefði ná- kvæmlega eins getað staöiö í New York Tribune eöa Times í London á 19. öld — en þá undir einkunnaroröunum „manifest destiny“ (augljós forlög) eöa „the white man’s burden1' (skylda hvíta mannsins). Eins og hjá öllum heims- veldum skýrir ekki ein formúla, ein röksemd útþensluna, heldur sambland af ágirnd og aöstöðu, af ótta og metnaði, af eigin mætti og vanmætti annarra. í frægu umburöarbréfi frá árinu 1864 er komizt þannig aö oröi: „Afstaöa lands okkar í Miö-Asíu er hin sama og alira siömenntaöra ríkja, sem komast í snertingu viö hálfvilltar hiröingjaþjóöir. Fyrst veröur aö verjast árásum þeirra og gripdeildum. Til að binda enda á slíkt ástand er ekki um annað aö ræöa en aö knýja íbúa landamærasvæöanna til undirgefni. Þegar því marki er náö, veröa þeir íbúar friösamari, en þess vegna veröa þeir svo fyrir áreitni þjóöflokka, sem fjær búa. Ríkið er skyldugt að refsa þeim til að vernda hina ... Sérhvert skref fram á viö leiöir til r.ýrra skrefa, sérhver leystur vandi til nýrra vanda- mála. Ekki kemur til greina aö hörfa til baka, því aö Asíumenn myndu líta á þaö sem veikleikamerki. Þeir virða aöeins sýnilegt og áþreifanlegt vald ... Bandaríkin í Ameríftu, Frakkland í Alsír, Holland í nýlendum sínum ... öll veröa þau aö halda áfram minna af metnaði en nauösyn sem heimsveldi. Mesti vandinn er að vita, hvar verði aö láta staöar numiö.“ Þessar ábendingar komu ekki frá brezka utanríkisráðherranum til sendi- herra hans. Höfundurinn er enginn annar en rússneski forsætisráðherr- ann, Gortsjakov fursti. Öll heimsveldi hafa stöðugt boriö fyrir sig brýna nauösyn eða jafnvel siöferöilega ábyrgö. Þau hafa sízt vitaö, „hvar veröi aö láta staöar numiö”. Rússar hafa aö vísu aldrei þurft aö fara yfir nein höf eins og Vestur-Evrópu-ríkin, því aö þeirra „Afríka”, þeirra „Ameríka” lá viö þeirra eigin bæjardyr. Og eftir hrun Mongólaveldisins á 15. öld var vart um neina mótspyrnu aö ræöa — aöra en frá veðurfari, landslagi og hirðingja- og veiöimannaþjóöflokkum á faraldsfæti. Þaö sem lítur út fyrir aö hafa verið eölisbundin heimsveldisstefna, þegar litiö er til baka, var í rauninni langdreg- in keöja fálmkenndra hreyfinga og ýmiss konar árekstra og ásóknar, en einnig stöövunar og undanhalds. Miöaö viö „þúsunda ára gönguna”, sem blöðin bjuggu til, er ásókn Rússa suður á bóginn tiltölulega ný. Hún byrjaði meö Pétri mikla. Hann sendi sendinefnd til Persíu 1715, og hún átti aö afla allra hugsanlegra upplýsinga: um farvegi fljóta, þjóöfélagsbyggingu í Persíu og áhugamál og hagsmuni keisarans varöandi viöskipti og önnur samskipti við aörar þjóðir. Sjö árum síðar sendi svo Pétur her. Sambland af hentugu tækifæri og „fyrirbyggjandi” varnaraögeröum. Vegna uppreisna og glundroða í land- inu voföi stjórnleysi yfir og þar meö sú hætta, aö landið lenti í klónum á Tyrkjasoldáni, sem var meiri máttar nágranni. Áriö 1722 varö keisarinn aö láta af hendi Derbent og Baku viö Rússland sem og vestur- og suður- hluta strandhéraösins. Hinn auðunni sigur dugöi þó ekki lengi, því aö tæpum 10 árum síöar brauzt stríöiö út aö nýju. Pétur var þá látinn, og arftakar hans höfðu ekki treyst völd sín. í þetta sinn var þaö lamað Rússland, sem varö að láta undan síga og skila landvinningunum aftur. Það var svo ekki fyrr en á ríkis- stjórnarárum Katrínar II (1762—1796), aö Pétursborg tók aö hugsa sér til hreyfings aö nýju. Og 1783 var Krím- skagi innlimaöur í ríkið, en hann hefur síðan veriö svar Rússlands viö Rivier- unni. Foröum sóttu keisarar þangaö hvíld og hressingu, og arftakar þeirra fögnuöu þar góðu samkomulagi viö Vesturveldin í síöasta sinn á ráöstefn- unni í Jalta í lok síöari heimsstyrjaldar- innar. Eftir Krímstríöiö, sem Rússar töp- uöu (1853—1856), lét Alexander II hersveitir sínar fara til Kákasus — sem „náttúran viröist hafa reist eins og stíflu gegn þjóöflutningum milli Evrópu og Asíu“ (Theodor Mommsen). Tæki- færið virtist hentugt til aö brjóta stífluna: England, hinn tortryggni keppinautur Rússlands í nálægari Austurlöndum, var búiö aö fá nóg af stríöi í bili, Tyrkjaveldi var uppgefið og í sárum og fjallabúarnir í Kákasus höföu frá fornu fari skipzt í marga þjóöflokka og ættkvíslir. Þar viö bætt- ist, aö tvær veigamestu Kákasus- þjóöirnar, hinir kristnu Armenar og Georgíumenn, höföu frá upphafi 19. aldar notiö rússneskrar „verndar”. Af tvennu illu, undirgefni viö keisarann eöa yfirráö hins „heiðna Tyrkja”, völdu þeir skárri kostinn, hinn kristna keis- ara. Auðveldur sigur á litlum fjallaþjóöum Eftir 1856 gat Alexander ótruflaöur snúiö sér aö Kákasus-þjóöunum. Fjallabúarnir böröust hetjulega, en Framhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.