Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Qupperneq 3
Kristjan Karlsson: Við Viðeyjar- sund I Ég óttast lausnir, og lokaðan hring, ég lifi í september árið um kring. Ég reisi mér brú sem hvelfist hátt, úr hugmyndum augans, á sundið blátt; blátt er formlaust, ein formleg önd, fagurbrún, tengir ey og strönd. II Ég er gestur íjúlí, gengiö vor grábleikt þéttist um Ijóðsins spor. Dagurinn strýkur burt gult eftir grátt: grasið íeynni um tíu er blátt; daktýllinn rauður og rásin gul renna í hvarf undir norðankul. III í sannleik er febrúar himinn og haf, hafskipið sökkur í skýjakaf; sama skip eins og heldur heim í hugmyndum vorum af ströndum tveim. Og grænlituð hugmynd sem hniprar sig á helgráum bletti við fjörustig. IV Dagurinn tæpasti tærðri hönd táldregur, samlitar ey og strönd desemberljósið er létt og hart að leikslokum þéttist blátt í svart; dagsmyrkur: tíminn er helsvört hönd og hringur og lokast um ey og strönd. V í apríl er myrkviðrið meyrt en kalt marblátt í rendur og bragö þess salt dagsljósið ofsi og Ingileif augnablik tvístrast á víð og dreif glitskeljabrotin um flúð og fles flykkjast í hvolf yfir Akranes. VI Nóvember hrynur í hrím um fót, húsið er lágreist og seigt þess grjót höllin er svimhá og brún og ber, brúnn merkir stökkur í nóvember húsiö er múrverk og meðaltraust merkingarlaust eins og grænn um haust. VII Plóman er blá, og húsið er hlýtt, Hallvarður gránar og lítur út; landið er vogskorið, grátt og grýtt. Dagsljósið raknar úr hörðum hnút; hárlokkar Ellu; og kliöar strítt þvert yfir rúmiö á rauöan klút, plóman er blá og purpuralit, pappírsblaðiö er langt og hvítt, sægrænn ilmurinn yöur í vit. Þegar gengiö er eftir Aöal- stræti sjá menn stórt skilti í rauðum, hvítum og bláum lit, sem á stendur: „Plains, Georgia, heimili forsetans. Skilti þetta stendur skammt frá jarðhnetuakrinum og jarö- hnetusafninu. í heitu veöri streyma ferða- menn úr áætlunarbílum, einka- bifreiöum og hjólhýsum og kaupa þar öskubakka og boli, „Billy“-bjór og veggspjöld, og fara svo í 2 og V2 dals ferö meö jaröhnetulest Billy Carters, gerfi-járnbrautarlest, sem ekur um alla sögulega staöi í heima- borg Jimmy Carters. Borgin Plains, sem er í 150 mílna fjarlægö frá Atlanta í hjarta Suöurríkj- anna — íbúarnir eru 682 — er oröin bæöi minnisvaröi og tákn Carters. Fyrst Jimmy Carter tókst að ná svo langt úr smábæ á hjara veraldar liggur íaugum uppi, aö „bandaríski draumur- inn“, um aö allir geti hafist af eigin rammleika, er enn viö lýöi. Á skiltinu viö Aöalstræti og í fyrir- lestri leiösögumannsins er þess hins vegar ekki getiö, aö í Plains, Georgia, býr líka fólk eins og Louis og Magnolia Brown, Davey Hunt, Mamie Thomas, Oelama White og Lassteer-fjölskyldan. Þetta fólk býr í hreysum og þar hefur eiginlega ekkert breytzt í 75 ár. Bandaríski draumurinn er jafnfjarlæg- ur því og plánetan Mars. Varla skepnum bjóðandi Manni finnst ósjálfrátt aö smá- hnykkur nægöi til aö fella þessi hrörlegu hreysi til jarðar. Enginn bóndi heföi húsdýr sín í svona kofum. Jafnvel stjórnin í Suður-Afríku blygðaöist sín fyrir aö hýsa svertingjana í hreysum sem þessum. Á sumrin er óþolandi heitt þarna inni, en ískalt á vetrum, þó aö þarna sé sjaldan kuldasamt. Viðarkofarnir eru einangraöir meö pappa, þegar best lætur, og fyrir mörgum gluggum er annaö hvort plast eða í þá er troðiö tuskum eða pappír. Húsin eru oft klædd meö tjörupappa, sem á hafa veriö límdar múrsteinseftirlíkingar. Flest þökin eru úr bárujárni. Þaö er hálfgert áfall aö sjá þessi hús, því aö fólk er ekki þessu viöbúið þarna í Georgíu, en þar er moldin dökkrauð, skógarnir grænir, falleg Carter hefur áhyggjur af fátæklingum og undirokuöum í öörum lönd- um, en minni áhyggjur af kofa- fólkinu í Plains. Þar rak hann fjölskyldu úr hreysi á landar- eign sinni, án þess aö hiröa um, hvort þau heföu annan samastaö. Grein úr Observer eftir Robert Chesshyre. jaröhnetutré, villt blóm vaxa alls staö- ar og fuglarnir syngja í trjánum. í fyrstu er nær ómögulegt aö segja, hvort þessi hús séu byggö eöa standi auö í niöurníöslu. Patsy Merritt býr ásamt hundi sínum, Punkin, í fimm mílna fjarlægö frá hjarta Plains. Hún býr þar í gluggalausum, ómáluðum kofa. Ein súlan, sem hélt uppi veröndinni, er fallin, og þar er gapandi bil milli reykháfs og útveggjar. Viöur brennur í ofni á miöju gólfinu, og frú Merritt, sem er lotin og gigtveik, hitar þar vatn í þvottinn sinn. Hún verður aö sækja vatn í brunn handan götunnar og þaö er ekki rafmagn í hreysinu. Heimili Patsy Merritt gæti minnt á heimili þræla í „Á hverfanda hveli“, ef ekki væru þar niöursuðudósir og bögglaöar gosdollur. Frú Merritt er ólæs og veit ekki, hvaö hún er gömul, né hve lengi hún hefur búiö í kofanum. Hún strauk frá „vondri" stjúpmóöur, þegar hún var fjórtán ára, og hefur unniö alla ævi sem vinnukona hjá Hagersonfjölskyld- unni, sem á heima í fallegu, nýtízku- legu húsi skammt frá. Þar er fallegur garöur, róla úti á túni, og nýir bílar í innkeyrslunni. Ung, svört þjónustustúlka gekk niöur stíginn til aö tæma póstkassann. Hún leit varla yfir til Patsy Merritt og þaö er vafasamt, aö hún hafi hugleitt mismuninn. Aö baki heimilis Hager- sons er vélvæddur bóndabær meö glansandi nýjum dráttarvélum og vöru- bílum og háreistum hlööum. Framhald á bls. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.