Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.08.1980, Page 11
Gúmmífroskurinn Eitt laugardagskvöld vetrar sat Tóti á bás í kjallaranum í Klúbbnum. Hann var klæddur blárri peysu og Ijós yfirlitum. Sætin voru mjúk og bólstruð meö rauöu pluss, bökin há. Á boröi var glas meö grænum drykk, öskubakki með krumpuðum sígarettustubbum, hringir eftir glös, og yfir svartur Ijósa- skermur í laginu eins og kínverskur hattur. Úr litlum hátölurum barst róleg tónlist en ómur af rokkfonlist af næstu hæö fyrir ofan. Nokkrar hræöur stóöu viö barinn. Barþjónninn var rauö- hæröur og vildi hártoppurinn leita ofan í andlitiö, ööru hvoru þurrkaöi hann af barboröinu. Valli, þrekinn, dökkhæröur strákur í svörtum leðurjakka, settist við hlið Tóta og var meö kúffullt glas. „Ég sé aö þú ert meö dúndrara/ sagöi hann. „Einhvernveginn veröur maöur aö fá hugrekki." Valli hló. Stúlka tók tóm glös af boröinu, losaði öskubakkann, og strauk yfir þaö meö rakri tusku. Glösunum haföi hún raöaö hvert ofan í annaö og var komin meö háa stöng. Hún fór yfir aö næsta boröi. „Nú verður þú ekki með neina feimni í kvöld, og nærö þér í stelpu,” sagöi Valli. „Ég vona það,“ sagöi Tóti. Tvær stelpur meö handtöskur og glös settust gegnt þeim, kveiktu sér í sígarettum, krosslögöu fætur og töluöu saman í hálfum hljóöum. Önnur var í hvítum bol og sást í fellingu á maga hennar. Valli gaf Tóta olnbogaskot og hvíslaöl: „Viö reynum við þessar.“ Tóti gretti sig. „Viö hvaö ertu hræddur,“ sagöi Valli. „Æi, ég veit ekkert hvaö ég á að segja. Hef engan persónuleika." „Vertu bara eins og þegar viö erum tveir, segjandi brandara og svoleiðis. Ekki fara í baklás.“ „Ég þarf aö fá mér annað glas.“ „Láttu eki svona, bjóöum þeim upp í dans.“ „Ég kann ekki aö dansa, roöna bara og svitna.“ „Geturöu ekki dansaö indjána- dansinn þinn.?“ „Æi, þaö er svo bjánalegt." „Þaö dansar hver eftir sínu höföi. Ókei, ókei. Ef þú vilt ekki ná þér í stelpu, þú um þaö.“ Valli fékk sér slurk af glasinu og kveikti í sígarettu. Tóti fór á barinn. „Tvöfaldan Vodka og einfaldan piparmintulíkjör.“ Tóti bætti vatni út í drykkinn og þá hringlaöi í ísmolum. Er Tóti kom aftur aö básnum sat stúlkan á bolnum þar ein, meö hendur í kjöltu sér. Tóti vissi aö Valli haföi boöiö hinni upp í dans. Hann settist og gaut augum tii stelp- unnar. Hún horföi á móti. Tóti leit undan og fékk sér sopa, fann sætan og kaldan drykkinn fríska munninn, svo horföi hann upp í loftiö. Hann langaði til aö spyrja hana hvernig henni fyndist tónlist- in en hann þoröi þaö ekki. Sviti spratt fram á enni hans. Eftir drykklanga Smásaga eftir Ásgeir Þórhallsson stund stóö stúlkan upp og fór. Tóti varö nlöurlútur. Srfellt fleira fólk kom inn, þröngt var aö komast leiöar sinnar og skrokk- arnir drukku hljóðið í sig frá hljómsveit- inni á næstu hæö fyrir ofan. Þykk reykjarsvæla fyllti andrúmsloftiö og mannamál blandaðist tónlistinni. Á hverjum reiti voru stelpur, sumar meö strákum, stundum tvær og tvær sam- an. Tóti röflaöi viö klósettvöröinn. Klukkan tvö kviknuðu Ijós, dyra- veröir báöu fólk aö drífa sig og starfsfólk byrjaöi aö setja stóla upp á borö. Tóti brá sér í frakka og hnýtti á sig trefil viö fatahengiö. í anddyrinu var fólk aö setja upp húfur. Strákur lá á gólfinu og kúgaöist. Tóti slagaöi gegnum mannþröngina í átt til útidyranna. „Tóti,“ var kallaö aö baki hans. Þaö var Valli ásamt tveimur stelp- um og einum strák. Valli hélt utan um aðra stelpuna, þetta voru ekki þær sömu og þeir höföu hitt ofan í kjallara. „Ég er búinn aö leita aö þér um allt. Hvar hefurðu haldiö þig, maöur?“ Tóti yppti öxlum. „Þessi stelpa ætlar aö keyra jepp- ann hans Óskars,“ sagöi Valli og klappaði á öxl stúlkunnar. „Ég er Óskar í vatninu," sagöi gaur og datt utan í dyrakarm. „Viö förum í partý.“ Fólk haföi safnast saman fyrir utan og flöskur voru á lofti. Þaö snjóaöi og þykk snjóbreiöa lá yfir jörö, háir hryggir voru á götum. Þau fóru út og ruddust í gegnum mannþyrpinguna. Bílhuröum var skellt og sumstaðar voru handalög- mál. Lögreglubíll rann í hlaöiö og lög- regluþjónar sóttu spriklandi strák í anddyriö. Á bílastæði skammt frá opnaði Óskar Toyotajeppa meö gráu járnhúsi. Þau fóru öll inn, stúlkan settist undir stýri og Óskar setti í gang. Lágvaxinn strákur bættist viö. Stúlkan sem stýrðl haföi titrandi röddu en sú sem sat aftur í, andspænis Tóta, var grönn, meö framstæðar tennur, stuttan topp og kyssilegar varir. Á gólfinu var varadekk, rykug skófia og olíusmitaö reipi. Brennivínsflaska sem kóki haföi verið blandaö út í var látin ganga. Tóta sveiö undan sopanum. Ur kassettusegulbandi heyröist Bob Marley endurtaka sömu setninguna. Stúlkan sté á kúplinguna en Óskar skipti um gír. Vegna snjódrífu sást varla fram fyrir bílinn. Jeppinn hossaö- ist. Numiö var staðar fyrir framan hús þar sem stór tré hlaöin snjó stóðu í garðinum. Brúnn Scoutjeppi var fyrir utan fullur af fólki. Út úr bílnum sté strákur meö gleraugu og heilsaði Óskari kátiega. Söngur var í jeppanum. Skipst var á sjússum. Brúni jeppinn for. Partýiö var í tveggja herbergja íbúö í kjallara þar sem bunga var á gólfinu. Valli og stelpan fóru inn í eldhús og hún settist í kjöltu hans. Hin fóru inn í stofu, þar sem var snjáöur sófi, heimasmíö- aö sófaborð, rósótt gólfteppi. Út í horni var djúpur kassagítar. „Veriö eins og heima hjá ykkur,“ sagöi sá lágvaxni og lagöi landa og kók á boröiö. Menn blönduöu sér í glas, kókiö gaus er þaö sameinaðist landanum, undarlegt rammabragö var af drykknum. SJÁ NÆSTU SÍÐU ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.