Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 3
Ekiö um Vestfirði og gist hjá Jónasi Anna María Þórisdóttir Töluverð lífsreynsla er þaö fyrir konu, sem löngum situr á sama rassinum suöur í Reykjavík, aö aka um Vestfirðina. Þar eru leiöir milli byggðra bóla allhrikalegar. Ýmist er ekið yfir heiðar, 400—700 m yfir sjó, þar sem snjóa leysir sjaldnast yfir sumariö eöa undir snarbröttum grjót- eöa klettahlíöum, þar sem manni finnst, aö búast megi viö grjót- eöa klettahruni á bílinn á hverri stundu. Ekki draga nafngiftir þessara leiöa úr hrikaleikanum, t.d. Banahlein noröan Bíldudals og Ófæra noröan Hnífs- dals. Sannast aö segja móögaöist ég, þegar ég sá, hvaö veriö var að gera viö peningana okkar í botni Önundar- fjaröar. Þar er verið aö smíöa a.m.k. tvær stórbrýr, sem stóöu á þurru þá stund, sem viö ókum þarna um, fljótt á litiö til þess eins að stytta veginn um örfáa kílómetra. Ég blaðraöi um þetta við fólk, þegar heim kom, þangaö til brottfluttur Vestfirðingur benti mér á, aö þarna kynni aö vera mikil snjóakista á vetrum. Sá ég þá, að bezt er fáfróöum aö þegja. Við hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem allt ætlar um koll aö keyra ef snjór veröur meiri en ökkladjúpur, getum varla ímyndaö okkur vetrarrík- iö á þessum afskekktu stööum, samgönguerfiöleikana og snjóflóöa- hættuna. Mikil breyting í samgöngu- málum hefur flugið verið fyrir Vest- fjaröakjálkann. En innan um allan hrikaleikann leynast hinir fegurstu og Ijúfustu staðir eins og t.d. Norðdalur innaf Trostansfiröi. Hann mætti kalla Para- dísardal. Þar er allt kjarri vaxið frá botni og upp undir fjallabrúnir, a.m.k. aö norðan, í Noröfjalli. Innst í dal- botninum fellur á niöur fjallshlíðina í fossum, stall af stalli og í suðaustri blasa yfir dalnum hinar skringilöguöu Hornatær. Fyrir þann, sem ekki kynntist öörum fjörusandi en gráum í bernskutíö, er hreinasta ævintýri aö sjá litadýrðina í sandinum á Vest- fjarðakjálkanum. í Örlygshöfn er hann heiðgulur, hvítur á Hvallátrum, en bleikur í Breiöuvík. Viö Arnarfjörð og ísafjaröardjúp leit ég líka í fyrsta sinn grængulu melasólina og hélt í fyrstu, aö þetta væri útlendur valmúi, sem heföi sáö sér út frá mannabústöðum. Tilkomumikið var á sólbjörtum sumardegi aö standa viö útsýnis- vöröu viö Ögur og viröa fyrir sér sólglitrandi ísafjaröardjúp, eyjarnar Vigur og Æðey, Snæfjallaströndina meö háa fossinum, Möngufossi, kirkjustaönum Unaðsdal og Kaldalón meö skriðjökul úr Drangajökli aö baki. Aö lokinni ferö um Vestfirði var haldiö til Noröurlands — og gist hjá Jónasi. Viö slógum upp tjaldi á litlum grasbala við á austan vegar, en viö okkur blasti bærinn á Hrauni og Hraundrangurinn hái og tignarlegi, sem bendir til himins eins og risafing- ur. Kvöldinu var varið til gönguferöar upp á einn af háu hólunum, sem fylla hálfan dalinn. Ætlunin var aö vita, hvort viö sæjum glytta í Hraunsvatn í hvilftinni sunnan og ofan viö Hrauns- bæinn, þar sem unnir luku föðuraug- um fyrir Jónasi saman. Þaö tókst þó ekki af þeim hólnum. En ég sá þarna allt, sem Jónas nefnir í Dalvísum: fífilbrekku, grösuga hlíð meö berja- lautum, flóatetur, fífusund, bunulæk, heyjavöll, himinhá hnjúkafjöll og hamragarða. Og svo sannarlega sá eg fossinn gljúfrabúa, sem ég kýs að skrifa meö litlum staf, því aö ég álít, aö meö því aö minnast hans, hafi Jónas átt viö samnefnara allra þeirra fossa á íslandi, sem kalla má gljúfra- búa og mér finnst alveg fáránlegt, þegar veriö er að berjast viö aö sanna aö í Ijóðinu ætti Jónas viö Gljúfrabúa suöur í Fljótshlíð. Nei, auövitaö talar Jónas þarna um bernskuvin sinn af heimaslóöum, sem ég var sannfærö um aö ég horfði á þetta sumarkvöld, falla hvítan ofan í gilið í hamraþröngum. Líka var þarna komin hríslan hans Páls Ólafssonar, ofurlítil iögræn birki- hrísla, sem óx við fossbrúnina og laugaði sig í fossúöanum. Næturský skýldu ástarstjörnu yfir Hraundranga, þegar við gengum til náöa í tjaldinu viö bakkafagra á í hvammi. Ég hef alltaf trúaö því, aö tignar- lega náttúrusmíöin fyrir ofan Hrauns- bæinn væri engin tilviljun, heldur væri þarna í rauninni risafingur, sem benti til lofts og segöi á þöglu máli. „Sjáiö, hér fæddist Jónas,“ og heföi beðiö eftir þessu hlutverki sínu frá ómunatíö. Ef til vill ættu allir aö staönæmast, sem þarna fara um, fara út úr bílnum og láta þögn og tign þessa staðar seytla um sig þó ekki væri nema stutta stund. Ég tók líka eftir því á þessu sumarferöalagi, að náttúran hefur á öörum stað merkt fæöingarstaö ann- ars mikils íslandssonar, Jóns Sig- urðssonar. Þar á ég viö tignarfagran Fjallfoss í ánni dynjandi, sem blasir viö frá Hrafnseyri viö Arnarfjörö. Sveinbjörn Beinteinsson GÁTA Fokskýjadreifar á ferö um nótt, fögnuöur manns í draumi. Oröafegurö og ekkert Ijótt, ólgandi líf í straumi. Oddhvassir morgnar við upphaf dags, yddir aö hvörfum nætur. Hógvær andi sem leitar lags, logn eftir storm og þrætur. Ljósir straumar og lax viö foss, leitar og sækir hærra. Önnur stund fyrir kynnis koss, kvöldljósið miklu skærra. Dagur kom eftir draum og spekt, dimman er farin héðan. Spurt er aö sökum í sinni nekt, segjum lítiö á meöan. Andheitur dagur af alda rót, örlagadraumur um vini. Skrikaö í spori viö skuggamót, skynjun frá ööru kyni. Maöur og tími viö málstað sinn merkingu Ijóðsins greina. Hugur og dagur til orðsins inn athygli vilja beina ílengjast munu þá morgunstund myndir kynlegrar nætur. Svipljóðiö eftir þann fagnaösfund fagurt í eyrum lætur. Nótt gefur degi draum og vin, dregur upp myndir í hljóði. Minning lesin við morgunskin, máttug í sínu Ijóöi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.