Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 10
„Islenzkur arki- tektúr er ekki nógu mannlegur. Hann er of vél- rænn; reglu- stikan ræður of miklu, en vantar á, að tillit sé tekið til hins mannlega mælikvarða/4 óþægilegu þjóöfélagi. Viö byggjum of hratt, vöndum okkur ekki nóg, — hvorki viö skipulagið í heild, né heldur hönnun húsa og byggingu þeirra. Það er einfaldlega aldrei nógur tími til aö vanda sig. Ýmislegt fleira mætti telja upp. Til dæmis það, aö viö ofnotum ýmis byggingarefni, svo sem steypu, ál eöa garðastál. Þetta leiöir af sér tilbreyt- ingarleysi og kannski er tilbreytingar- leysiö einmitt þaö versta. Ég tel mig dómbæran um vinnu- brögö; hvort þau séu góö eöa slæm. Aftur á móti vil ég síður ræöa um, hvort hús séu falleg eöa Ijót, — mat á því er svo einstaklingsbundiö. í því sambandi er ekki úr vegi aö koma á framfæri, að ný hús ætti að gagnrýna í blöðum á sama hátt og sýningar og konserta. Líklega væru listfræðingar eöa áhugamenn um arkitektúr bezt til þess falinir aö skrifa þesskonar gagn- rýni, en aftur á móti hæpið að láta einhvern úr stétt húsateiknara ráöast í þaö. Já, þaö er þetta með tímaleysiö. Hér er alltof mikið af'því sem viö getum kallaö „rubb“, og mest fer fyrir þeim húsum, sem hefur einhvernveginn ver- iö rubbaö upp. Fari maöur aö leita aö vönduöum vinnubrögðum, þá sjást þau helzt á íbúöarhúsum, og sumum opinberum byggingum." „Mundir þú gera ráö fyrir skreyt- ingum utanhúss og innan, ef þú teiknaöir meiriháttar opinbera bygg- íngu?“ „Já, ég mundi gera þaö, enda er þaö samkvæmt gildandi lögum, að 2% af byggingarkostnaði fari til listskreyt- inga. Þaö hefur bara því miöur farizt fyrir aö framkvæma þessi lög." „Séröu framá breytingar í bygg- ingartækni og byggingarefnum í ná- inni framtíð?" „Já, ég tel að breytingar séu fram- undan. Til dæmis eru timburhús aftur aö ryöja sér til rúms, — og þá á ég viö timburhús, sem byggö eru úr eining- um. Líklega hefur þaö haft sín áhrif, þegar tilbúin timburhús voru flutt inn frá Noröurlöndum vegna Vestmanna- eyjagossins. Ég held að við munum í framtíðinni sjá meira af torfþökum og ég er því mjög fylgjandi aö torf sé sett ofaná járn og/eöa sérstaklega lakkaöan pappa. Sæmilegur vatnshalli veröur þá aö vera fyrir hendi, en viöhaldiö ætti ekki aö veröa erfitt. Heppilegur halli undir torf getur verið allt frá 5 og uppí 45 gráöur; þá er hallinn orðinn jafn því sem gerðist á torfbæjunum. Grasivaxiö þak mundi gera margt húsiö eitthvaö vingjarnlegra og þaö er einmitt þetta, sem mér finnst aö íslenzkum arkitek- túr: Hann er ekki nógu mannlegur. Hann er of vélrænn; reglustikan ræöur Að ofan er sú hliöin, aem snýr aö Grensásvegi, en aö neöan sú sem snýr aö Hæöargaröi. Jafnframt sést á efri myndinni sá hluti hússins, sem hæstur er, en á þeim báöum sést vel sá fjölbreytileiki í útliti, sem einkennir þetta byggingarverk og greinir þaö frá meiriparti sambýlishúsa í borginni. Hér eru nýttir kostir einbýlis og sambýlis, og má segja, aö hér sé á ferðinni nýsköpun sambýlisformsins. Reynslan, sem fengin er, þykir góö. En þaö er dæmígert, að þrátt fyrir þaö hefur ekki frétzt að byggingaraðilar séu með neitt svipaö á döfinni, eöa hafi yfirhöfuö áhuga á þessu. Kassarnir eru víst fullgóðir handa okkur. of miklu, en vantar á, aö tillit sé tekiö til hins mannlega mælikvaröa." „Er þá um aö kenna gallaöri skólun þeirra, sem teikna hús og skipu- leggja?“ „Eg held varla, að skólunum veröi um þaö kennt, — þaö ber bara vott um skort á sköpunargáfu, eöa ímynd- unararafli, þegar árangurinn veröur eins og dæmin sanna. Þegar til lengdar lætur, held ég aö ekki mundi kosta meira aö hanna hlutina á manneskju- legri hátt, en umhverfiö hefur marg- háttuö áhrif á samskipti fólks; til dæmis á hegðan unglinga. Svo sparn- aöurinn getur veriö dýrkeyptur. Félagsleg áhrif umhverfis eru hafin yfir vafa og kannski má rekja til þeirra, þegar unglingar veröa gripnir skemmdaræöi; troöa niöur blómabeö og brjóta hríslur eins og átt hefur sér staö í sumar. Húsbyggjendur eru kröfuharðir um frágang innanhúss. Og þeir gera gjarnan kröfur um fallegt útsýni; veigamikiö er til dæmis aö sjá til fjalla. En þeim stendur meira á sama um næsta umhverfi, enda mætir þaö oft afgangi. Eitt af því sem einkennir íslenzk byggingarmál er ofskipulag. En sökin liggur ekki öll hjá þeim, sem fram- kvæma skipulagiö, heldur einnig hjá stjórnmálaöflum, fjármálaöflum og embættismönnum. Svo bendir hver á annan: Enginn er ábyrgur, en skuldinni er skellt á hönnuöina. Gagnrýni í blöðum á húsageröarlist og umhverf- ismótun væri ugglaust til bóta, þó ekki væri nema til aö hrinda af staö því almenningsáliti, sem kannski dugar eitt til aö hrófla viö stjórnmálamönnunum.“ G S

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.