Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 11
Efnilegur sonur hraustur og heilbrigöur. Og konunni þinni líöur vel.“ „Gott!“ Faðirinn sneri sér viö og gekk aö rúminu, þar sem konan hans lá. Hann hafði einkennilegt, reigings- legt fas, — hraöar, snöggar, losara- legar hreyfingar. „Jæja, Klara," sagði hann og brosti bak viö skeggiö. „Hvernig gekk þetta?“ Hann beygöi sig niður til aö líta á barnið. Hann beygöi sig meir og meir, meö hrööum, snöggum, losara- legum hreyfingum, þangaö til andlitið á honum var komiö hér um bil ofan í barnsandlitið. Konan lá á hliðinni og horföi á hann. Það var undarlegur biöjandi svipur í augunum. „Hann hefir alveg ótrúlegt lungnaþol," sagöi kona kráareigand- ans. „Þú heföir átt aö heyra öskriö, þegar hann kom í heiminn!“ „En drottinn minn dýri, Klara...“ „Hvaö, vinur minn?“ „Þetta barn er enn minna en Ottó var!“ Læknirinn tók kipp og gekk aö rúminu. „Þaö er ekkert aö þessu barni,“ sagöi hann. Faöirinn rétti hægt úr sér og leit framan í lækninn. Hann virtist sleginn og hálfringlaöur. „Þaö er ekki til neins aö vera að skrökva, læknir,“ sagöi hann. „Ég veit, hvaö klukkan slær! Þetta fer eins og þaö hefir fariö hingaö til.“ „Nú hlustar þú á mig!“ sagöi læknirinn. „En veizt þú, hvernig fór með hin börnin, læknir?“ „Þú veröur aö gleyma hinum börnunum. Nú skaltu gefa þessum dreng tækifæri til að lifa.“ „En svona lítill og veikburða. ..“ „Góði maöur, barniö er nýfætt!" „Mér er sama...“ „Hvaö ertu eiginlega að reyna aö gera? Ertu aö reyna aö tala hann ofan í gröfina?!“ æpti kona kráareig- andans. „Nú er nóg korniö," sagöi læknir- inn hvasst. Móöirin var farin aö gráta. Lík- ami hennar skalf af ekka. Læknirinn lagöi höndina á öxl eiginmannsins. „Vertu góöur viö hana,“ sagöi hann, „reyndu það, þaö hefir allt aö segja!“ Svo þrýsti hann á öxlina, sem hann hélt um og ýtti manninum aö rúminu aftur. Hann hikaði. Læknirinn kleip í öxlina og gaf áköf merki með fingrunum. Loks beygði maöurinn sig, ófús, og kyssti konu sína létt á kinnina. „Svona, Klara,“ sagöi hann, „hættu nú að gráta.“ „Ég er búin aö biöja svo, aö hann fái að lifa, Alois.“ „Já.“ „Mánuöum saman hefi ég fariö í kirkju á hverjum degi og beöiö á hnjánum, aö þessu barni veröi leyft að lifa.“ „Já, Klara, ég veit þaö.“ „Aö missa þrjú börn — meira þoli ég ekki. Skiluröu þaö ekki?“ „Auðvitaö." „Hann veröur aö lifa, Alois. Hann veröur, hann veröur — ó, guð, vertu honum miskunnsamur.. Sigrún Guðjónsdóttir þýddi. © hafa veriö veikasti hlekkur hátíöar- innar, enda hlaut þaö frábærar undirtektir. Um þessar mundir eru ýmis teikn á lofti, sem benda til þess aö ferill atvinnuleikhúss á Noröurlandi sé skyndilega á enda runninn; þetta hafi einungis verið snertiróður og bátnum verið ráöið til hlunns. Það vekur athygli, aö engir blása í lúöra, er svo átakanlegt slys gerist í menningarþjóðfélagi. Auövitaö hefur leikhúsið ekki siglt ístrand að ástæöulausu og sennilega er næsta auðvelt fyrir sérfræðinga aö ráöa þá gátu, hver mistök hafa orðið. Hér er ekki um tröllaukið fyrirtæki að ræða eins og Flugleið- ir. íslendinga skortir ekki sérfræð- inga og virðast sífellt leiknari í að notfæra sér þá. Því kemur mér spánskt fyrir sjónir, ef menn þurfa að velta lengi vöngum yfir þessu slysi, án þess að nokkuð verði að gert til úrbóta. Það er skipulagt umfangsmikið starf á vegum ís- lenska ríkisins til þess að vernda Menningarslys Um langan aldur hefur leiklist veriö iðkuð í höfuðstað Norður- lands, Akureyri. Þar hafa ýmsir hæfileikamenn lagt hönd á plóg og unnið ómetanlegt menningarstarf. Ég vil ekki nota lýsingarorðið fórnfúst, vegna þess að þetta fólk leit alls ekki á framlag sitt sem fórn, heldur naut þess miklu fremur að hrærast í heillandi heimi Thalíu í tómstundum sínum. Sjaldan voru sýningar með öllu hnökralausar, en ósvikin leikgleði bætti þá um það, sem miöur fór. Þarna starfaði fólk af ýmsum stéttum og að loknum vinnudegi lagði þaö á sig að æfa leikrit langt fram á nótt, án þess að hugsað væri um önnur laun, en ánaegjuna. Ýmis nöfn koma fram í hugann, þegar litið er um öxl til þeirra ára, sem Leikfélag Akureyrar var áhugamannafélag. í þeim hópi voru menn, sem kunnu vel til verka og höföu jafnvel hlotið umtalsverða leiklistarmenntun eins og Jón Noröfjörð bæjargjaldkeri, sem forðum haföi siglt til Kaupmanna- hafnar og stundað nám við skóla Konunglega leikhússins. Hann var mikill listamaður og það sama má segja um Ágúst Kvaran fyrrum stórkaupmann, sem var bæði snjall leikari og mikilhæfur leikstjóri. Þá má geta fjölhæfra leikkvenna eins og Svöfu Jónsdóttur og Sigurjónu Jakobsdóttur. Ýmsir þjóökunnir leikarar hófu feril sinn á sviði Samkomuhússins á Akureyri, t.d. þau Haraldur Björnsson og Emelía Jónasdóttir, sem síðar léku hjá Leikfélagi Reykjavíkur og í Þjóö- leikhúsinu í áratugi. — Ennþá er saga þessa merkilega félags óskráð, en mér er kunnugt, að Haraldur Sigurðsson bankagjald- keri á Akureyri hefur um langt skeið viðað að sér kynstrum af heimildum og mun væntanlega vinna úr þeim þá litríku sögu, sem leiðir gleggst í Ijós, hversu gildur þáttur í menningarsögu Akureyrar og nágrennis hennar Leikfélagið hefur löngum verið. Þaö þótti ekkert undur, að upp úr þeim jarðvegi, sem þannig hafði verið erjaöur af brennandi áhuga og alúð, sprytti fullgilt atvinnuleik- hús. Það fór af staö fyrir nokkrum árum og flest benti til þess, að þeir sem áttu að njóta, þyrftu engu að kvíða. Engin vandkvæði voru að fá vel mennt hæfileikafólk til þess að veita stofnuninni forstöðu og álit- legur hópur leikara hefur starfað viö leikhúsið og virst una aöstæö- um í gamla samkomuhúsinu. Þar hefur verið ráðist í fjölþætt verkefni frá ýmsum tímum og náðst árang- ur, sem vakið hefur veröskuldaða athygli. Þaö bar jafnvel við, að höfundar væru fengnir til þess að skrifa fyrir leikhúsið, t.d. Jökull Jakobsson og Oddur Björnsson. Þá er þess skemmst að minnast, að á Listahátíð í Reykjavík 1980 sýndi Leikfélag Akureyrar leikrit, Beðið eftir Godot, og mun það ekki náttúru landsins, og stórum upp- hæðum er eytt til breytinga á fræðslukerfinu. Læðist stundum að manni sá ónotalegi grunur að þar sé oft breytt breytinganna vegna. Þá eru gömul mannvirki endur- byggð og varðveitt. Á Akureyri hefur verið unniö athyglisvert starf á því sviði. M.a. hefur elsta hús bæjarins, Laxdalshús, verið gert upp og Minjasafnió verið stækkað og eflt. Þar rís einnig geysimikil íþróttahöll, svo hægt verði að sprikla og keppa við bestu aðstæö- ur. Ekki verður að því fundið, en óneitanlega læðist að ýmsum sú hugsun að ennþá geta gerst at- burðir, sem rifja upp erindi Steins Steinarrs: „ Vor saga geymir ýmsan auman blett, sem illa þolir dagsins Ijós aö sjá. Og það mun margan undra, ef aö er gætt, hve íslensk menning reyndist stundum smá. “ Þarna er ort um liöna sögu, en þegar menningarslysið á Akureyri er haft í huga, þá sýnist þó hægt að snúa erindinu um skáldið í Bólu upp á líðandi stund, en öllu erfiðara verður að taka undir upphaf loka- erindisins: „En flest er breytt og fært í nýrra horf og fólkið mannast óðum norður hér... “ Bolli Gústavsson í Laufási.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.