Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 6
í Lesbók 6. sept. sl. birtist grein eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur um Nínu Tryggvadóttur listmálara. Þar rif jaði hún upp gömul kynni og nú hefur hún dustað rykið af samtali, sem hún átti við Nínu veturinn 1941 og bregður það bæði ljósi á hugmyndir Nínu og viðhorf, sem þá voru að ryðja sér til rúms. fyrir 39 árum Umhverfiö er loftherbergi meö lág- um, breiðum glugga, húsgögnin eru svört af ýmsum geröum, t.d. hornbekk- ur búinn til úr ölkössum. Gluggatjöldin og bókahilluforhengi eru úr Ijósum striga. Á bókaforhengiö er málaö meö svörtum lit eftr fornegypskri fyrirmynd. Ofan á bókahillunni er keramikvasi meö penslum, einnig stafli af bókum um myndlist og myndir af listaverkum. Á skrifboröinu eru teikniáhöld, rissblöö og leirkrukka meö blómum. Veggirnir eru þaktir málverkum og teikningum. Ennfremur eru málverk strengd á grind eða samanvafin á gólfinu meðfram veggjunum. — Nína Tryggvadóttir, ung, grannvaxin stúlka Ijós yfirlitum hvílir á legubekk. Viö höfðalag legubekksins er bókahilla meö skáldritum, framar er stóll og á honum grammófónn. Nína er aö spila sónötu eftir Beethoven þegar bariö er aö dyrum. Þórunn (kemur inn): Sæl og blessuð Nína mín! Nína: Sæl elskan! Þórunn: Ég réöist meö hálfum huga til uppgöngu. Nú sé ég aö ég trufla þig ekki frá málaralistinni, en ef til vill er engu betra aö ónáöa þig í miöri sónötu. Nína: Þú kemur mátulega til aö njóta hennar meö mér. Ég reyni stundum aö sækja mér hressingu og þrótt í tónana, þegar ég hef spilaö um stund veitist mér léttara aö vinna. Þórunn: Þaö fer vel á því að listirnar styöji hver aöra. Nína: Geröu svo vel og fáöu þér sæti, eöa viltu kannski heldur leika lausu og grúska. Allt er þér frjálst. Þórunn: Þakka þér fyrir, hvaö þú getur mér nærri. Ég er einmit aö athuga, hvaö þú hefur unniö aö stríðsmyndinni þinni síöan ég var hér seinast. Ertu búin aö gefa henni nafn? Nína: Nei, er þaö nokkuð nauösyn- legt? Þórunn: Ef nafniö hitti naglann á höfuðiö segöi þaö, hvaö fyrir þér vakir með myndinni. Kjarni hennar væri þá samandreginn í heitinu og þaö lykillinn aö skilningnum. Þessar táknrænu myndir geta staðið í mörgum. Ef ég ætti aö lýsa myndinni mundi ég segja sem svo: Undir bláum, heiöum himni sé ég hrúgöld af vítisvélum, sumar þeirra hafa mannlega lögun og gasgrímur, en öll einstaklingseinkenni eru máð burtu og það gerir mannvélarnar hinum jafnar. Allt eru þetta drápstæki, sem bíöa þess aö vera sett af staö til aö tortíma og tortímast. Þetta er það, sem ég sé í myndinni. En hvaö vakir fyrir þér meö henni? Nína: Þetta, sem þú sérð. Þórunn: Hvaö gaf þér hugmyndina aö þessari mynd? Nína: Kyrrstööutímabiliö í styrjöldinni áöur en hiö örlagaríka áhlaup var gert á Maginotlínuna. Þórunn: Á þessi Ijósleiti múr meö kastalabrúnunum aö tákna víglínuna? Nína: Já. Þórunn: En skuggarnir, sem falla á múrinn, hinar kynlegu, reglubundnu hreyfingar þeirra — er þaö hrunadans heimsveldanna? Nína: Ekki svo fjarlæg tilgáta. Ég vil fáta þá tákna skugga hinnar blindu hringrásar böls og ógna, sem ofbeldi og hernaðarbrjálæði leiöir yfir heiminn. Þórunn: Mér kemur sú spurn í hug, þegar þú hefur minnst á jaröarbúa, hvort þú málir aldrei engla eöa aörar himneskar verur? Nína: Nei, þú veizt, aö ég svíf ekki um neina sæluheima til aö sækja mér viöfangsefni, ég er ákaflega jaröbundin. Þórunn: Ætli þaö, a.m.k. málaröu Á sama tíma og þœr Þórunn Elfa og Nína töluöu saman fyrír 39 árum, tók Vigfús Sigurgeirsson þessa myndröð af Nínu, þar sem hún er að mála mynd í vinnuherbergi sínu undir súö. Hún mun hafa nefnt myndina „Sunnudag", en fyrirsætan er Viggó bróðir hennar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.