Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 8
Vífill Magnússon arkitekt. .. heildarsvipur borgarinnar og b»ja yfirhöfuð, endurspeglar lífsviöhorf, sem gefur til kynna að við búum í afar stressuöu og óþægilegu þjóöfélagi.“ Tilram m tóht Við Hæðargarð og Grensásveg standa sambygg- ingar, sem skera sig frá öðrum og eru kærkomin tilbreyting. Þar eru á ferðinni nýjungar, sem vert er að gaumgæfa: listrænt útlit og um leið reynt að sameina kosti einbýlis og fjölbýlis. Gísli Sigurðsson ræðir við Vífil Magnússon arkitekt, sem er höfundur þessara athyglisverðu bygginga. í umfjöllun um íslenzkan arkitektúr síðari tíma, hefur komið fram, að mönnum þykir ærið lágt risið í þeirri listgrein og aö eftirkomendur okkar veröi að gjalda fremur en njóta þess umhverfis, sem skapað hefur verið á teikniboröum arkitekta. Reyndar er vafasamt, ef ekki fráleitt, að sumar tegundir húsateikninga eigi nokkuð skylt viö list, en það er önnur saga. En þegar mikiö ber á óánægju, veröur umfjöllunin æöi oft í þá veru, að nöldur og skammir sitja í fyrirrúmi, en gleym- ist aö geta þess, sem vel er gert. Fyrir hálfu öðru ári átti ég sæti í dómnefnd, sem sett var á laggirnar í því skyni aö vérðlauna athyglisveröar byggingar síðustu tíma. Meðal þeirra byggingarverka, sem fengu „honorable mention", eða komust á blað í virð- ingarskyni, var sambygging, eða sam- byggt hverfi íbúðarhúsa viö Hæöar- garö og Grensásveg. Höfundur reynd- ist vera Vífill Magnússon arkitekt. Þarna var brotiö uppá nýjung; íbúðir af ólíkum stærðum byggöar saman kring- um garð og eins og fram kemur af myndunum, er útlitiö meö öðrum hætti en tíökast hefur hér. Á sólbjörtum sumardegi, þegar myndirnar voru teknar, kom í Ijós, að enginn var heima neinsstaöar í íbúöunum, utan tvö lyklabörn. Sem sagt: Svefnbær í miöri Reykjavík, allir að vinna utan heimil j og húsmæðurnar líka. Seinna hitti ég Vífil Magnússon að máli og spurði hann þá, hvaö hann kallaði þetta byggingarform. „Omar Ragnarsson hefur kallað það Vífillengju. Ég veit annars ekki um neitt sérheiti á þessu byggingarformi. Þetta eru alls 23 íbúðir, frá 60 fermetrum uppí 140 og allar eru þær samtengdar nema tvö einbýlishús og allar mynda þessar íbúöir hring utanum opiö svæöi, sem verður sameiginlegur garð- ur og leikvöllur fyrir börn. Margar íbúöir hafa sér inngang, en inngangar eru samtals átján.“ „Stundum hefur þessi húsaklasi varið nefndur mexíkanska þorpið. Hefurðu einhverja ákveðna fyrirmynd og er þetta form þekkt og notað einhversstaöar úti í heimi? „Sjálfsagt er þaö bæöi þekkt og notaö. En þaö stenzt varla aö kalla þaö mexíkanskt þorp. Hugmyndin er þó af erlendum uppruna; ég fékk hana eftir aö hafa verið í skemmtiferð í Portúgal.“ „En þú lœrðir í Mexíkó?“ „Já, og var þar síðan í 12 ár. Ég átti lengst heima í Mexíkóborg, nema síöasta árið; þá var ég við byggingaeft- irlit á eyjunni Cozumel. Eg kunni afskaplega vel við mig í Mexíkó, en gat þó ekki hugsaö mér aö ílendast þar og allan tímann var ég ákveðinn í aö koma heim. Möguleikar fyrir arkitekt eru meiri þar en hér. En samkeppnin er hörð og þeir offramleiða arkitekta. Að lang- mestu leyti voru þaö þó Mexíkanar, sem þarna voru viö nám; ég held ég hafi veriö eini Evrópubúinn viö nám í arkitektúr. Fyrir útlendinga er mjög erfitt að fá atvinnuleyfi í Mexíkó, — ekki sízt ef þeir hafa lært þar, — og mitt atvinnuleyfi var aðeins tímabund- iö. Það kom líka stundum fyrir, að „Ég held að við munum í framtíð- inni sjá meira af torfþökum og ég er því mjög fylgj- andi að torf sé sett ofaná járn og/eða sérstaklega lakk- aðan pappa.“ maður væri aö laumast í aö vinna án þess aö hafa leyfi." „Mexíkanar hafa lengi haft orð á sér fyrir góðan arkitektúr?“ „Rétt er það. Og aö mínu áliti er mexíkanskur arkitektúr mjög góður, sem kannski er vegna þess að hann byggir á hefð. Einkum er það þessi forna Azteka- og Mayahefð, en seinna komu svo Spánverjar meö sinn ný- lendustíl, sem var alveg ættaöur frá Spáni. Ríkmannleg íbúðarhús eru gjarnan byggð í þessum kolonialstíl, en hinsvegar er ekki vísvitandi reynt aö halda í áhrifin frá indíánamenningunni. En þaö gerist samt. Frá indíánum er til dæmis komin sú hefö, áö nota ríkulega skreytilist á Allar íbúðirnar tengjast og myndin til vinstri sýnir, að sú tenging getur verið mjög lausleg. Á myndinni til hægri er einbýlishús, sem er einn hlekkurinn í þessari keðju. byggingar. Meiriháttar byggingar eins og háskólinn eru skreyttar á mörg þúsund fermetra flötum með mósaík og freskó. Þaö heyrir alveg til undan- tekninga, ef opinberar byggingar eru ekki skreyttar og til þess eru fengnir listamenn, sem hafa sérhæft sig á því sviði, — menn eins og Diego Rivera, Siqueiros Orozco og O’Gorman. Þeir skreyta kvikmyndahús, skóla og alls- konar byggingar. Oftast eru það fíg- úratífar, eða hlutlægar, skreytingar, ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.