Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 13
fá vatn, sagði ég. Síðan boröuöum viö steikina og drukkum vatn meö. Nú heföi verið gott aö eiga örlítiö af kínversku rauövíni aö skola þessu niöur, sagöi konan mín meö munninn fullan af lambi. En hvað hefðirðu gert ef þeir heföu átt kínverskt rauövín. Það veit ég ekki ,sagöi ég. Hitt veit ég hins vegar, aö ég heföi ekki keypt þaö. A þessu má sjá aö þaö er margt sem setur strik í efnahagsreikninginn. Af hverju ekki aö skella sér bara til útlanda, kallar konan mín framan úr eldhúsinu. Hún Lilla er búin að reikna út aö þaö kosti minna aö vera í þrjár vikur á Majorku en aö aka hringveginn með því aö búa alltaf á hótelum og vera tvo daga á leiöinni. Hefur hún Lilia nokkuð reiknaö þaö út hvers konar fugl maöur þarf aö vera til aö komast hringinn í kringum landiö á tveimur dögum, galaði ég á móti. Ég er að tala í alvöru sagöi konan mín, og eins og fjárhagnum er háttað hjá okkur er þetta vel þess viröi aö hugsa um þaö. Lilla og Gvendur eru ákveöin í aö fara í sumar. Lilla er meira aö segja hætt að reykja i sparnaöarskyni. Hún Lilla reykir nú svo lítið sagöi ég, aö þeir peningar nægja nú ekki nema fyrir farinu meö rútunni suður á flugvöll. Hún ætlar kannski aö gerast laumufar- þegi, þaö væri henni líkt. Manstu ekki í fyrra þegar hún ætlaöi aö svindla sér í strætó og klemmdist svo milli stafs og huröar aö aftan aö hún var hölt í viku. Þaö er óþarfi aö vera aö tala illa um Lillu, sagöi konan mín. Hún er með hagsýnni húsmæörum sem ég þekki. Ég var ekki aö tala illa um Lillu, sagði ég. En mér er meinlilla viö þaö, ef Lilla hefur getaö taliö þér trú um aö þaö sé hægt að komast til útlanda meö því einu að sveifla höndunum og fljúga svo bara suöureftir meö farfugl- unum. Þetta er nefnilega ekki þannig. Allar auglýsingar feröaskrifstofanna eru miöaöar viö einhleypt fólk. Dettur þér t.d. í hug að viö getum keypt eitt sæti í flugvélinni og ég svo bara setiö undir þér alla leiö suður aö Miðjaröar- hafi. Ekki aldeilis góöa mín. Viö veröum aö kaupa tvö sæti, tvöfaldan skammt af gjaldeyri, tveggja manna herbergi og svo framvegis. Þarna verður allt aö vera tvöfalt nema sjússarnir. Þú ætlar þó ekki að segja mér aö þú færir aö kaupa þér einfaldan sjúss, spuröi konan mín. Nei, sagöi ég. Ég haföi nú hugssaö mér aö hafa þá minnst þrefalda. En svo er líka annaö í dæminu. Allir sem einu sinni hafa farið á sólarstrendur verða sjúkir í aö fara aftur. Þeir eru ekki fyrr komnir heim úr tveggja vikna sumarfríi á Kanarí en þeir fara aö tala um þriggja vikna ferðina sem þeir ætli í á Costa del eitthvað næsta sumar. Það liggur viö aö þetta fólk verði andvaka í þrjú- hundruö sextíu og fimm nætur sam- fleytt af einskærri tilhlökkun. Svo er eitt sem ég get aldrei skiliö. Þaö er þegar þetta fólk talar um það meö stolti í röddinni aö þaö hafi nú fengiö matareitrun á Costa Brava, veriö bitiö svo rækilega af skorkvikindum á Costa del Sol aö það blés upp eins og loftbelgur, og veriö rænt á Ibiza. Þaö er engu líkara en aö þetta sé mesta hamingja lífsins. Er þaö af þessum ástæðum sem þú vilt ekki fara til útlanda, spyr konan. Já segi ég. Þaö er þá ekki vegna þess aö þú ert svo Jofthræddur aö þú þorir ekki einu sinni aö fara á hestbak, spyr hún. Jú, segi ég. Svo er þaö líka þess vegna, og viö förum fram í eldhús aö fá okkur kaffisopa. ALbJÓÐLEGIR SVIKAHRAPPAR Fullkomin vélasamstæða til olíubor- ana aö verömæti um 10 milljónir dollara, framleidd af verksmiöju í Vestur-Berlín handa Dutch Oil Ldt. bíður í Marseilles eftir flutningi meö skipi til Salavi á Nýju Guineu. En vélasamstæðan hverfur eins og hún leggur sig úr vörugeymslunní. Mánuöi síöar leggst gríska flutn- ingaskipið Marika aö bryggju í Hodei- da í Yemen og flytur þangaö fullkomna vélasamstæöu til olíuborana, sem er furðulega lík þeirri, sem send var frá Vestur-Berlín ... Brynvarinni Rolls Royce-bifreiö meö sérhannaðri yfirbyggingu, smíðaöri handa einræðisherranum í Dominík- anska iýöveldinu, Trujillo, er ekiö á leiöinni frá verksmiðjunni til hafnarinn- ar í Genúa í vitlausa átt. Nokkrum mánuöum síöar tekur for- seti Tékkóslóvakíu viö gjöf frá Sovét- ríkjunum. Þaö er brynvarin Rolls Royce-bifreiö einmitt með þessari sér- stöku yfirbyggingu. Liu Cheng lítur út eins og hver annar austurlenzkur kaupsýslumaöur. En þegar hann talar í síma í hinni látlausu skrifstofu sinni, getur samtalið snúizt um glæpsamleg viöskipti, sem eru svo ótrúlega ósvífin, að Scotland Yard, FBI, Interpol og Surété freistast stund- um til aö segja: svona lagaö er einfaldlega ekki framkvæmanlegt. Ferill Chengs hófst í fæöingarborg hans, San Francisco. Sem vikadrengur á veitingahúsi í Chinatown lagði hann oft eyrun aö samtölum gestanna. Eitt kvöldiö voru tveir Kínverjar aö tala um möguleikana á því aö komast heim til Shanghai. — Þaö kostar mikla peninga, segir annar þeirra, farseöill meö skipi kostar tvö hundruö og fimmtíu dollara. — Og ég hef aöeins sparaö saman helming- inn af þeirri upphæö, segir hinn stynjandi. Cheng beygði sig yfir boröiö og þurrkaði af því rólega, um leiö og hann hvíslaði: — Ég skal hjálpa ykkur, ef þiö viljiö. Ef þiö getiö fengiö fjóra aöra meö ykkur í ferðina, skal ég sjá um, aö þiö komist til Shanghai á sama skipi fyrir aöeins 50 dollara á mann! Á skömmum tíma tókst þeim að útvega fjóra menn í viöbót og pen- ingana. Cheng vann sér inn 300 dollara, sem var meira en fjögurra mánaða laun vikadrengs . . . Daginn eftir keypti hann gamian árabát í höfninni og gamalt björgun- arvesti fyrir 21.50 dollara samanlagt. Síöan hitti hann Kínverjana aftur og sagöi við þá: Allt er ókei. Eftir fjóra daga kemur stórt hvítt skip frá Kína, og þegar þaö siglir héöan til baka, veröiö þiö allir um borö í bezta yfirlæti! Tiltekinn dag fóru þeir allir, niöur í árabátinn, og Chent reri þeim út á flóann. Þar fór hann í björgunarvestiö, stökk fyrir borö og hrópaöi til þeirra: — Sitjiö þið kyrrir og bíöiö. Bráöum kemur stórt skip og tekur ýkkur meö til Kína. Ef þið veröið spurðir einhvers, þá svarið þið engu, þiö steinþegiö! Kínverjarnir sex sátu í bátnum, meöan Cheng synti í land. Hann hringdi strax til tolleftirlitsins og skýröi frá því, aö úti á flóanum sætu nokkrir Kínverjar í litlum árabáti og biöu eftir Einn þeirra er Liu Cheng, sem hefur allan heiminn undir og kann vel á undir- heimana og þá list að fá mikið fyrir lítið. einhverju — „þaö er alveg eins líklegt, aö þetta sé hópur smyglara." Tolleftirlitiö vissi eins og Cheng, aö flutningaskip heföi komiö frá Kína til San Fransisco nokkrum dögum áöur. Tollbátur var sendur á vettvang, og mennirnir voru handteknir. Þeir fylgdu ráöum Chengs og sögðu ekkert ein- asta orö, þegar þeir voru yfirheyrðir á útflytjendaskrifstofunni. Þar var gengiö út frá því, aö þeir hefðu fariö af kínverska skipinu til að reyna að komast ólöglega inn í landiö. Yfirvöldin skipuöu því svo fyrir, aö mennirnir yröu sendir til baka til Kína . . . Á sama hátt kom Cheng fleiri löndum sínum eöa um 40 talsins á nokkrum mánuöum heim til Kína. En þá fór menn aö gruna ýmislegt og svo fór, að hann taldi ráðlegast að koma sér burt frá Bandaríkjunum og fór til Hongkong. Þegar þangað kom, hélt hann rak- leitt til Fantan-hússins og heimsótti Yin Lung. Hann stjórnaði litlum þjófaflokki í höfninni og stakk upp á samvinnu. Cheng féllst á þaö. Félagarnir í flokknum stálu öllu, sem hægt var að koma höndum yfir, köðlum, keöjum, vírum og öörum skipsbúnaði. En Cheng var þaö fljótt Ijóst, aö foringjann vantaöi bæöi hug- myndaflug og framkvæmdasemi. Aö hans áliti átti aö haga málunum allt öðruvísi. Yin Lung hvarf allt í einu — Cheng haföi látiö drepa hann, og áöur en langt um leið var hann orðinn hinn ókrýndi konungur þjófanna í Hong- kong, en þó var hann ekki ánægður. Verömæti þýfisins nam aö vísu nokkr- um milijónum dollara á ári, en ágóöi þjófaflokksins var óverulegur. Aðeins hilmararnir græddu stórfé á því að selja skipstjórum og skipamiölurum vörurnar. Cheng ákvaö aö fá ágóöann sjálfur milliliöalaust. Hann tók skrifstofu á leigu í King Street og setti skilti á hurðina: „L. Cheng. Útflutningur". Síöan keypti hann gamalt pakkhús til aö geyma hina stolnu hluti í. Duglegustu félagarnir í flokknum voru ráönir aö útflutningsfyr- irtækinu. Leigöir njósnarar útveguöu honum afrit af fylgibréfum og feröa- áætlunum frá útgeröarfyrirtækjunum. Og uppfrá þessu voru þjófnaöirnir framdir á faglegum viöskiptagrundvelli af nákvæmni og vandvirkni. Heilir skipsfarmar hurfu, og eftir hæfilegan tíma voru þeir boðnir grunlausum viöskiptavinum fyrirtækisins. Banda- rísk lyf voru seld í Peking, kínverskar vefnaöarvörur í New York, spánskt púöur í Tókíó, rússneskir pelsar í Buenos Aires og svo framvegis. Cheng varö brátt efnaður maður. Hann keypti villu í Repulse Beach, borðaði með fögrum konum og áhrifa- miklum kaupsýslumönnum á fínustu veitingahúsum og samband hans viö hinn alþjóölega viðskiptaheim kom honum síöar aö góðum notum. Þegar síöari heimsstyrjöldin brauzt út, leitaöi Cheng aö ööru haglendi. Hann hélt til Genfar meö margar töskur, og sumar þeirra voru fullar af dollurum. Þá lagöi hann í banka undir dulmálslykli. Þaö úöi og grúöi af njósnurum og erindrekum í borginni. Cheng aflaði sér margra gagnlegra upplýsinga. Glæsileg Ijóska, Paula Vancourt, varö ástkona hans. Hún var einnig vinkona Gunters Niedenfuhrs, hershöföingja, yfirmanns þýzku njósnaranna í Suöur- Ameríku, en hlutverk þeirra er meöal annars að útvega olíu handa kafbátum. Cheng fór á fund hershöföingjans og lét aö því liggja, aö hann heföi umráö yfir olíuskipi fullhlöönu af dieselolíu. Það ætti aö fara til hlutlausrar hafnar, en skipstjórinn hikaöi við aö leggja út á hafiö af ótta viö, að skipinu yröi sökkt. — Það kostar mig mikið fé aö hafa skipið í höfninni, svo að ef ég gæti selt olíuna fyrir sæmilegt verö . . . sagöi Cheng. Þýzki hershöföinginn beit á agniö: — Vilduð þér kannski láta olíuskipiö gefast upp til málamynda fyrir ein- hverju af okkar skipum, auövitaö eftir nokkur skot? — Nú, það væri kannski lausn á málinu, sagöi Cheng meö pókersvip. — Eigum viö aö segja 100.000 dollara og helminginn fyrir- fram? Hershöföinginn þjarkar ekki um veröið, hann hefur nóg fé til umráða, og Cheng heldur af fundi hans meö 50.000 dollara í vasanum. Áður en vika er iiöin, er hann búinn að finna gamlan, ryögaðan, grískan olíudall, Lysandros Pappas, í Líberíu. Eigandinn vill meira en gjarnan selja hann fyrir 9.000 do.llara — þetta er bara brotajárn. Cheng lætur nú hershöföingjann vita, aö olíuskipiö muni halda til hafs tiltekinn dag og einfalt mál veröi aö stöðva skipið og hertaka það. En ekki var það fyrr farið úr höfninni í Monró- víu, en Cheng gaf brezka njósnakerfinu vísbendingu: stórt olíuskip heföi veriö aö yfirgefa höfnina í Monróvíu, vafa- laust í því skyni aö sjá þýzkum kafbátum í Suöur-Atlantshafi fyrir olíu. Tundurspillirinn Aryliss fann skipiö, en viö athugun kom í Ijós, aö þetta var tómur skipsskrokkur og svo ónýtur, aö hann var sendur á hafsbotn meö nokkrum fallbyssuskotum. En engu aö síöur var Cheng svo ósvífinn aö fara enn á fund Nieden- fuhrs og krefja hann um hinn helming- inn af greiöslunni. En nú gat hershöfö- inginn sagt Cheng fréttir: — Vitiö þér ekki, aö Englendingar sökktu olíuskip- inu yðar? Þér ættuö heldur aö rukka Churchill um peningana! En Cheng gat þó iátiö sér vel viö una, því að hreinn gróði hans var 41.000 dollarar — og Englendingar voru mjög þakklátir. Þeir sáu óafvit- andi um, að svindlið kæmist ekki upp. Framhald á hls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.