Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 15
Jón Gunnar Jónsson — Vísnaþáttur Aldrei græt éggengna stund Egill á Álafossi! Þakka bréfiö og bendingu á vísur. Borgarfjaröarstökuna var ég búinn aö fá hjá þér áöur. Þetta er allt í athugun. Verst þykir mér hve fróöir menn eru latir aö senda mér upplýsingar um höfunda, sem ég nefni en veit ekki full deili á, ártöl, bústaöi o.fl. Kann ekki viö aö kvarta of oft yfir eigin fáfræöi, en glöggir menn geta lesið á milli línanna. Leit á söfnum er tafsöm og afrakstur oft lítill. Hér koma svo tvær hestavísur frá Agli: Passaöu þinn hest og hund aö hættri feröareisu. Þaö mun engum laufalund lagt til neinnar hneisu. Tilefni vísunnar er þaö, aö gestur kom á bæ og baðst gistingar. Hús- bónda fannst víst reiöskjóti og hundur illa útlítandi. Ekki segir af því, hverju gesturinn svaraöi, en næst þegar hann kom á bæinn haföi hann tilbúna þessa vísu: Mig hefur leitt um græna grund Guðs alvaldur kraftur. Því er ég meö hest og hund hingað kominn aftur. Ekki kemur öllum saman um hver sé höfundur fyrri vísunnar, um þá seinni ekki talaö, en séra Pétur Pétursson á Víöivöllum í Skagafiröi er þar tilnefndur. Hann var f. 1754, d. 1842. Hann var faðir þeirra bræöra, Péturs biskups, Brynjólfs Fjölnismanns og Jóns dóms- stjóra. Séra Pétur var sálmaskáld og lipur hagyröingur. Eftir hann er þessi alkunna, elskulega vísa: Ber mig lengra bænum frá beisladýrið móöa. Ég vil fara aö hátta hjá hjartanu mínu góöa. En frægasta og vinsælasta vísa séra Péturs á Víðivöllum er þessi barnagæla: Litli Gráni leikur sér, lipurt hefur fótatak. Pabbi góöur gaf hann mér. Gaman er aö skreppa á bak. Sumir hafa nafn hestsins annaö. Þaö mun vera algengt að breyta svona nöfnum eftir atvikum. Ég læröi vísuna sem barn með Skjónaheiti. Nú ætla ég aö hafa yfir nokkra svokallaða húsganga, vísur sem gengn- ar kynslóir hafa raulaö eöa kveöið, höfunda er yfirleitt ekki getið. 1. Hef ég lengi heimsfögnuö haft og gengið bjarta. Nú veit enginn, utan guö, aö hvaö þrengir hjarta. 2. Ég er mæddur þungri þrá, þó á lítið beri. Ég er fæddur illa á óhamingju skeri. 3. Fram ég teygi fáeturna fjörs um vegi dulda, fyrir spegil forlaga finnst mér dregin hulda 4. Marga stund er maðurinn meins viö bundinn parta, getur undir glaöri kinn grátiö stundum hjarta. 5. Allt þó sýnist blítt og bjart blysum fyrir hvarma, innra getur manni margt megna vakiö harma. 6. Aldrei græt ég gengna stund, gleðst af því sem líöur, Ijóst ég veit aö læknuð und lengur ekki svíöur. 7. Ellin stýrir innri miö, ytri flýr hún strauma. Æskan býr og unir viö ævintýradrauma. 8. Get ég eigi gert að því, guös þó feginn vildi, þó aö smeygist þankann í þaö sem eigi skyldi. 9. Margan galla bar og brest, bágt er valla aö sanna. Drottinn alla dæmir best, dómar falla manna. 10. Drottinn ræöur dögunum dásemd meöur sinni, hann umbreytir högunum hérna i' veröldinni. 11. Nú er bágt aö bjarga sér, bilar mátt í leynum, svarta nátt aö sjónum ber, segir fátt af einum. Góö heimvon er orðið trúarlegt hugtak. Upphaflega hefur þaö þó lík- lega veriö ósköp jaröneskt. Hér framar í þættinum er hesta- og ástarvísa eftir þjóökunnan prest og ættfööur embætt- ismanna á öldinni sem leiö. Loks er önnur eftir skaftfellskan bónda af nokkru yngri kynslóð, Jón Benónýsson. Gaman væri aö fá upplýsingar um hann og fleiri vísur eftir hann. Engu kvíöir léttfær lund, Ijúft er stríöi aö gleyma. Blesa ríö ég greitt um grund, en Guöný bíöur heima. birgöir af góðum áttavitum frá Sviss til vinargjafa, en meö þeim gætu verka- mennirnir alltaf vitaö nákvæmlega um áttina til Mekka, hinnar heilögu borgar, þarna úti í eyöimörkinni. Vörusendingin kom til Túnis og var geymd þar í pakkhúsi, þangaö til sovézku útsendararnir heföu fundiö heppilegt tækifæri til aö deila út kompásunum. En bandarískir gagn- njósnarar komust á snoöir um þetta. Þeir borguðu Cheng 7.500 dollara fyrir aö stela áttavitunum, sem síöan voru sendir til London, þar sem þeim var breytt þannig, að nálin sneri ekki í noröur, heldur í suöur. Síöan var aftur haft samband viö Cheng. Enginn haföi orðiö var við þjófnaöinn. Og nú átti hann aö sjá um aö koma tækjunum til Túnis aftur á sinn staö. Fyrir þaö fékk hann aöra 7.500 dollara. Og hvernig fór svo? Skömmu fyrir mikla hátíö Múham- eöstrúarmanna fóru sovézku erindrek- arnir um vinnubúðir arabísku verka- mannanna og deildu út kompásum af miklu örlæti og vinarþeli. En þeir hafa víst aldrei oröið eins hissa og þeir uröu skömmu síðar. Arabarnir fóru strax aö skoöa gjaf- irnar og reyna aö læra á áttavitana. En meö því aö líta til sólar og síöan á nálina í áttavitunum, komust þeir brátt aö raun um, aö veriö var aö benda þeim í þveröfuga átt viö Mekka. Svo aö þessir heiönu hundar voru aö gera grín aö rétttrúuöum múslimum?! Einn af rússnesku erindrekunum var bókstaf- lega rifinn í tætlur... en hinir áttu fótum sínum og farartækjum fjör að launa. — SvÁ — úr „Farmand“ Samtal við Nínu Framhald af bls. 7 fræöslu en ég. Þórunn: Ég fer nú ekki beinlínis fram á aö þú haldir fyrirlestur um listasögu. En mér þætti gaman ef þú vildir svara nokkrum spurningum. Hvaö segir þú um expressionismann í málaralist? Nína: Þú veizt að impressionisminn sýnir hvernig hluturinn lítur út, meö öörum oröum þar koma til greina hin ytri áhrif. Expressionisminn lýsir innri reynslu listamannsins. Hann er mál tilfinninganna í litum og línum. Þórunn: Þá skil ég, aö þaö er expressionismi í stríösmyndinni þinni, því aö hún lýsir tilfinningum þínum, eöa nánar sagt viöhorfi þínu til hernaðar og þeirrar misþyrmingar á mannréttindum og einstaklingseöli, sem heraginn óhjákvæmilega hefur í för meö sér. Nína: Ég hugsa aldrei um stefnur, þegar ég er aö mála. Og ég held ekki aö málarar geri þaö yfirleitt. Þaö eru listdómendurnir, sem leggja svo afar mikiö upp úr stefnum og draga mál- verkin í dilka eftir því hvaöa áhrifa gætir mest í þeim. Ég mundi ekki skipa þessari mynd minni í neinn ákveöinn flokk, en ef til vill er hún næst því aö vera sambland af expressionisma og kúbisma. Þórunn: Vel á minnst, hvaö viltu segja mér um kúbismann? Nína: Höfundur kúbismans, Spán- verjinn Picasso, segir aö kúbisminn hafi hagrænan tilgang, hann sé tæki til að láta í Ijós þaö, sem viö skynjum, ekki einungis með augunum heldur einnig sálinni. Kúbistarnir segja, aö fólk hafi nægilega lengi séö yfirborö hlutanna, en þeir athugi hlutina frá ýmsum hliðum og innra eöli þeirra og festi síöan á léreftiö heildaráhrifin eftir þessa ná- kvæmu grandskoðun. Þórunn: Þar af kemur að kúbistarnir mála stundum tvö augu á vangamynd, þaö er auðvitað til að sýna fleiri hliöar! Nína: Þaö er ekki talandi viö þig. Þú veizt vel, aö ekki er hægt aö útskýra listastefnur í fáum oröum. Þórunn: Ég skal nú sleppa þér rétt strax, mig langar aöeins til aö minnast á naivismann áöur en viö slítum talinu. Ég hef veriö aö reyna aö gera mér grein fyrir honum en ekki tekizt aö skilja þýöingu hans. Myndir, sem ég hef séö gerðar eftir aöferöum þessarar stefnu viröast mér viövaningslegar, líkastar teikningum barna eöa frumstæöra þjóða. Þaö viröist ekkert skeytt um hlutföll, yfirleitt ekkert nema þá aö ná einhverju innra lífi í myndina, t.d. draga fram ákveðin skapgeröareinkenni. Þetta er nákvæmlega þaö sama og kemur fram hjá villiþjóðum. Fræöi- menn, sem hafa kynnt sér menningu villiþjóða hafa skýrt svo frá, aö þær láti sjaldan í Ijós meö berum oröum álit sitt á Evrópumönnum, en í listrænni túlkun þeirra á hinum hvíta manni sjáizt glöggt, hvaöa hug þeir beri til hans og hvaöa álit þeir hafi á honum. Aö því leyti eru þessar myndir nákvæmar, en frá sjón- armiði hagleiks eru þær frámunalega afskræmislega geröar. Hvað er áhunnið fyrir listamenn, sem eiga kost fullkom- innar leiösagnar í tækni og hafa aö baki sér margra alda listþróun aö stæla þessi náttúrubörn, sem eru fákunnandi og fávís? Nína: Þegar íburöur er oröinn mjög mikill þreytir hann og menn leita einfaldleikans á ný. Þaö er list í því fólgin að geta tjáö sig á mjög einfaldan og frumstæðan hátt. Auk þess leita menn hins frumstæða til þess aö forðast eftirlíkingar. Eins og við töluö- um um áðan er hlutverk málaralistar- innar annaö en Ijósmyndavélarinnar. Málaralistin þarf ekki aö vera eftirlíkj- andi. Þórunn: Já, en hamingjan góöa, hvaö er meira eftirlíkjandi en það aö taka nákvæmlega upp starfsaöferöir frum- stæöra manna til aö tjá sig. Þeim er vorkunn, þó aö aöferöir þeirra til tjáningar séu ófullkomnar, því að þeir vita ekki betur og þeir eru í samræmi viö sjálfa sig, en menntaðir iistamenn, sem tileinka sér þessi vinnubrögð, og kalla þaö aö hverfa aftur til náttúrunnar og einfaldleikans, eru ekki í samræmi viö sjálfa sig, þeir eftirlíkja. Og er nokkuð betra aö herma eftir börnum og villimönnum en líkja svo grandgæfilega eftir náttúrunni aö þaö nálgist Ijós- myndanákvæmni? Nína: Um þetta má vitaskuld deila, en ég er á því aö naivisminn hafi listgildi og frumleik þótt tækni hans liggi ekki í augum uppi. Svo ber þess aö gæta, aö nýjar stefnur eru nauðsynlegar, þær eru eins og heilbrigt alþýöublóö inn í gamla aöalsætt, sem úrkynjunarhætta vofir yfir. Þórunn: Rétt er þaö, aö nýjar stefnur eru nauösynlegar og hver listamaður verður aö hafa frelsi til aö leita markmiös og velja sér leiðir aö því. En hins ber It'ka aö gæta aö vera ekki alltof ginnkeyptur fyrir því, sem nýtt er. Eins og listamaðurinn á kröfu til frelsis svo á einnig hinn óbreytti maður rétt á aö velja og hafna. Ef áhorfandinn botnar ekki vitund í þeirri list, sem honum er boöin og hefur jafnvel raun af henni verður listamaöurinn að taka því meö ró. Hið nýja á jafnan erfitt uppdráttar og frumlegur listamaöur getur ekki vænst þess að list hans njóti almenns skiln- ings, né þeir veröi margir, sem geta fylgt honum til yztu endimarka hæfileika hans og hugarflugs. Nína: En þótt almenning skorti skil- yröi til þess að geta notið nýrrar iistar ætti hann ekki aö fordæma hana, heldur lofa henni aö þróast í friöi. Þaö, sem ekkert gildi hefur máizt út og hverfur í gleymskunnar djúp, hitt, sem snilld og alúö hafa skapaö lifir og stendur af sér alla storma. Þórunn: Meö því aö flytja listina meira en áöur inn á sviö tilfinninganna hefur hún verið gerö óljósari og óaö- gengilegri fyrir allan þorra manna. Nína: Jú, vissulega gæti hvorttveggja þetta hent sig, en ég álít aö list eigi aö vekja hugsun og megi gjarnan vera erfitt úrlausnarefni. Þórunn: Já, en þaö verður þó aö vera til einhver rétt lausn, og þaö veröur aö vera snilld, sem hrífur hugann. Viö skulum taka t.d. aö málverk sýni þoku og áhorfendum sé ætlað aö gizka á hvað sé á bak viö þokuna. Ekkert í myndinni gefur þaö til kynna, áhorfendur eru alveg frjálsir. Einn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.