Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Blaðsíða 7
Útsýni úr Garöastrœti, málverk eftir Nínu. Þórunn Elfa á myndina og fékk hana 1942, en bæöi þá og áriö áöur haföi Nína málaö svipaðar myndir af götum og húsum í Reykjavík og myndin mun máluö annaöhvort 1940 eöa 1941. fallega himinn, Nína mín. En m.a.o. helduröu aö fólk sakni ekki glugganna á húsunum sínum, þegar þaö fær tæki- færi til aö sjá myndirnar, sem þú hefur málaö af ýmsum bæjarhlutum Reykja- víkur? Nína: Nútímalist hefur ekki þaö tak- mark aö eftirlíkja nákvæmlega, hún leggur áherzlu á heildina, smáatriöin trufla og veikja, þau dreifa athyglinni frá því, sem hún á aö beinast aö. Til þess aö skýra betur þaö, sem ég á viö ætla ég að segja þér orö franska mynd- höggvarans Rodin. Hann segir svo: „Sá, sem lætur sér nægja aö líkja eftir því, sem hann sér og dregur nákvæmlega fram auöviröilegustu smámuni veröur aldrei mikill listamaöur.“ Rodin leggur ungum listamönnum þaö ráö aö vera sannleikselskir til hins ítrasta, hika ekki viö að sýna, hvað innra með þeim býr, jafnvel þó aö þaö sé uþpreisn gegn gildandi venjum og almennum skilningi. Ottinn viö aö vera einmana og misskil- inn má ekkl hræöa listamann frá því aö þjóna sannleikanum. Þórunn: Þaö væri nógu gaman aö heyra þig útskýra þetta atriöi nánar. Nína: Eg skal reyna þaö, þó aö ég sé vanari aö láta hugsun mína í Ijós í litum og línum en orðum. Sá listamaöur, sem undanbragöalaust lætur koma fram í verkum sínum þaö, sem snertir hann dýpst og þaö, sem hann veit réttast er í þjónustu sannleikans. Hann má aldrei gleyma kjarnanum í listinni fyrir því aö afla sér auöfenginnar viöurkenningar og vinsælda. Ef hann sækizt eftir aö uppfylla kröfur og óskir hinna van- þroskuöu og hversdagslegu, sem ekki eru skynbærir á list er hann prangari, hefur svikiö sig og dæmt sjálfan sig til dægurmennsku. Þórunn: Þú talar um fólk, sem ekki sé skynbært á raunverulega list, en svo koma önnur atriöi til greina. Margar listastefnur hafa komiö fram á ýmsum tímum og þær skipta listunnendum í hópa. Þaö verður nánast smekksatriöi hvaöa stefna laöar hvern einstakan mest aö sér. Nína: Mér finnst oröiö smekksatriöi dálítið óviðkunnanlegt þegar talaö er um list. List er fremur þroskaatriði en að hún sé háö smekk. Þórunn: En þó aö menn hafi ekki þroska til aö skilja þann boöskap, sem myndin á aö flytja geta þeir oröiö snortnir af fegurö hennar. Nína: Já, aö vísu. En til þess aö svo megi verða má fegurðarhugmyndin ekki vera rugluö af ákveönum viðhorfum. Áhorfandinn veröur þá aö vera hlutlaus gagnvart öllum kerfum og venjum. Hin sanna fegurö er í órjúfanlegu samræmi viö náttúruna. Fyrir Rembrandts daga var málaralistin farin aö fjarlægjast náttúruna, jafnvel svo langt var gengiö aö hiö náttúrlega þótti Ijótt. Menn máluöu vængjaöar madonnur meö himnesk bros. — En svo kom Rem- brandt og hreinsaöi lofið, á undan honum haföi enginn dirfst aö mála Maríu mey eins og manniega móöur án dýröarljóma. — Um feguröina vil ég taka þaö fram, aö mér finnst hún vera eiginleiki, sem orö ná ekki yfir, en sem viö skynjum í hlutfalli viö þroska okkar. Afburöamanninum tekst aö sýna brot af henni, en hann veit þó betur en nokkur annar hve mannleg tjáning er vanmegn- ug. Listamaðurinn reynir meö list sinni aö opinbera þá fegurö, sem hann hefur séö, svo aö aörir geti orðiö hennar aönjótandi. Hann er meö öörum oröum sjáandinn, sem lýsir feguröinni fyrir þeim, sem daprari hafa sjónina. Þórunn: Þú sagöir áöan aö hin sanna fegurö sé í samræmi viö náttúruna. Nú er þaö skoðun margra manna, aö nútíma list sé aö fjarlægjast náttúruna. Getur hún þá veriö í samræmi viö hina sönnu fegurö? Nína: Eins og ég hef tekiö fram hefur listin losaö sig viö hlutverk myndavélar- innar. En allur fjöldi af fólki er bundinn þeim sjónarmiöum, sem fyrri tíma list og Ijósmyndatækni nútímans hefur skapaö. Ennfremur hefur fjöldinn fest sig viö ákveöna liti og Ijósbrigöi og er tregur til aö færa út litasviö sitt. — Þú veizt aö impressionisminn leiddi af sér mikla breytingu á litum. Hann flutti vinnusviö málarans út í guðs græna náttúruna. Impressionistarnir þurfa ekkert sögulegt efni aöeins Ijós, liti og hreyfingu sett upp meö einföldum, sterkum pensilstrikum. Franski málar- inn Monet hefur í nokkrum myndum sýnt sama motivið á mismunandi tímum dags. Ekki einn einasti flötur þessara mynda er eins í litum á tveimur myndum. Frá sólarupprás til sólarlags breytist sólarljósiö ekki aöeins í styrk- leika heldur einnig lit. Geislabrotiö, sem allir litir eru háöir breytist viöstööulaust og opnar þaö málaranum vitanlega mjög vítt sviö. Þá ber einnig þess aö geta aö litur skuggahliðarinnar er ekki sá sami litur þeirrar hliöar, sem við birtunni snýr blandaöur meö svörtu, heldur stafar litur skuggahliöarinnar frá öðru geislabroti, sem er veikara og hefur aöra litasamsetningu. Þórunn: Ég skil þaö, aö kjarni impressionismans er sá aö listamaöur- inn festir á léreftiö þaö, sem hann skynjar af náttúrunni en lætur þaö liggja milli hluta, sem hann veit af undangenginni reynslu. — Nú langar mig til aö spyrja þig dálítiö um nokkrar yngri stefnur í málaralistinni. Nína: En góöa, þú veizt aö ég er alveg óvön aö tjá mig í orðum og auk þess gætu ýmsir aörir veitt þór betri Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.