Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1980, Side 12
KENNARI í SUMARLEYFI 2. hluti eftir Benedikt Axelsson Daginn eftir fór ég meö bílinn á verkstæði til aö láta yfirfara hann. Þetta vil ég ráöleggja öllum aö gera, því aö þótt maöur haldi aö allt sé í lagi meö bílinn þegar maöur fer í sunnu- dagsbíltúr suöur í Hafnarfjörö, finna þeir svo margt að honum á verkstæö- inu að maður er hissa á því hvernig maður komst á þessu brotajárni heim aftur. Þegar maöur fær svo reikninginn frá verkstæöinu er vissara aö snúa sér aö fjármálunum. Ég hef þaö eftir öruggum heimildum aö þaö sé dýrt að ferðast á íslandi. Þetta segja mér Spánarfarar og vitna í dagblöö máli sínu til stuönings, þar sem frá því er sagt aö svefnpokapláss kosti 1000.00 kr. fyrir manninn yfir nóttina, eöa álíka mikiö og svíta á dýrasta hóteli Spánverja. Matur sé líka óheyrilega dýr hér, t.d. kosti kjúklingur hér uppi á Fróni álíka mikið og heilt hænsnabú úti á Spáni. Svo er þaö víniö maöur, segja þeir. Þaö kostar nú bara hreint ekki neitt. Þegar ég svo segi þessum Spán- verjum aö þeir geti mín vegna legiö svo lengi á svítum aö þeir fái legusár, drukkiö vín þar til þelr fara aö delera og boröað hænsnakjöt þar til þeir fara aö verpa eggjum, liggur viö aö þeir vilji láta leggja mig inn á hæli. En í alvöru talaö, þá er rándýrt aö feröast á íslandi. Bensín er dýrt, hótelherbergi eru dýr og matvara er dýr. Blessaður gleymdu ekki lömbun- um, kallar konan mín, þau eru líka dýr. Þetta segir hún ekki til aö vera fyndin, heldur vegna þess aö í gær fórum viö út aö boröa í tilefni fimm mánaöa frísins. Viö erum ekki búin aö ná okkur enn, hvorki andlega eöa fjárhagslega. Þetta byrjaöi þannig, aö ég kom til konunnar minnar um fimmleytiö í gær og segi, eigum viö ekki aö skella okkur út aö boröa. Jú, jú, segir hún. Þar meö var þaö ákveöið. Ég hringdi á veitinga- staöinn og pantaöi borö, en konan mín fór aö mála sig og setja í sig eyrnalokkana sem er mikið verk og vandasamt. Þetta eru nefnilega ekki eyrnalokkar sem eru klemmdir á eyrun og valda sinadrætti í þeim þegar frá líður, heldur hinir sem ganga í gegnum eyrnasnepilinn og brjóta í manni tenn- urnar þegar maður er í óöa önn aö sýna hvaö maöur er rómantískur og ætlar aö bíta í eyraö á konunni sinni, en er þess í stað allt í einu meö munninn fullan af fjórtán karata gulli meö perlu. Þegar þessu öllu var lokiö, konan búin aö ákveða í hvaöa kjól hún ætlaöi að vera og ég kominn í jakkafötin mín, lögðum við áf staö. Ég sagði leigubílstjóranum brandara alla leiöina og konan mín hló. Bílstjórinn hefur sennilega haldið aö ég væri ekki aö tala við hann. Eftir að hafa borgað bílinn, gengum viö inn í veitingahúsiö og ég sýndi auövitaö þá sjálfsögöu kurteisi að draga fram stólinn sem konan mín átti aö sitja í og renna honum síöan aö boröinu aftur um leiö og hún settist. Aö vísu var ég full fljótur á mér og miöiö ekki alveg upp á þaö besta, því að þegar ég var sestur sá ég aö konan mín sat á stólarminum. En hún lét þetta ekkert á sig fá, enda ýmsu vön og renndi sér liölega niöur á setuna. Viö vorum ekki fyrr sest en þjónninn kom meö matseöilinn. Konan mfn fékk sinn seðil á undan og ég sá aö hún föinaöi þegar hún leit á hann. Hvaö er aö væna mín, er þér illt? Ég fékk svar viö spurningunni um leið og ég leit á minn seöil. Verðið á matnum hefði jafnvel fengiö svertingja til aö fölna. Hvaö eigum viö aö gera, spuröi konan mín. Viö hefðum átt aö hafa meö okkur lamb, sagði ég. Það er nú full seint séö, sagöi hún og stakk upp á því aö viö geröum okkur upp veikindi og færum heim aö sofa. Ég hélt nú ekki, það væri ekki sæmandi afkom- endum víkinganna aö gefast upp fyrir smámunum. Viö komumst ekki lengra í samtalinu, því nú var þjónninn kominn. Ég pantaöi tvo skammta af lambasteik og spuröi svona til vonar og vara hvort þetta væri meö þjón- ustugjaldi og söluskatti. Nei, nei, sagöi þjónninn, þaö er meö kartöflum og bernaissósu og glotti eins og fáviti. Þetta svar hleypti aö sjálfsögöu kergju í mig og ég baö um vínlistann. Ertu orðinn snarvitlaus spuröi konan mín, þegar þjónninn var farinn. Þú ætlar þó ekki að fara aö kaupa vín meö matnum. Heyrðiröu ekki hvaö dóninn sagöi, spuröi ég. Helduröu aö maöur láti bjóöa sér hvaö sem er. Ég þóttist hneykslaður, en dauðsá auövitaö eftir aö hafa beöið um vínlistann. Hver helduröu aö spyrji svona kjánalega, sagöi konan mín. Hún ætlaöi aö segja talsvert fleira, ég sá þaö á svipnum á henni. En í þessu kom þjónninn meö vínspjaldið. Ég renndi fingri upp og niöur eftir spjaldinu, eins og ég væri aö leita að einhverju sérstöku og gaf mér góöan tíma. Þegar þjónninn var orðinn hæfilega óþolinmóöur, rétti ég honum listann og spuröi hvort þeir ættu ekkert kínverskt rauðvín. Þjónninn horföi á mig á svipaöan hátt og Indverji sem sér sviö í fyrsta skipti. Nei, sagöi hann svo. Viö eigum ekkert kínverskt rauövín. Ég ætla þá bara aö SfGMúMp Nei, viö eigum ekkert kínverskt rauövín.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.