Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 3
Ameríku eins og svo margir þýskir gyðingar og tók að sér að stjórna hljómsveitinni í Los Angeles, en þyngri raunir biðu hans á næsta leyti, því aö árið 1939 varð hann að gangast undir aðgerö til að nema burt heilaæxli. Aðgerðin heppnaðist að því leyti, að hann hélt lífi, en var lamaður öðru megin og gat ekki starfaö sem hljómsveitarstjóri fyrst á eftir, en eftir lok síðari heimsstyrjaldar- innar lá leiö hans á ný til Evrópu. Hann tók áriö 1946 að sér stjórn óperunnar í Budapest og á þeim árum var hann eins og hálfgerð afturganga, munnurinn sam- anbitinn og dökk augun lýstu óbilandi viljaþreki, en talið var óskýrt og hreyf- ingarnar hamlaðar vegna lömunarinnar. Nýjar skurðaðgerðir færðu honum nokkurn bata, hann gat gengið við hækjur, en sat á meðan hann stjórnaði, smátt og smátt styrktist hann og gat gengið við stafi, og svo gerðist það árið 1955 í Köln, að hann var að stjórna útvarpstónleikum á Don Giovanni, að hljómsveitarmennirnir sáu sér til undrun- ar, þegar básúnurnar í lokaþættinum boðuðu komu steingestsins til veislunnar, þá reis Klemperer allt í einu upp úr sæti sínu og eftir það stóð hann jafnan á tónleikum sem hann stjórnaði. Segja má, að við að ganga í gegnum allar þessar raunir hafi Klemperer orðið annar maður. í verkefnavali snýr hann baki viö nútímatónlistinni, en stjórnaöi nú verkum eftir Mendelssohn, Brahms, Haydn og Mozart og svo að sjálfsögðu Beethoven og Bach. Lokaþátturinn í lífsstarfi hans varð, þegar hann var ráðinn stjórnandi Fílharmoníuhljómsveit- arinnar í Lundúnum og tók við henni af Karajan. Hljómleikarnir og upptökurnar, sem til eru frá þeim árum, er hin mikla arfleifö sem ókomnar kynslóöir geta skoðað og notið. Hér er ekki hægt að telja upp allar þær hljóöritanir sem Klemperer og Fílharmonía lótu eftir sig, en ekki er hægt að fella undan að nefna Mattheusarpassíuna eftir J.S. Bach, HMV SLS 827, Missa solemnis eftir Beethoven HMV SLS 922, sem þótti mjög góö á sínum tíma, einkum kórsöngurinn, en upptakan hefir sín aldursmerki. Fidelio hefir verið endurútgefinn og hljómburöur- inn bættur. Sú upptaka HMV SLS 5006 þykir bera af öllum öörum. Sama má segja um sálumessu Brahms — Ein deutsches requiem — HMV SLS 821, og er þá fátt eitt talið af hljóðritunum Klemperers, en til viðbótar má geta um, að hann geröi upptökur af óperum Mozarts og sinfóníum, svo að ekki sé talað um sinfóníur Beethovens, Brahms o.fl., sem of langt er upp að telja. En nú er best að víkja að síðustu að Das Lied von der Erde. Eins og áður segir, mótaðist Klemperer mikið af Mahl- er á unga aldri og alla ævi geröi hann sér far um að túlka og flytja verk hans í anda meistarans, þó að hann sneri baki að nútíma tónlist, þegar á ævina leiö. Meðferð hans á þessu sérstaka og fagra tónaljóöi er mjög persónuleg og allur sá söknuður og tregi sem verkið er svo auðugt af kemur betur og skýrar til skila en hjá nokkrum öðrum, enda þótt öðrum kunni að hafa betur til tekist, þegar á heildina er litið, að því er taliö er. Hér koma flest persónueinkenni Klemperers vel franj. Hann leikur flesta þættina hægar en aðrir, blásturshljóðfærin, eink- um tréblásararnir koma skýrar fram en hjá öðrum og hann leggur áherslu á ýmislegt og dregur þaö skýrar fram en nokkur annar, svo að hlustandinn kynnist nýjum flötum á verkinu. Og eitt hefir þessi upptaka Klemperers fram yfir allar aðrar og það er söngur Fritz Wunderlichs og raunar einnig Christu Ludwigs. Wunder- lich syngur hér af þvílíkum ágætum, að erfitt er að hugsa sér hvernig á betra verður kosið og hvílíkur missir var aö því aö hann féll frá í blóma aldurs. Das Lied von der Erde hefir verið mikið hljóðritað á undanförnum árum og ára- tugum. Þær hljóöritanir sem fremstar eru auk Klemperers eru t.a.m. Philips 6500 831. Það er Concertgebouw hljómsveitin sem leikur, stjórnandi er Haitink og er upptakan fáguö og vel hljóörituð. Decca set 555 — þar er stjórnandinn Georg Solti og Chicago-sinfóníuhljómsveitin leikur en einsöngvarar eru Yvonne Min- ton og Rene Kollo. Hljóöritunin er meö miklum glæsibrag, en tæpast eins róm- antísk og t.a.m. upptaka sem Bruno Walter gerði á sínum tíma og hafði Ferrier fyrir annan einsöngvarann. Þá má enn nefna DGG 2707 082, þar er stjórnandinn enginn annar en Karajan og Berlínar-fílharmonían leikur og einsöngv- arar eru Christa Ludwig og Rene Kollo, eins og alltaf er leikurinn mjög fágaður og treginn í verkinu kemur vel til skila, en á annan hátt en hjá Klemperer, svo að sjá má, að úr mörgu er að velja, þó að hér verði staðar numið. Jón Óskar Ljóða- bálkur um Nátt- fara land- mim- mann og konu hans I Ambátt og þræll Garöar Svavarsson víkingur siglir burt frá landi hvítra jökla og hefur fariö í kringum landiö, séð aö þaö var eyja, og siglir burt frá þessu kalda landi með sumardýrö aö baki á miöri nóttu. Og allir sofa, segl eru uþpi höfö, í hægum byr fer skipiö, en í togi er lítill bátur þar sem maöur einn stendur og veifar, bendir ungri konu aö stökkva, heldur bátnum upp viö skutinn á knerri Garöars meöan konan unga stendur þar viö boröstokk, en til hliöar er stýrimaöur, hann sem vakir einn og þessi tvö, hann gýtur snöggvast auga til konunnar, en það er sem hann viti ekkert, konan hikar, stekkur síðan íbátinn litla, ofurlítið gjálp, og hún í fangi mannsins, hnífi brugðiö á taug og skektan dansar laus á öldum hafsins meöan skipið siglir burt og fjarlægist, en eftir verða þau sem flýja helsiö, ambáttin og þrællinn, í fangi draumsins, rööull skín í noröri og suðrið baðast Ijóma undrafögrum og landiö skín viö tígulegt og frjálst, ósnortið land meö víöivaxnar hlíöar og grösug engi, fisk í ám og vötnum og fugl í björgum, þrællinn grípur ár, og slíkt hið sama hún sem nú er frjáls, ef frelsið næst í skel á hafsins öldum, og blóöiö ólgar: frelsi frelsi frelsi. II Vestanvindur Þau róa af kappi lífróöur inn flóann og víkingaskipið hverfur burt í fjarskann, svo nú er frelsiö þeirra, manns og konu sem kusu heldur þetta nýja land óvissunnar en þaö líf sem var án frelsis, og þau róa þar að landi sem áöur haföi Garöar tjöldum slegiö og reisa látiö hús til vetursetu, en þar er mannlaust nú og kyrröin djúp, en nokkrir tjaldar heilsa þeim í fjöru, þegar þau stíga á land og konan hnígur örþreytt í sandinn, heyrir hvin í vindi, og skyndilega leikur vestanstormur viö hvissandi bárur, tætir þær og ýfir, svo þaö er sem þær leggi á flótta í austur, en konan rís á fætur, lyftir höndum fagnandi, kyssir storminn, kyssir manninn, því nú veit hún aö skipiö þar sem helsiö beiö þeirra, það kemur ekki aftur, en þýtur undan svipu vestanvindsins rétt eins og hestar undan ólmum hundum og fer í austur, heim til Svíagrundar, þaöan sem hann kom að írskum ströndum aö hertaka fólk og ræna mat og fé, hann sem nú sigldi, en ef hann kæmi aftur að sumri, þá var dauöinn vís, og samt, þau höfðu lifaö frelsi, hætt á allt, og sigraö, þau sem höföu aldrei sést fyrr en í ánauð, varla talast viö, nema hvaö augun sögðu, þar til núna, aö konan hljóp til mannsins og hann kom fagnandi höndum og hún kyssti og kyssti hann sem vestanvindinn og hún sagöi: vinur, þú hefur bjargaö lífi mínu. Ó nei, hann sagði ónei, en augu þín björguöu okkur báöum, í þeim las ég frelsi okkar þeggja, af þeim drakk ég þá veig sem gaf mér kjark, nú gef ég þér mig sjálfan, þessa fjöru og þetta land. A.K. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.