Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 12
Christian Favre Ófullkomnað verk Fornleifafræöingar eru nær því allir á sama máli um tvö höfuöatriöi varðandi „turninn" í Babel. Gordon, brautryðjandi egyptafræöingur, álítur, aö þessi bygg- ing hljóti aö hafa verið álík „Ziggúrat- byggingu", er tíökaðist í Mesopótamíu og seinna í Persíu milli 1500 og 1000 f. Kr. Sumir giska jafnvel á „Saqqara- pýramída“. En allir vilja gjarnan sjá samband milli Babel-turnsins og fornu pýramídanna, og einmitt þetta er grundvallaratriöi, þar sem þreppýramíd- ar Assýríu voru helgistaðir á sama hátt og í Egyptalandi: staöir þar sem athafnir af trúarlegum spuna fóru fram — „Cultural Centers". Þýski fornleifafræðingurinn Sethe setur fram sama sjónarmið: Pýramíd- arnir voru „magisch-kulturelle Denkmál- er“, þ.e.a.s. mannvirki í einhverjum tengslum viö galdra- og trúarathafnir. Sannarlega voru Ziggúrat-byggingar í senn hof og stjörnuathugunarstaðir: á þeim tíma voru ekki gerð nein skil á rnilli stjörnuspeki og stjörnufræöi. Þetta geröist í raun og veru um 700 f. Kr., þegar Persar náöu Assýríu undir sig og breyttu hugarfari íbúa hennar. Seinna stuöluðu áhrif Pýþagorika aö endanlegu hruni assýrisku hjátrúarinnar. Þaö sem viökemur egypskum pýra- mídum í Gize, hafa loksins langflestir sérfræðingar komist á band Hermann Kees og Edwards sem halda með réttu, © Lesandi er leggur á sig að skilja atburðina um Babel-turn- inn kemst ekki hjá því að mæta ótrúlegustu mótsögnum. Ósjálf- rátt spyr þessi lesandi sjálfan sig, hvort Ritningar séu á rökum byggðar eða safn af lausum þjóðsögum, sem og margir vilja gjarnan halda. Trúaður lesandi mun hins vegar túlka þessa stuttu sögu sem dæmisögu með heimspekilegum, jú siðfræði- legum kjarna, en, um leið for- dæma allar tilraunir sem lúta að því, að rökstyðja sagnfræðilega atburði. Á hinn bóginn vilja sagnfræðingar og fornleifafræð- ingar skýra þessa sögu á vís- indalegu — þ.e.a.s. sögulegu — sviði. Lesandinn sem veit að Tóran er í rauninni dulskrift sem ber að túlka á tveimur sviðum: siðfræði- legu og sögulegu, mun hér dæma í málinu líkt og Salómon konungur gerði forðum. Trúaði lesandinn heldur aðeins hálfum sannleika í hendi sér. En forn- ieifafræðingur ekki nema korni af honum, því hann skortir algjör- lega dullyklana til að túlka rétt það sem hann les. Þar á móti þarf enga lykla til að afla sér skilnings á siðfræði þessarar sögu. að „pýramídarnir séu sértrúarhof með einhver tengsl við himininn og stjörn- urnar“, en aldrei voru þeir grafir eöa grafhýsi, enda hafa aldrei fundist í þeim kistur né fjársjóöir — þrátt fyrir allar þjóðsögurnar um stórkostleg leyndar- mál. Fornleifafræöingum sem grann- skoöuðu þessa merkisbyggingu, kom mjög á óvart, í hverju ástandi þetta glæsiverk var aö innan: þar var allt í óreiðu, ófrágengiö meö öllu, þannig að menn gátu séö, hvar stórar blokkir lágu um allt, en ennþá ber rautt letur merki um, hvar átti aö láta þær. Granítfelli- huröir finnast hvarvetna hjá dyrum, hálfhöggnar í berg. Gangar, stigar og „herbergi" eru ekki einu sinni grófpúss- uð — svo sem fokhelt; allt er tómt nema hvað byggingarefnið og verkfæri blasa við víöar um dimma bygginguna. Ná- kvæmlega eins og byggingarmeistarar, sem hófu þetta verk, heföu hætt í miöju kafi. Merkast er samt, að hvergi hafa fundist bruna- eöa sótför, sem gætu ef til vill bent á einhverja lausn. Það er vitaö í dag, aö smíöar pýramídanna fóru þannig fram, aö engin var þörf fyrir lýsingu á meðan á byggingunni stóö (sjá Tæknin við byggingu pýramídans mikla er ekki eins leyndardómsfull og oft hefur verið talið. Til- gangurinn er hinsvegar ekki eins augljós. Höfund- urinn telur fráleitt, að hér sé um grafhýsi eða minn- isvarða að ræöa, en setur fram kenningu, sem mörg- um mun þykja nýstárleg. lengra). Virðist þá vera, aö þessi mannvirki uröu ósnert og sem sé aldrei notuö. Fjarvera sótfara bendir einhliöa Christian Favre er af svissneskum uppruna, en búsettur á íslandi. Hann ritaði nýlega grein í Les- bók um fyrirbærið gyð- ingaofsóknir og vakti hún mikla athygli. Kenningu sína um tilgang pýramíd- ans mikla reisir hann á þekkingu sinni á fornum ritum. til þess, aö aldrei hafi menn stigið inn í pýramídann mikla. Fullyröingar nokk- urra fáfróöra draumóramanna, sem Teikning, sem sýnir ríkjandi hugmyndir nútímamanna um verktækni Forn-Egypta: Þrælar eru látnir draga og lyfta steinblokkunum. Það skiptir þó meira máli, til hvers í ósköpunum var verið að leggja í alla þessa fyrirhöfn. Leumamál púramdm mikla

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.