Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 7
rauninni er heldur um sorg eöa gleöi aö ræöa í einni og sömu sögu eöa söng. írar voru ávallt nokkuö frábrugönir þeim þjóöum sem lifa á menníngarsvæöi okkar, þar sem norðurlandamenn og þjóöverjar ráska. Sem betur fer ræktuðu þeir sína eigin duttlúnga; en því miöur mun þeim varla takast aö halda lángri rækt viö þá, og þetta mundi veröa að harmi heimsins ef hann vissi nokkuð hvað um er aö ræöa. Við dáum að vísu þær bókmenntir sumar sem frónar hafa saman sett á ýmsum tímum; en viö landar höfum samt ekki veriö eins vel heima hjá okkur og írar voru hjá sér: viö höfum snapað að utan, en ílla getað sameinaö ytri lærdóma hinum innra manni; og nú kemur margt til greina sem erfitt er aö tala um en á rætur aö rekja til þess aö margt varö okkur erfitt á leiöinni fram, og líklega mest fyrir of haröa einángrun, og lítið svigrúm, of lítiö líf, of fáa snarpa bardaga og of lítiö blóölát, eða reiði sem fengi aö njóta þess aö brenna úr sér viö nautn. En viö ætium aö þaö mundi hafa orðið okkur fyrir góöu ef hinna írsku áhrifa heföi notiö eitthvaö lengur á þessu landi en raun varð á; okkur heföi ekki veitt af aö hressast eitthvaö af mennsku þeirra. En ef írar heföu fengiö einhverja áheyrn meöal annara mundi þaö hafa komið til fyrir það aö þeim hefur jafnan tekist aö tjá sig í orðum: þeir nutu sín í máli, og jafnvel á kostnað annara lista, og raunar eins og við: aö þær voru ekki til! Þeir voru nógu blátt áfram og ísmeygilegir um leið til þess aö þeim nægöi aö hvísla frammi fyrir móeld- um sínum um þaö sem geröist í héraöi (og þaö var misvel hér á jöröu eöa í álfheimum, eftir því hve vel brann mórinn), í staö þess að sækja allt til Rómar, Lúthers, Darwins og Fords eins og aðrir: í staö þess aö vera eingöngu kaþólskir fengu þeir aö leggja rækt við hálfheiönar heföir: og þessi heiðni fékk öldum saman hitann í sig frammi fyrir hinum snarkandi móeldum. Hvílíkur reginmunur er á þessum gelísku áráttum og hinum norrænu! í staö þess að viö mælum hvert orö og seljum, gefur hinn írski andi. Þulurinn mundi aldrei hafa oröiö svo áheyrilegur þjóö sinni ef hún heföi ekki fundiö aö þaö var fyrir einhverja endurnýj- andi hugmyndaauðgi aö hún leitaði hans, og þess vegna kom hann öldum saman til aö skrafa frammi fyrir þessum hýru fátæk- legu eldum. En þess vegna er skáldskapur okkar svo innantómur oft og tíöum, aö hann er nískur. Ekkert getur betur sýnt blánkheit hans en það, aö hann skuli ekki hafa fundiö hjá sér hvöt til aö brjótast úr úr þeirri heimsku skynsemi sem hann var ávalit að leggja lag sitt viö, þessari þrifnaöarlegu dyggö sem er svo hallærisleg þegar hún veröur að fara ein og óstudd. Landinn trúir í rauninni enn þann dag í dag aö skynsemin sé hin eina rétta hækja, jafnvel að hún sé skybsöm! En þess vegna er hann, þessi íslenski andi, fullur af peníngum, tölum og ótta. Atvinnurithöfundar þessa tíma veröa hvimleiöir þegar viö leiöum þá til móts viö þessa lágrómuðu þuli, sem varla áttu nafn fyrr en einhverjir borgarbúar fóru aö forvitnast um þá. Hversu mildir þeir verða í máli og spakir miöaö viö þá víðfrægöu menn sem skrifa skáidsögur í dag, og hversu írar voru jafnan músikaiskari í máli en norðurlandamenn, þjóöverjar og jafnvel bandaríkjamenn, sem í dag hrópa líkt og hin stóru auglýsíngaskilti sem okkur er sagt aö blasi við bílafólki viö útjaöra allra borga. Og það hlýtur aö koma okkur undarlega fyrir sjónir á þessum sadda og tómláta tíma, aö gleöin skuli ríkust hafa búiö meö þeim snauöu mönnum sem írarnir voru í sjö aldir, þjóð sem næstum var pínd út úr þessu lífi; og kannski furöar okkur mest á því aö finna aö þeir voru ríkir af hamíngju, jafnvel þótt viö heyrum þá aldrei hlæja. Viö héldum ávallt aö hláturinn sýndi best hina sönnu gieði, en írar brosa. í staö þess aö brosa hlæjum viö. Viö hlæjum náti, éða hlæjum alls ekki, og hana nú! Okkur er alvara! Ef þulurinn átti asna eöa hest til aö styöjast við og talaði stundum að kvöldi á svig viö móeldinn sinn, notast skáldinn í dag viö ekki minna en jaröýtu. Og hann Knockalla Hills í Donegal. Málverk eftir irska málarann Dan O’Neill, 1920—1974. Gömlu hjónin. Málverk eftir írska málarann Charles Lamb, 1893—1964. takmarkar sig ekki viö undur næsta héraös og andaktar sig yfir þeim, heldur leitar hann til hinnar föstu jarðar, líkt og trýni svínsins gerir, eöa þá, fyrir snobbaöa tískuleit, inn í háskóla og menníngarstofn- anir. Þar fær hann að moka aö vild og í öllum skólum um leiö: hann mokar upp úr heilum þjóðmenníngum þeirri köldu hrá- menníngu sem alls staöár fíkir í dag. Qa hann stígur engum smáum skrefum þessi maður; hann dettur ekki nema hann detti um fjöll, í stað þess aö þulurinn gamli kynni aö falla um smástein í hlaði. Eftir nokkurn tíma munu byltur fjallhraparans veröa aö því meiri slysum sem þær voru stærri í sniðum, en sá sem datt hjá sér í hlaöi rís á fætur, strýkur sér um hnén og heldur brosandi af staö. Því asninn hans er hluti af honum sjálfum og spjallvinirnir á næstu bæjum, allir eru þeir dýr hluti af honum sjálfum, eins og hann er hluti af þeim. Aftur á móti á hinn mikli skóflumaöur hæpiö erindi inn í skólana, þótt hann sé aö rolast þar. tnuS 2,r h2Pn kaldur, fráhrindandi og innantómur þegar einhver veroör S'.'í slysinn að ónáöa hann. Því þessi maður vill fyrst og fremst fá aö vera í friði fyrir lífinu, friöi fyrir fólki fyrst og fremst, því hann er í raun og veru tómur og á engin erindi meðal þessa fólks, sem fyrirlítur hann engu síður en hann fyrirlítur þaö. Vlö erum líka hrædd um aö þessir stórfengu menn þættu fremur óviröulegir á kvöldvöku hjá þulinum okkar þar sem hann er að skara i hlóðirnar rétt á undan spjalli, þar sem hann er nú aö hita sig upp í talið tendra log af eldi til aö geta rjóöaö pípuna sína, byrjar svo að totta pípuna eins og til aö fela þaö fyrir okkur aö hann eigi nú í vanda, spýtir síðan í hlóöirnar og hefur svo sína sögu lágum rómi. Nú, þegar svo algengt er aö verða, aö menn fullorðnist lángt á undan þroska sínum, hvaö verður þá náttúru ódrukkins manns á aö hugsa um þaö? Kemst nokkur fram úr þeim hraöa sem lífið er aö skoöa á ferö sinni? Eöa kemst nokkur maöur fram úr hugsun sinni? Þar sem skáldinn veit aö þaö er ofurmannlegt í dag aö ná áheyrn manna með látlausum oröum kýs hann aö tala umfram getu sína, því hann virðist fremur vilja vera robot og fá aö erinda eitthvaö viö tilvonandi robota en aö fá þó ekki einhvern veginn að pirrast. „Menn munu ná áfángastaö áöur en þeir byrja morgunverð, og þeir munu vakna óur en svefninn hirðir þá,“ segir einn hinna síöustu þula um þá sem nú eru aö hefja sprettinn. Þessi tími er orðinn þreyttur og með manninum strax í öndveröu sinni, þótt hann sé nýgenginn úr hlaði, saddur meö fullan mal. Hann veit aö hann veit allt, á allt og getur allt. Raunin er bara sú, því miður, aö okkur grunar, og viö vitum raunar, aö harla fátt sé reynt meö miklum dásemdumí þessum nýútgengna ferðalángi. Þaö er engu líkara en að hann geri sér ekki grein fyrir því aö manninum veröi ekki unnt að haga ferö siöní a hátt en náttúran ætlar túnglinu að gánga: að allt er enauriel(ii — og öllu er ætlaö að vera það.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.