Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 11
Islendingar eiga bágt með að trúa sinum eigin augum, j)egar þeir sjá verðið á nýlegum og ágætlega útlítandi bílum á bílasölunum. Þessi Cadillac, nýlegur og vel útlítandi kostar t.d. 1260 dollara, eða liðlega 8 þúsund nýkrónur. l m i . . SnctucfecftMy POtatoM Aeoltosiaw VOUSAVEIOC mm ArbyKRoMkBMt 1.1« 1.28 Artoyy Sufwr l.t« 1.88 Artv-Q» 2.1 3 1.38 BMf * ChMdar 2.2 9 1.3 5 Aftoý% Jr. * .8 8 Artoy’s Ctub 2.4 2 1.8*» TufMyOMim 2.3 3 1.88 HtmÍOlNM 2.3 3 1.5 8 fTIEWS Potato CMm .2 3 f.5 4 French rrtts .4 S .17 Cot» Sttm .3 3 Arby% Saujjp/Hocsoy Stuct .8 0 .8 0 . JLfL. Amerísk þægindi í veitingabransanum: Taflan a tarna er utan á húsi, þú ekur þar framhjá, opnar rúðuna og segir hvað þú vilt, ferð síðan og leggur hílnum og pöntunin verður tilbúin á borðinu, þegar þú kemur inn. ur í Florida, ef með þyrfti. Þá er betra að líta ekki einu sinni inn úr dyrum í verzlunum, en gista á ódýru móteli, sem að haustlagi og framundir miöjan des- ember kostar ef til vill ekki meira en 15—20 dollara. Þaö er hægt aö sleppa því aö vera á bílaleigubíl, en stunda sjóinn og sólina af þeim mun meira kappi — og kaupa svo í matinn og elda heima. Með þessu móti virðist mér að hægt væri að komast af með svo sem 40 dollara á dag fyrir tvo. En auðvelt er að auka sér útgjöld meö ýmsu móti. Mér var sagt, aö góð viömiðun væri aö hafa 100 dollara fyrir daginn og þá ekki reiknaö meö neinni verzlun í því. En mér þykir það óþarflega vel í lagt; útkoman hjá okkur hjónum varð um 80 döllarar á dag. í þeirri tölu er bíllinn tekinn meö í reikninginn, svo og bensínið á hann. Útkoman veröur að sjálfsögöu bezt, ef 5 einstakir eöa tvenn hjón geta tekið bíl saman. Miðlungsbíll kostar um 20 dali á dag, aö viöbættu bensíni, sem kostaði í nóvember síöastliönum 1,80 nýkrónur lítrinn. Skiptist sá kostnaöur t.d. í tvennt, kostar bíllinn 33 Nýkr. á dag. Hitt er svo annað mál, aö þegar veriö er á bíl, þykir sjálfsagt aö nota tíkina og þetta ódýra bensín. Frá St. Petersburg er dágóöur bíltúr uppeftir rifinu til Clearwater og Tarpon Springs, en einnig og ekki síður skemmtilegt að aka í suðurátt; yfir risabrúna, sem hrundi aö hluta í fyrra, þegar skip sigldi á eina undirstöðuna. Þá er komiö til Bradenton og síöan til Sarasota, sem er þekktur dvalarstaöur meö urmul af hótelum og mótelum. Þar úti fyrir er rifið Long Boat Key meö glæsilegum hótelum í rööum, en Sarasota er, aö mér finnst, öllu viðkunnanlegri staöur en St. Petersburg og ekki eins svefnbæjarlegur. í þriðja lagi er tæprar klukkustundar akstur noröaustur til Tampa, sem er eitthvað hátt í að vera milljónarborg. Þar hafa veriö krossgötur frá gamalli tíö og langt síðan þar tók aö myndast borg. Þeir, sem eru ökuglaöir, láta sér ekki duga slíka smábíltúra. Þeim þætti nær lagi aö taka 6 tíma í að aka allar götur suöur til Miami, eöa noröur til Jackson- ville, sem telst höfuöborg fylkisins. Höfrungar með mannsvit Flestir taka þó annan kúrs; nefnilega austur til Orlando, sem er borg á miðjum skaganum, um það bil 3 tíma akstur frá St. Petersburg. Ekki er þaö þó borgin sjálf, sem dregur aö sér féröamenn, heldur þau firn önnur af manna völdum, sem þar í nágrenni er aö sjá. Þar er fyrst aö telja ævintýrareit- inn Disney World, einnig sædýrasafnið Sea World, sem mun vera þaö frægasta sinnar tegundar í heiminum — og sumir leggja leið sína út á Kennedy-höföa á Atíantshafsströndinni til aö berja augum Kennedy Space Center og allt þaö kram, sem notaö er til tunglferða. Geimtól þessi og alla þá stassjón lét ég eiga sig og get ekki lýst því hér. En mér þótti eftirminnilegt aö koma í Sea World og sjá seli, sem virtust ekki aöeins hafa mannsaugu, heldur og mannsvit. En skemmtilegastir eru höfr- ungarnir, þessar gáfuöu og góölátlegu skepnur, sem virðast sækjast eftir blíöu mannsins eins og hundar. Sjálft trompið er stór hvalur, en þó ugglaust eitthvaö skyldur höfrungum. Hann tekur m.a. þjálfara sinn framan á kjaftinn og gæti aö sjálfsögöu gleypt hann gegnum annað munnvikiö, — en lætur það alveg vera og syndir þess í staö í bólakaf meö manninn; síðan á mikilli ferö og stekkur hátt í loft upp og skutlar manninum ennþá hærra. Ævintýrin hjá óvini mannkyns Disney World er annars eðlis; þar ræöur ævintýriö og fantasían ríkjum og skemmtilegt aö ganga þar um dag- stund, þó ekki væri nema til þess aö sjá, hvaö margt er hugvitsamlega fram- kvæmt. Ekki veitir af degi til aö sjá þaö helzta og ætti aö höföa til þeirra, sem ekki hafa misst útúr sálinni hina upp- runalegu tilfinningu fyrir því ævintýra- lega. Hér voru aðeins skógar og vötn áriö 1965, þegar Walt gamli Disney fékk augastað á Florida og ákvaö aö skapa þar annað Disneyland. Haustið 1971 var Disney World opnaö og ótrúlega stór hluti af þeim 20 milljónum túristum, sem árlega gista Florida, koma viö í Disney World. Svæðið er allt á stærð við dágóöan bæ og margt er þar reist á því, sem engilsaxneskir kalla nostalgiu; þaö er lotningarfullri eftirsjá eftir því liöna. í þeim anda er dæmigerö aöalgata úr bandarískum bæ frá því snemma á öldinni: Main Street meö öllum þeim föstu liöum, sem þar áttu heima. Búðirnar eru innréttaöar eins og hjá Duus eöa í Thomsens Magasíni um aldamótin og fólk í þeirrar tíöar klæöum afgreiöir handunnar vörur í stíl viö þennan löngu liðna tíma. Þetta er partur af ævintýrinu, en annaö byggir aftur á móti á framúrstefnutækni og vísar veginn til framtíðarinnar. Höll Ösku- busku, sem gnæfir yfir allt saman, er fallegur hrærigrautur úr evrópsku miö- aldavirki og höll frá Endurreisnarskeið- inu, — en bregöur engu aö síöur ævintýralegum svip á umhverfið. Walt Disney er H.C. Andersen síns tíma og talar á því máli, sem jafnt nær til barna og fullorðinna og langflestir skilja nú á dögum, hverrar þjóöar sem þeir eru. Til eru þeir á vinstri kantinum, sem sjá í Walt Disney mikinn höfuöfjanda mannkyns, svo sem fram kemur í Disneyrímum Þórarins Eldjárns til dæm- is. Áhyggjur Svía útaf Andrési Önd eru líka vel kunnar. En eftir aö hafa gengið um ævintýraland Disneys finnst manni dálítiö með ólíkindum, að mannkyns- frelsarar skuli ekki hafa áhyggjur af einhverju öðru og nærtækara. Að sjá ekki skóg- inn ffyrír trjánum Aö endingu nokkur orö um þjónustu flugfélaganna. Einhverntíma á dögunum hitti ég íslending að máli; hann var nýkominn aö vestan og varö tíörætt um þann mun, sem hann taldi á þjónustu um borö í bandarískum flugvélum annarsvegár og vélum Flugleiöa hins- vegar. í þeim samanburöi hallaði mjög á Flugleiöir. Við flugum suöur til Florida meö Delta, en noröur til New Vork meö Eastern; hvorttveggja eru stór flugfélög í bandarísku innanlandsflugi. Þarna var sá háttur hafður á veitingum í flugi, sem er þó jafn langt og héðan frá íslandi til London, aö farþegar fengu lítinn matar- pakka, innvafinn í plast. Þaö vár kalt kjöt og eitthvað fleira heldur þurrt og ólystugt og ekki einu sinni gaffall og hnífur úr plasti, sem varla kostar mikiö. Maöur átti sem sagt aö stýfa þessar veitingar úr hnefa og eitthvað ófagurt yröi trúlega sagt, ef okkar menn byöu uppá annaö eins. Til samanburöar vil ég geta þess, aö Flugleiöir framreiöa heitan mat, sem var að minnsta kosti í þessi skipti úrvals- góöur. Þar er aö auki sá höfðingsskapur viö hafður, aö rósavín er veitt meö matnum, en annaöhvort koníak eöa líkjör meö kaffinu. Mér flaug í hug, aö ummæli farþegans, sem fyrr er getið, endurspegla þá íslenzku áráttu og minnimáttarkennd, aö allt útlent sé betra, hversu bágboriö sem þaö annars kann aö vera, — samanber sóöaskap- inn í Frakklandi, sem telst afsakanlegur og jafnvel hrífandi, vegna þess aö hann er þar. Ef til vill væri hann þaö einnig á Florida, en glöggskyggn gestur mætti lengi leita áður en hann yröi var við eitthvað slíkt. Florida hlýtur aö vera eitthvert hreinasta land á þessari jarð- arkringlu. Á fjölförnum götum eöa baðströndum sést ekki bréfsnifsh ekki einu sinni sígarettustubbur. Og enginn fær þar í magann af illa tilreiddum mat. Eini óþrifnaöurinn eru skiltin sem kepp- ast um aö æpa á athygli vegfarandans, svo maöur sér ekki skóginn fyrir trjánum. Gísli Sigurðsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.