Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 8
 Útsýni norður eft- ir St. Petersburnh Beach — Péturs- borgarströnd. þar sem hótel og motel standa í röðum við hvítan sandinn. Til hægri: Dæmi- gerður Florida- himinn í góðviðri. Staðurinn er Clearwater, dálitið norðar á rifinu en St. Petersburgh Beach. Ekki er ýkja langt síðan Florida komst á dagskrá í sambandi víð sólarlandaferðir. Sífellt aukin eft- irspurn hefur verið eftir slíkum ferðum þegar frost er á Fróni og veturinn ríkir. Um árabil hefur þeirri eftirspurn verið svarað með ferðum til Kanaríeyja. Til eru þeir sem búnir eru að fara þangaö margsinnis og má segja að það sé dálítið einhæft. Jafnframt fóru Flugleiöir að skipuleggja ferðir til Miami á Florida, sem er svo til nákvæm- lega á sömu breiddargráðu og Kanaríeyjar. Og smám saman hefur það einnig færzt í vöxt, aö fólk kaupir einfaldlega farmiða með áætlunarflugi til Florida; ekki endilega þá til Miami, heldur til Tampa, sem er ögn styttra flug. Þar er tekinn bílaleigubíll og kannski haldið til St. Petersburg, Sarasota, eða eitthvað annað. Á annatíma, sem telst frá miðjum desember og frameftir vetri, er ugglaust öruggara að eiga pant- að hótel eða mótel, en að haust- inu og fram í desemberbyrjun er ekki þörf á því. Það skal tekið fram, að hér verður ekki sögð nein ferðasaga. Það sem á eftir fer er ætlað að vera til hagnýtra upplýsinga til handa þeim, sem hyggja á ferð til Florida á þessu ári. Hversvegna til Florida? Til Florida er aö sjálfsögöu hægt aö fara áriö um kring. Aö sumarlagi gæti hitinn þó orðið meiri en góöu hófi gegnir fyrir okkur og þar af leiöandi rétt aö líta á landið sem valkost á móti Kanaríeyj- um á þeim tíma ársins, þegar ekki þykir fýsilegt aö koma á ítalíu- og Spánar- strendur. Veðurfarið er ekki eins jafnt árið um kring og á Kanaríeyjum; í Florida gætir áhrifa frá meginlandinu mikla í noröri. Kaldir straumar geta borizt þangaö suðurúr; þaö getur gert hressilegar dembur meö þrumum og eldingum og svo getur veriö heiðríkur himinn dögum saman. Aö vetrarlagi er hitinn afar þægilegur; oftast frá 18—28 stig á celcius og loftið viröist hreint og ómengaö. Sólarlandaferðir eru yfirleitt farnar meö þaö fyrir augum aö hvíla sig og njóta lífsins í ró og næöi — kannski meö einhverri skemmtan sem ívafi, — en það er oftast utan dagskrár að skoöa sig um aö einhverju marki. Munurinn er þó sá, aö á sólarströndum Júgóslavíu, ítalíu og Spánar er fólk yfirleitt án farartækis og heldur aö mestu kyrru fyrir á einum og sama blettinum. Flestir leigja sér hins vegar bíl á Florida; það er liöur sem betra er aö taka strax meö í reikninginn, ef förin » ** Veía skemmti- íeg. Þessvegna má gera ráð fyrir, aö Að neðan: Jól í aðsigi: í Disney World er búið að kveikja í risa-jóla- tré í blíðunni. en jólatréð er búið til úr nokkrum tug- um, ef ekki hundr- uðum grenitrjáa. sem bundin eru saman. Til vinstri: Sifellt aukinn ferða- mannastraumur kallar á ný hót- el og veitingahús i aliskonar stil. Þetta er ekki gömul hlaða úr spýtum og meira eða minna ryðguðu járni, heldur splunku- nýtt veitingahús á Pétursborg- arströnd. Þú sérð ekki skóginn fyrir trjánum: Allsstaðar æpa skilti á athygli þína og vegamerkingarnar vilja týnast í þessum ósköpum. Chicken. UNUMiTED Gisli Sigurðsson PUNKTAR FRÁ PETU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.