Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1981, Blaðsíða 16
Leyndarmál pýramídans mikla aö vera klæddur þessum föt- um. í svipuðum búningi komst Móse til hjarta vetrarbrautar- innar eftir aö hann fór upp á fjalliö...“ Viö Ijúkum nú fræöinni um hina hröpuðu: .. sannarlega færist þessi manntegund ekki ofan til okkar nema aö hún hafi fyrst íklæöst búningi sem er miöaö- ur viö eöli þessa heims. Slíkan búning nota sendiboöar aö utan. Þegar þeir ætla að fram- kvæma „flutning" í áttina að okkar heimi, byrja þeir ekki fyrr á „millifærslunni“ en þeir hafi fariö í búning samsvarandi þessum heimi... “ Viö getum í þessu Ijósi reynt aö giska á, hvaö geröist í raun og veru. Þessir „hröpuðu" (nefilim) voru geröir útlægir frá reikistjörnunni Adamah. Þeir lentu á Jöröu niöri. Þar leituöust þeir viö aö reisa bækistöö (,,borgina“) og geim- stöövarpall á leynistaö, þar sem „hinir“ gætu ekki komið auga á framkvæmdir þeirra. Þeir voru þar í tvöfaldri hættu: annars vegar gátu þeir ekki lifaö fyrir utan stööina, því þeir gátu ekki notast við allar lofttegundir okkar, og hins vegar voföi jafnan sú ógn yfir, aö þeim yröi komiö fyrir kattarnef. Eina vonin fyrir þessa útilegumenn var aö komast aftur „heim“ til Adamah. Viö höfum fengið vitneskju um hina misheppnuöu tilraun þessara utanaökomandi vera aö eiga mök viö jarðneskar konur, þar sem afkvæmi þeirra uröu fárveik og dauöa- dæmd. Þessi kynblöndun hefur samt sem áöur haft líffræðilegar hamfarir í för meö sér, því „Jörðin tók aö úrkynjast óöum fyrir augum EL-veranna og Jöröin var að fyllast (mannlegum) ófreskj- um...“ (VI—14) Hvernig fæst þaö skiliö, ef þessar verur voru allar sameinaðar inni í stööinni og vel verndaðar gegn útiloft- inu? En Tóran segir þó, aö þeir uröu tvístraðir um allan hnöttinn. Hvernig var það hægt? Sé um venjulega pýramída- byggingu aö ræöa, er útilokaö, aö slíkt gæti gerst og Biblían er ævintýri. En hvaö segir Ritningin nákvæmlega? „... Gerum oss fararkost en efri hluti þess (toppur þess) var þegar á himnin- um ..“ Sé rétt lesið í frumtextanum, fæst fyrst um sinn skiiningur á atburða- rásinni: geimstöð var þegar á lofti þegar sambandiö rofnaöi. Þess vegna gátu þeir ekki lengur „heyrt hver til annars". Þessar verur frá Adamah réöu ber- sýnilega yfir sömu geimflugs- og véla- tækninni og EL-verurnar. Þeir notuöu vafalaust samskonar stjórnunartæki og álíka fjarmiölunarkerfi, þar sem þeir voru ættaðir frá sama alheimshlutanum. Þess vegna var þeim aöeins ein leiö til aö komast undan „óvinum" sínum: aö skipta um fjarmiðlunarkerfi og skapa sér á þennan hátt nýja stjórnunarað- ferö. Þaö er einmitt: „og sköpum oss annaö kerfi handa okkur, svo aö viö tvístrumst ekki.. .“ En, eins og segir í Tórunni, tókst þeim þaö ekki. Hinir fundu þá og, á einn eöa annan hátt slitu þeir sambandi, ekki milli mannanna heldur milli tækjanna og einangruöu þar af leiðandi mennina í geimstööinni algjörlega frá hinum á Jöröu niöri. Þeir fyrrnefndu misstu stjórn á stööinni og urðu að nauðlenda (þaðan nafn þeirra „hinir hröpuöu") svo langt frá bækistöö sinni, aö þeir áttu ekki annan kost en aö reyna aö bjarga sér sjálfir. Þeir gátu ekki lifaö þetta af. Sömu örlögin biöu hinna á Jöröu niöri. Þar sem tæki þeirra létu ekki lengur aö stjórn, var stööin oröin gagnslaus og veitti þeim ekki neina vernd. Þeir yfirgáfu hana og reyndu aö blandast íbúum Jarðar með þeim afleiöingum er okkur eru kunnar. Þannig getur loksins skilist tvístrun sú sem Ritningin fjallar um. Einnig hér styöur Zohar þessi rök. Þar segir (noah, lev-aleph): „.. . Þegar var grandað miöl- unarkerfi þeirra, varö allt í einu afl þeirra að engu, orkugjafi þeirra var eyöilagður. Við skul- um gefa því nánar gætur: fjarskiptakerfi þeirra niöri var Hiö Heilaga Dulmál, sem allar himinssveitir nota til aö viö- halda sambandi sín á milli. Frá því draga þær allar afl sitt, en þær geta ekki skiliö neitt annaö mál ... og þess vegna voru þeir (í stöðinni) viöskila við hina og gátu ekki lokið við smíöi stöðvarinnar. . . “ Aö lokum munu öll þessi atriði skýrast enn, ef gáð er aö, hvaö Zohar segir um reikistjörnuna Adamah. (sitrei-tóra 257 a) + „.. . á sama hátt og eru til sjö önnur stjörnukerfi hvert ööru æöra, finnast í þeim einnig reikistjörnur á mismunandi stigi. Þær heita: Erets (reiki- stjarna okkar), Adamah, Gei, Nsjía, Tsía, Arqa, Tevel .. . Æösta reikistjarna er Tevel. Þegar Adam var geröur útlæg- ur frá Eden, var hann fluttur til Jaröar. Þar grúföi enn myrkriö yfir og hvergi sást Ijós. Adam var hræddur, en aö „Shabbat “ loknu flutti Hinn hái Meistari hann aftur frá Jörðu og setti hann niður á Adamah, eins og sagt er í Ritningunum: EL- verurnar tóku mig burt úr Eden-svæöinu til að vinna á Adamah. Frá þessari stjörnu sjást allmargar stórar stjörnur og einnig stjörnuþyrpingar. Þar líöa dagar ööruvísi. Ver- urnar þar eru stórvaxnar, þær eru líkar samt mannverum þeim, er Adam fæddust á 130 árum, áöur en hann þekkti aftur Evu. Þessar verur eru geösjúkar, alltaf sorgmæddar. Stundum fara þær frá stjörn- unni sinni og koma til Jarðar fljúgandi, en þar veldur nær- vera þeirra ósköpum. Ef þeim tekst aö hverfa aftur heim áöur en of seint verður, geta þær læknast og veröa aftur heilar. Þar yrkja menn og boröa afuröir moldarinnar, en hvergi finnst á þessum heimi korn né nein af hinum plöntutegund- um. Á þessari stjörnu fæddust Kain og Abel. Þegar Kain syndgaöi, rak Heilagi Vöröur- inn hann frá þessum hnetti kölluöum Adamah, eins og stendur: „Þú rakst mig í dag frá yfirboröi Adamah.“ Geröur útlægur á Jöröu niöri, Kain ráfaöi um ísífelldri hræðslu viö hinn eyöandi geisla, þangaö til Vöröurinn Helgi leyföi honum aö flytja til Arqa, þar sem honum ólust afkvæmi. . .“ Hin mikla tilgáta Á meöfylgjandi mynd er sýnt hvernig var fariö aö hlaöa upp steinblokkirnar: fyrst var mokað upp sandi að einni hlið og gerö uppfyliing 1. Margar þrælalestir drógu síöan blokkirnar upp eftir henni. Á lágmyndinni efst á sömu blaösíöu sést vel, hvers konar aðferð var beitt til að flytja steinrisa, er vóg um 40 tonn. Þar var sleöinn einnig notaöur: þrælar ráku tré undir hann um leið og honum var mjakað áfram. Neöst á lágmyndinni bera þrír þrælar trén á öxlunum, meðan aðrir smyrja sleðann og trén meö pálmaolíu til aö auövelda núninginn og þar af leiðandi flutninginn. Einnig má sjá þræla bera kúlulaga olíukrukkur. Egypt- ar notuöu líka frumstæöa krana (sjá mynd) til að koma blokkunum á réttan stað. Viö hina hliðina eru allir önnum kafnir viö að moka sandinum frá fyrstu þrepunum, sem voru nú fullbyggð undir beru lofti. Það felst sem sagt ekkert leyndarmál bak viö byggingu slíkra steinrisa, en menn veröa þó aö gera sér grein fyrir því, aö bygging pýramídans tók um 500 til 700 ár, en ekki 80 ár eins og fáfróðir svindlarar vilja telja mönnum trú um. Cheops (réttu nafni Khú-fú) fullgerði þessi glæsiverk en um leið sviðsetti hann merkilega blekkingu: Hann lét tileinka sér pýramídann, eins og hann sjálfur hefði verið að byggja hann, meðan hann var á lífi. Margar og tíðar þvílíkar falsanir áttu sér stað á þessari árþúsund. Sumir Faraóar létu jafnvel þurrka út nafn byggingarmeistara og fyrrverandi eiganda til aö koma sínu eigin nafni fyrir. Svo sannarlega er ekkert kraftaverk viö byggingu pýra- mídans, en leyndarmáliö felst í tilgangi hans. Hér veröur aðeins að gefa skýr- ingarmyndinni góöar gætur. Þaö sem langflestir vita um pýramídann, tengist eingöngu viö hluta nr. 1. En fáir vita, aö heildarbyggingin leit í raun og veru út eins og er sýnt á teikningunni á bls.13. 1 aöalgeymsluhús 2 aðalaðgangur aö pýramíd- anum. Þessi bygging var gluggalaus og næstum loftein- angruö. Hún var þétt bæöi aö innan og utan, nema hvaö mikiö ferkantað op, efst á henni, lá beint niöur í miöja bygginguna. Fremst var breitt innskot, sem líktist lendingar- palli fyrir þyrlu. 3 hliöarbygging tengd viö „pýramídann" gegnum lokuö göng. 4 önnur hliðarbygging með forálmu tengd viö „pýramíd- ann“ meö bryggju efst. 5 lítiö geymsluhús tengt bæöi viö aöalaöganginn og byggingarnar 6 og 7. 6 stærri bygging allokuð. Engar voru útskýringar varö- andi tilgang hennar. 7 þreföld húsakynni. Inni í þvíeru gangar og salir, þar eru einnig gluggalaus herbergi. 8 100 metra löng, lokuö göng. 9 einangrunarklefi: í báöum endum hans hefur verið komið fyrir granítfellihuröum, sem mjög margbrotið oþnunarkerfi hreyfði ýmist upp eöa niður. 10 600 metra löng, lokuö göng, er áttu að ná innst í „pýramídann“. 11 aöalinngangur aö pýramíd- anum. Þarna voru nokkur Ijós- eöa ræstingarop. Inni eru 4 salir, forsalur, sem var lokaöur af tveim fellihurðum. Einnig má sjá efst á þessari byggingu nokkurs konar brottfararpall. I hverjum tilgangi var þetta allt byggt? Viö skulum nú gera ráö fyrir, aö Egyptar hafi fengiö vitneskju um geimstöð ekki of langt frá byggðum sínum, en þó nógu fjarlægt manna- bústööum til þess aö valda þeim engu tjóni — helst þá í eyðimörk. Þeir skildu vitanlega ekki tæknina, sem fólgin var í þessum samstæðum, . en tilgangur bygginganna var þeim ætíö Ijós: þar áttu „guöir“ þeirra samastað. Þaðan flugu þeir til stjarnanna og þar lentu þeir einnig. Goöafræði Egypta lýsir þessum „guðum“ á fleygiferö milli stjarnanna og gerir plánetur aö dvalarstaö þeirra. Nú segja pýramídatextarnir allir, aö „guö- irnir“, er forðum lentu í Egyptalandi og kenndu frumbyggjum þess að yrkja jöröina, skrifa, byggja, telja, grafa skuröi... o.s.frv., voru rauðir á hörund. Á hebresku þýöir „adamah“ rauöa stjarna (sú rauöa) og þar af leiöir, aö Adam þýöir: vera frá rauðu plánetunni. Tórunni samkvæmt hefst dýröarskeið Egyptalands, þegar Egyptar kunnu loks aö ráöa viö flóö Nílar, reikna út nákvæmlega tíöni þeirra og ákveöa fyrirfram matarskortstímabil. Þeim læröist þá aö skipuleggja matarbirgöir og matvæladreifingarkerfi. Landinu var skipt í skattdæmi og hreppa, sem voru allir tengdir saman með frábæru vega- og samgöngukerfi. í stuttu máli sagt, þegar Jósef varö vinur Faraós og endurskipulagöi landiö. Þaö er því mjög líklegt, aö hin alþekktu „geymsluhús Jósefs" hafi veriö geimstöö viö jaðar eyöimerkurinnar. Þaöan sótti Egypta- land auðæfi sín. Meö brottför „guö- anna“ til sinna heimstjarna, sió allsherj- ar örvæntingu á land Gósen. Örvænt- ingarfyllsta tilraun Egypta var án efa endurreisn geimstöðvarinnar til þess aö ná aftur sambandi viö „guöina". En frumbyggjana skorti alla þekkingu og tækni til þess. Þeir hjuggu eftirlíkingu úr steini af stöðinni, er vel mætti líkjast frumbyggingunni aö utan, en þar sem þeir vissu ekki hvernig hún var að innan, gátu þeir aldrei fullbyggt hana og þegar tilgangsleysi þessara framkvæmda varö þeim loksins Ijóst, var ákveöiö aö hætta viö bygginguna ... þangaö til mörgum öldum seinna, Khú-fú, hégómlegur kon- ungur, kom fram og skipaöi að ganga frá verkinu aö utan, loka virkinu aö fullu og láta nafn sitt fá allan sóma fyrir vel unniö verk. Lesandanum mun koma vel á óvart, hve líkt skipulag er á nútímageimstöð, eins og til dæmis NASA við Kennedy- höföa, og heildarlagi pýramfdasam- stæöunnar. Á smámydunum eru einnig sýndar eldflaugaskotgryfjur nútímans. Gæti „pýramídinn" ekki veriö eftirlíking af slíkri risastórri geimskotgryfju? 1 Zohar heitir safn fræðirita, sem fjalla um túlkun Tórunnar. Sjö bindi þeirra skiptast í kafla og greinaskil, sem eru skráð og röðuð á sama hátt og Tóran sjálf. Þannig er auðveldað að finna viðeigandi þýöingar eða skýringar. Þessi rit innihalda auk guöfræðilegra og heimspekilegra texta- skýringa, ótrúlegustu lýsingar um alheim- inn og sköpun hans, um vetrarbrautir víðar um geiminn og íbúa þeirra. Zohar er ritað á arameisku, semitískri mállýsku, er töluð var í Palestínu milli 100 f. Kr. og 10 til 40 e. Kr. Þaö er álit fróðra manna, að textarnir hafi verið samdir á laun í lærisveínahópi Meistara Simeon Bar Jokai um 10 f.Kr. En heimildir sjálfar eru taldar leyniþekking hrings, sem Adam sjálfur var fyrsti hlekkur, þegar hann kom til Jarðar- innar. Á 13. öld safnaði Rabbí Móse de Léon þessum ritum saman og tók að raða þeim og lagfæra þau. Vegna þess hafa nokkrir reynt að sýna fram á, aö hann sjálfur sé höfundur Zohars, en þetta er misskilningur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.