Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 2
Konan sem lœkrnði Brésnef Hún er eins og klippt út úr tízkublaðiy enda alger forréttinda- kona í Sovétríkjunum og hefur látið œðsta valdamann landsins njóta þess, að henni hefur verið gefinn stórkostlegur máttur til þess að lœkna sjúkdóma. Blaöamaður frá Vesturlöndum, Henry Gris, sem skrifar fyrir þýzka blaöið „Welt am Sonntag", hefur náö fundum frú Davitasvili í Moskvu, rætt viö hana og fylgzt meö henni í heilan dag og segir hér frá því sem hann sá og heyrði. Hún viröir mig fyrir sér á vangann, um leiö og viö göngum gegnum hiö geysi- stóra marmaraanddyri Hótels Moskvu í sovézku höfuöborginni. Hún talar hárri, skærri röddu. Dsjuna Davitasvili heitir hún. Hún er föl í andliti, kinnbeinin há og augun stór og svört. Hún er klædd svörtum silkikjól og leðurjakka brydduöum loöskinni og er í háum stígvélum. Greinilega Parísar- tízka. Vopnaöur vöröur viö innganginn heilsar og gefur merki. Stór, svartur Tsjaika-límúsín ekur að dyrunum. Sex öryggisverðir, sem fylgja Davitasvili, eiga fullt í fangi meö aö hafa hemil á mannfjöldanum, sem þyrpist að, þegar viö komum út á gangstéttina. Fólkiö er búið aö bíða lengi eftir Dsjunu Davita- svili. Dsjuna Davitasvili hefur bæöi feröafrelsi og fullar hendur fjár og eftirspurn eftir lækningum hennar er geysilega mikil eins og nærri má geta. Hún brosir til fólksins og veifar því. „Ég kem aftur,“ segir hún, eins og hún lofi því. Fójkið verður þarna líka, þegar kvöldar. „Ég má ekki valda því von- brigöum," segir hún viö mig. Síðan gengur hun allt í einu til roskins manns. Svipur hans ber vott um miklar þjáningar. Nokkur augnablik heldur hún höndunum fyrir framan hann, en snertir hann ekki. „Nú líður yöur mun betur,“ segir hún. Þaö birtir yfir manninum. „Er þaö satt?“ spyr hann. „Þaö er alveg rétt, mér líður betur núna.“ „Við veröum aö halda áfram,“ segir Dsjuna Davitasvili. í bílnum segir hún mér frá því, hvernig þaö hafi gerzt, aö dóttir óbreytts hermanns í Kákasus hafi orðið ein auöugasta kona í Sovétríkjunum, veldi kommúnismans. Hún sagöist hafa fengið lækninga- máttinn aö erfðum frá assýrskum for- feörum sínum. . Faöir Dsjunu Davitasvili varö fyrstur var viö þessa gáfu dóttur sinnar. Hún var þá tveggja ára gömul. Hún man eftir því: „Hann bar mig á háhesti, og ég spyrnti fótunum í hann. Hann fullyrti á eftir, aö gigtarverkirnir, sem hann hafði þjáöst af, heföu horfiö." Hún segir frá bernskuárum sínum í þorpinu Kuban í Kákasus: „Nágrannarn- ir komu til okkar, þegar þeir þjáöust af gigt eöa magaverkjum. Mér var í rauninni alls ekki Ijóst, hvernig ég hjálpaði þeim. En mér læröist fljótt aö finna með lófúnum, hvaöan verkirnir væru runnir. Ég beindi höndunum aö viökomandi líkamshlutum án þess aö snerta þá, þangað til ég fann, aö bati væri hafinn. í augum fólksins var ég galdrabarn." Þegar Dsjuna Davitasvili var 14 ára, fluttist fjölskyldan til Tiflis, höfuöborgar Georgíu. Þar vann hún fyrst í kvik- myndahúsi, en hóf svo nám í sjúkraleik- fimi og vann í sambandi viö það á borgarsjúkrahúsi í Tiflis. Brátt spuröist um hæfileika hennar á sviöi lækninga, en sérstaklega þótti henni takast vel meöhöndlun sjúklinga, sem þjáöust af gigtar- og taugasjúk- dómum. En hún gat einnig linað þján- Meö vísifingri vinstri handarkannarLeonid Brésnef hitastig brúnleits vökva, þegar fundur hans og Helmuths Schmidt, kanslara, er að hefjast í Katrínarsal í Kreml. Drykk- inn hefur hann að ráðum Dsjunu Davitasvili, sem með leyfi yfirvalda stund- ar eins konar töfralækn- ingar í Sovétríkjunum og nýtur þar forréttinda á við háttsetta flokksmenn. Dsjuna Davitasvili meöhöndlar sjúkling, sem þjáist af stirðnun í hryggjarliðum. Sl. sumar losaöi hún 13 sjúklinga við sömu sjúkdómseinkenni á Gosplan sjúkrahúsinu. Dsjuna Davitasvili sýnir greinarhöfundi, hvernig hún kannar heilsufar manna með einum saman höndunum. Höfundurinn er ættaður frá Ríga í Lettlandi. í síöari heimsstyrjöldinni kom hann tii London og starfaði sem fréttaritari hjá United Press. Hann býr nú í Bandaríkjunum. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.