Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 13
rofin. Það var aðstoö umheimsins á 19. öld, þróunaraöstoö, sem getur veriö svo tvíeggjuö, sem bar meö sér dauöamein þessa samfélags langt úti ó Atlantshafi, langt frá öörum þjóöum. Hiö forna samfélag haföi mótað sín eigin lífsviöhorf og úrræði í samræmi viö staö- inn, sem þaö byggöi. Fyrstu frásagnir af lífinu á Sankti Kildu á 17. og 18. öld gefa ekki til kynna, aö um nokkra vansæld eöa óánægju meö lífið hafi verið aö ræöa meðal íbúanna. Þvert á móti virtist sem lífsnautn og glaöværö fylgdi daglegum störfum þeirra, og þeir unnu skáldskaþ og tónlist, iðkuöu dansa og skemmtu sér á ýmsan hátt. Það var fuglalífið á Sankti Kildu, sem geröi mannlíf þar mögulegt. Sjófugl var kjarninn í daglegri fæðu eyjaskeggja og helzta lífsviöurværi. Þarna var ógrynni af súlu, lunda og fýl, en af þeim fengu þeir eigi aðeins kjöt og egg, heldur og lýsi, bæði til Ijósmetis og annars, og um langan aldur gerðu þeir sér skæði úr súluhálsi. Kom þá haus fuglsins í hæls staö eins og frá náttúrunnar hendi. Fuglakjöt þótti iostæti, en lítið bragð þótti að fiskmeti. En fuglaveiðar og eggjataka krafðist mikils af íbúunum, sem náðu undraverðri leikni í þeim efnum í augum ferðamanna, er þeir tóku aö iöka þangað komur sínar á 19. öld og þótti þetta hin mesta glæfraiðja. Eyjaskeggjar eltu fuglana í þverhníptum hömrum og klettasprungum himinhátt yfir sjó. Þeir fóru um björgin allsstaöar í nær öllum veðrum. Ökklar þeirra voru gildari en venja er á mönnum annrs staðar og tærnar sterkari og sveigjanlegri. Enginn veit, hvenær forfeður þessara íbúa tóku sér bólfestu á Sankti Kildu né hvaöan þeir komu, en eyjaskeggjar höföu há kinnbein, voru smáeygir, og með hvöss nef, þannig aö þeir þóttu líkjast meir suður-amerískum indíánum en kynstofni af Suöureyjum. Á Sankti Kildu var stundaður sameignar- þúskapur fyrst og fremst, en þó meö nokkru einkaeignarívafi. Aö degi loknum var fuglaveiöinni hrúgaö upp í þorpinu og skipt eftir þörfum. Sauðfé, sem aldrei gat veriö mikiö af, áttu menn út af fyrir sig aftur á móti og bát áttu oft nokkrir saman. Síöustu 500 árin var Sankti Kilda í eigu einnar ættar á Skye-eyju, sem er stærst Suöureyja. Eyjarskeggjar guldu landskuld með varningi, en opinber gjöld greiddu þeir aldrei né gegndu herskyldu. Ekki er vitað til þess, að lögreglumaður gengi þar nokkru sinni á land. Peningar voru ekki notaðir á eynni, heldur eingöngu stunduö vöruskipti. Það var á 19. öld, sem forvitni manna tók fyrir alvöru að vakna á lífi íbúanna á Sankti Kildu, og um leið fylltust margir vorkunnsemi í þeirra garö og góövilja og vildu rétta hjálparhönd. Mannvinur nokkur lét reisa myndarlega smábæi handa eyja- skeggjum áriö 1860, því aö aðkomu- mönnum þóttu myrkrakofar þeirra hinar ömurlegustu vistarverur, en margir þeirra voru reyndar hjallar til geymslu og þurrk- unar, byggöir af reynslu og hugviti. Afdrifarík áhrif og að mörgu leyti til hins verra höföu sumir prestar og trúboðar, sem innrættu íbúunum þrælsótta og fárán- lega helgidagatrú. Varö þaö mjög til aö svipta eyjabúa gleði sinni, er þeir tóku aö iöka þaulsetur viö trúarathafnir. Aökomu- maöur lýsti sunnudögunum á Sankti Kildu árið 1878 sem „dögum óþolandi dofa". Kirkjuræknin var þá orðin slík skylda, aö um leið og klukkan klingdi, þyrptust menn í snatri til kirkju meö þjáningarsvip, settust þar og einblíndu niöurfyrir sig. Syndsam- legt var taliö að líta til hliðar. Feröamaður þessi sagöi þá fremur hafa litiö út sem hjörö fordæmdra, sem Satan ræki á undan sér til vítis, en viötakendur fagnaöarboö- skapar. Eins og skiljanlegt er, var þaö lengi vel mikill viöburöur á Sankti Kildu, þegar gestir komu þangað og heita mátti, aö öll vinna væri lögö niöur. Þaö gat komiö sér illa, því að gesti bar helzt aö garöi um hávertíðina, þegar bezt viðraöi og allir, sem vettlingi gátu valdiö, voru vanir aö taka þátt i fæöuöflun fyrir veturinn. Karlmenn- Frh. á bls. 15. Sveinn Á sgeirsson DUNGANON íslenzkur hertogi afSankti Kildu Jafn sérstætt og mannlífiö var um aldaraöir á Sankti Kildu úti í hafs- auga, jafn einstætt var líf Karls Einarssonar Dunganon á vorum dög- um í mannhafinu á meginlandi Evr- ópu. Nokkru eftir að síöustu afkom- endur hinna fornu íbúa höfðu horfiö á brott, tók Karl Einarsson Sankti Kildu undir sinn skáldlega verndar- væng og stofnaöi þar hertogadæmi. Hann haföi á hendi alla stjórnsýslu þess sjálfur án þess að þurfa nokkru sinni aö líta þaö augum, hvaö þá að stíga þar fætir En þó var Sankti Kilda sannarleg fótfesta hans í þeirri æöri veröld, sem hann liföi í öörum þræöi, enda fylgdi stjórnarstörfum hans talsveró skriffinnska og allra forms- atriða var vandlega gætt. Sjálfur get ég trútt um talað, því aö ég er riddari af Sankti Kildu og hef bréf upp á þaó. Karl Einarsson Dunganon sló mig til riddara á afmælisdegi mínum 1962. Ekki veit ég, hve aöalsstétt Sankti Kildu er fjölmenn, en riddara- skjal mitt sýnir, aö ég er númer 59 fyrsta flokks. Þetta skjal er mér dýrmætt til minn- ingar um eftirminnilegan mann, sem var engum líkur nema sjálfum sér og var eins og kankvíst bros í augum tilverunn- ar. Neöst í vinstra horni á riddaraskjal- inu, sem er rækilega stimplaö, stendur vísubrot á ensku eftir Dunganon, sem orti á fjölda tungumála: By a hinty half of stanza, was fame of a flatulent world ad absurdum reduced. Á íslenzku orti hann það þannig: Að hlátri varð í hálfri stöku öll heimsins frægó. Ég kynntist Karli Einarssyni í Kaup- mannahöfn voriö 1955, en þangað fór 13 Karl Einarsson Dunganon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.