Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 7
brúökaupiö væri haldiö hátíölegt á hótel Ritz í París, þar sem afi brúðarinnar bjó aö jafnaði, virkaöi ekki betur en svo, aö þaö leystist upp eftir 12 mánuði.) En annar maöur í rööinni lét ekki lengi bíöa eftir sér, og kvikmyndastjórinn Bernard Foucher nam hana á braut til Signubakka. Hamingj- an á aö vara aö eilífu. Breyting á tíöarandanum varö Margaux til framdráttar í starfi. Þeir sem aldrei höföu fengiö nóg af lauslæti og spillingu, vildu nú aöeins áfir og hrátt grænmeti. Nú var kominn afturkippur og kreppa, og allt í einu var hiö óspillta og eölilega útlit oröiö stór kostur. Og þess vegna gat sveitastúlkan þybbna, stælta og þrekna meö freknur og óreyttar augabrúnir orðið Ijósmyndafyrir- sæta áratugsins og birzt á forsíðum blaöa eins og Time og Vogue. Þaö sem áöur þótti ókostur, var nú orðið kostur. 19 ára gömul geröi hún samning viö Faberge, fyrirtæki, sem framleiöir fegrunarlyf, og varðar hann hæstu upphæö, sem Ijósmyndafyrirsæta hefur nokkru sinni samið um: eina milijón dollara á ári. Eftir aö hafa náö slíkum árangri er ekki hægt aö lá Margaux þaö, þótt hún vildi reyna sig sem leikkona. Og í „Lipstick“ (Varalitur) lék hún 1976 ljósmyndafyrir- sætu, serri vegnar vel og fékk fyrir leik sinn sjö tölustafa upphæö í doliurum. Kvik- myndin mistókst, aöalleikkonunni mistókst og þaö var aöeins ein leikkona, sem hlaut lofsyröi gagnrýnenda, og hún kom fram í fyrsta sinn og lék systur fyrirsætunnar. Hún er reyndar raunveruleg systir hennar, Mariel Hemingway, og var þá 14 ára gömul. Þriöja dóttirin frá Ketchum lenti á hlutverkalistanum einungis til lausnar á vandamáli. En Woody Allen (sem hefur sagt, aö „hún sé fegursta stúlka, sem heimurinn hafi nokkru sinni augum litiö") geröist svo djarfur aö láta á það reyna, hvort hér hafi veriö um einskæra heppni aö ræöa. Hann fól henni hlutverk hinnar 17 ára gömlu Tracy í myndinni „Manhattan“, og enn hlaut hún lof gagnrýnenda. Mariei er sú þeirra þriggja systra, sem blööin hafa fjallaö um af mestri alvöru. Hún er einnig hin mesta íþróttakempa og þaö í greinum, sem afi Hemingway gat ekki stært sig af: skíöaíþróttum, hjólreiö- um, fjallgöngum, kappreiöum, tennis, róöri, stangarveiöi, skotfimi, dýraveiðum og ekki nóg meö þaö, heldur hefur hún undanfarna mánuöi æft grindahlaup og 200 m hlaup, kúluvarp og langstökk og hástökk. Þaö sem fær hana til aö stunda þetta allt saman er vonin um aö fá hlutverk stúlku, sem tekur þátt í fimmtarþraut í myndinni „Personal Best“. Þess vegna hefur hún ekki áhyggjur af ókvenlegum vöövum. Metnaöarfull er hún vissulega, án þess aö henni liggi sérlega mikiö á eins og öörum stjörnum á hennar aldri. Hún leyfir sér aö vera vandlát. Hún myndi aldrei leika í djörfum myndum sóma síns vegna, þaö eftirlætur hún Brooke Shields. Þegar aörir láta sig dreyma um Hollywood, er þaö draumur hennar aö kaupa jörð í Idaho og hafa marga hesta. Yfirleitt dvelst hún fremur í litla þorpinu heima en í New York, þar sem hún kaupir föt á sig. „í Ketchum,“ segir hún, „get ég enn verið ég sjálf.“ Segjum sem svo, aö Margaux eigi eftir aö brosa viö okkur á mörgum forsíöum og aö Joan sendi frá sér aöra bók, en þó er enginn vafi á því, að Mariel er hin efnilegasta af Hemingway-ættinni. Að minnsta kosti af þeim, sem komiö hafa fram opinberlega hingað til. En flestir hafa enn ekki reynt þaö. Auk þessara þriggja á Hemingway átta barnabörn. Og nú er elzti sonur Hemingways, veröbréfasalinn fyrrverandi, sem óðast aö búast til aö njóta góös af hinu háa gengi nafnsins. Hann er búinn aö segja upp starfi sínu sem veiðivörður tii að geta einbeitt sér aö því aö skrifa fyrstu skáldsögu sína. Hann segist leggja áherzlu á að taka ekki ritstörfin of alvarlega. „Mér er sama, þótt stíllinn sé slakur, aöalatriöiö er, að sagt verði: Hvað sem öllu líöur, þá er sagan algjört æöi.“ Mariel Hcmingway, leikkona. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.