Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 3
ingar manna af fjölda annarra algengra og illlæknanlegra sjúkdóma. Dsjuna Davitasvili læknar sjúkdóma meö því aö halda höndunum yfir þeim líkamshlutum eöa fyrir framan þá, sem «sársauka valda. Um leiö og hinir löngu og grönnu fingur hennar nálgast hinn sjúka líkamshluta, sýna þeir viðbrögö. „Og líka ef um krabbamein er aö ræða?“ „Já“, segir hún, „viö sumum tegund- um krabbameins. Þá veröur tilfinningin í lófunum, eins og beittum nöglum væri stungiö í þá.“ Lækningin á sér staö fyrir tilverknaö krafts eöa orku, sem sovézkir vísinda- menn hafa skilgreint sem „bio-energie“ eöa lífs-orku. Hún streymir inn í líkama sjúklingsins. Meöhöndlunin tekur skamman tíma. Alla jafna stendur hún aöeins yfir í eina mínútu og stundum skemur. Oftast veröur þó aö endurtaka hana allmörg- um sinnum, ef lækning á aö takast. Orörómurinn um undralækningar hennar breiddist út eins og steppubruni. Dsjuna Davitasvili var beðin um aö koma til rannsóknar á Lífeölisfræöi- stofnun Georgíu, en tækin, sem nota átti til aö mæla „lífsorku" hennar, reyndust of veik. Vísar þeirra sveifluöust svo, aö ekki var hægt aö henda reiöur á neinu. Sovézki líffræöingurinn Aleksander Gurvitsj er þeirrar skoöunar, aö hún sé gædd óvenjuíegum hæfileikum til aö hafa áhrif á hiö líffræðilega umhverfi lifandi fruma. Samkvæmt kenningu annars þekkts, sovézks vísindamanns, Venyamin Pusjkins, prófessors, sem er nýlátinn, hefur hún rafsegulmögnuö áhrif á taugakerfi manna. Þá hefur verið efnt til kerfisbundinna tilrauna undir eftirliti vísindamanna. Kom þá í Ijós, aö í flestum tilfellum uröu sjúklingarnir varir viö bata þegar eftir fyrstu meðhöndlun. Þannig þurfti Dsjuna Davitasvili aðeins einu sinni aö meöhöndla dr. Rudolf Barkhudorov, lækni, vegna magasárs hans. Tveim vikum síðar sýndu röntgen- myndir, að sáriö var horfið. Hjá öörum sjúklingum í sömu tilraun- um virtist sem sjúkdómarnir versnuöu í fyrstu. En síöan tók bati fljótt viö eftir fleiri meðhöndlanir. Þannig fór sovézki sjónvarpsmaðurinn Vladimir Soloviev á fund frú Davitasvili vegna blöðrubólgu, sem hann þjáöist af. Eftir meöhöndlun í fimm skipti var hann albata. 18 ára gamall sjúklingur var lagöur inn í sjúkrahús nr. 68 í Moskvu, þar sem læknirinn dr. Rubin Davidov komst aö „Dsjuna Davitasvili heldur hægri hendinni fyrír framan kviö sjúkrar konu og kemst að þeirri niðurstöðu, að um sár sé aö ræða í skeifugörninni. Eftir ítarlegar rannsóknir komust læknar siðar að hinu sama án þess að vita um sjúkdómsgreiningu Davitasvili." raun um, aö hinn ungi maður þjáöist af blæðandi magasári á háu stigi. „Aö mínum dómi var hér um vonlaust tilfelli aö ræða,“ segir læknirinn. Dsjuna Davitasvili læknaði piltinn á minna en misseri. Til þess þurfti hún aö með- höndla hann 20 sinnum. Fyrsta heimsóknin þennan dag, sem ég fylgdi frú Davitasvili um Moskvu, er á skrifstofu aðalritstjóra sovézks blaös. Hún varöar konu ritstjórans, feitlagna konu um fimmtugt. Hendur Dsjunu fara um líkama frúarinnar, en stöövast móts viö kviðinn. Þó aö hún hafi ekki vitað neitt fyrir um sjúkdóm frúarinnar, lýsir hún því í smáatriðum, hvernig frúin hafi gengizt undir uppskurö fyrir þremur mánuðum. Hún kemst aö þeirri niöurstööu, aö um lítils háttar truflun í þörmum sé aö ræöa sem og hjartveiki. Loks segir hún viö eiginmanninn, sem létti mjög: „Þér þurfið ekki aö hafa neinar áhyggjur og umfram allt þá þurfið þér ekki á mér aö halda.“ Læknisskoöunin tók aöeins þrjár mínútur, og síöan er haldiö áleiðis til næsta staöar. Viö vorum á feröinni fram og aftur um Moskvu til klukkan tíu um kvöldið og komum í íbúöir, læknastofur og sjúkrahús. Þaö voru snöggar sjúk- dómsgreiningar eöa einnar mínútu meöhöndlanir. Og svo reykti hún eina sígarettu eftir hverja heimsókn. Meöal annars sagöi hún mér frá sérkennilegasta tilfelli sínu. „Aleksei Krivorotov er læknir á sama hátt og ég og er mjög frægur. En það er eitt, sem enginn okkar getur, og þaö er aö lækna sjálfan sig,“ segir Dsjuna Davitasvili. Krivorotov, sem er roskinn maöur, þjáöist af þvagteppu, auk þess sem blóö var í þvaginu. Búiö var að ákveöa tíma fyrir uppskurö, en skömmu áöur en hann skyldi geröur, baö Krivorotov starfssystur sína aö hjálpa sér. „Ég fór þegar til háns sama kvöld og tók hann til meöferðar. Eftir viku var honum batnað. Uppskuröurinn var óþarfur," segir hún. Þaö er komiö myrkur, þegar viö komum aftur á hóteliö. Fólkiö, sem haföi veriö þarna um hádegiö, var þar enn. Fyrir um tveimur árum, aö því er sagt er, beindist athygli gömlu mannanna í Kreml aö hinum yfirnáttúrulega lækni, frú Davitasvili. Hún nýtur nú opinberrar velvildar. Hún hefur leyfi til aö stunda þessar lækningar sínar, má kalla viö- skiptavini sína „sjúklinga" og taka greiöslu fyrir meöferöina: allt aö and- viröi 700 þýzkra marka eöa rúmlega tvö þúsund nýkróna. Slík laun og forréttindi gera Dsjunu Davitasvili kleift aö lifa eins og milljóna- mæringur í Sovétríkjunum. Hún á tvö hús og þrjá bíla — alla meö sérstökum númeraskiltum, sem sýna, að eigandinn sé mikils háttar persóna í ríkinu. Hún hefur bílstjóra í þjónustu sinni, mat- reiöslumann, vinnustúlku og barnfóstru, sem annast fimm ára gamlan son hennar. Dsjuna Davitasvili er gift liösfor- ingja. Hún getur fariö í innkaupaferðir til Parísar eöa Lundúna, hvenær sem hún vill. Sovézk blöö auka á þann oröstír, sem Dsjuna Davitasvili hefur getiö sér. Rit- stjóri æskulýösblaösins „Konsomolsk- aja Pravda", sem gefiö er út í níu milljónum eintaka, skrifaði þannig fyrir nokkru: „Hvort sem þiö trúiö því eöa ekki, þá hef ég horft á þaö, hvernig frú Davitasvili lagði hendurnar yfir vönd af visnum rósum og þær uröu ferskar á nýjan leik og ilmandi." „Úr Welt am Sonntag" Þrjú IjÓÖ eftir Snorra Hjartarson Á Foldinni Snorri Hjartarson varö 75 ára 22. apríl sl. Af því tilefni hefur Lesbók valið til birtingar þrjú Ijóö eftir hann: Á Foldinni úr Ijóðabókinni Lauf og stjörnur, sem út kom 1966, og Mynd og Fugl kom úr síöustu Ijóöabók skáldsins, Hauströkkriö yffir mér, sem út kom 1979. Morgunblaðið sendir skáldinu árnaöaróskir á þessum tímamótum. Á leið sinni upp frá sjónum milli skógar og akra hefur haustiö numiö staðar í nótt viö staka björk, kveikt rautt bál og ornaö sér á höndum og horfiö undir morgun á skóginn, til fjalls. Mynd Rauö í framréttri hendi fjallsins ársólin. Fugl kom legg í lófa karls Ijóö eða blóm fugl kom og söng fram á Ijósa nótt höndin er full meö friö og þrótt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.