Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 12
Svo er aö ajá, aö íbúar á St. Kildu hafi komizt upp á lag meö aö byggja varanleg hús úr grjóti betur en íslendingar, en vera má aö mun minna frost í jöröu aö vetri afloknum, hafi gert þaö auöveldara. Þessar byggingar minna á írsk steinhús og hafa sum veriö stœöileg, en ugglaust köld. Mannlíf Smkti Kildu Sumariö, sem íslendingar héldu hina stórfenglegu hátíö í tilefni þess, aö liöin voru 1000 ár frá stofnun alþingis óriö 1930, lauk mannlífi því á Sankti Kildu, sem staöiö haföi þar samfleytt um aldaraöir og ef til vill engu skemur en mannabyggö á íslandi. St. Kilda er nafn á litlum eyjaklasa, sem liggur nær 100 km fyrir vestan Suöureyjar. Eyjarnar eru fjórar, en aöeins ein þeirra hefur veriö byggö, Þannig lítur St. Kilda út úr lofti; hertoga- dæmi Karls Dunganons. Ekki er þar búsældarlegt um aö litast og húsaþyrp- ingin viö botn fjaröarins er herstöö. Hirta, sem er um fjórir kílómetrar aö flatarmáli. íbúarnir eru taldir hafa oröiö flestir um 180, en þeir voru aöeins orönir 36 eftir, sem kvöddu eyjuna sína fyrir fullt og allt 29. ágúst 1930 — fyrir réttum 50 árum. Þeir stigu um borö í brezkt varöskip, sem sent haföi veriö eftir þeim aö þeirra eigin ósk. Þaö voru 12 karlmenn, 8 konur og 16 börn og unglingar. Þeim þótti ekki vært þarna lengur, en hnignun og endalok þessa sérstæöa samfélags byggöist eiginlega ekki á einangruninni, sem um aldir haföi veriö svo alger, aö íbúarnir uröu aö öllu leyti aö treysta á sjálfa sig, heldur miklu fremur á því, aö hún var 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.