Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 14
ég þá þeirra erinda aö taka upp útvarpsþátt minn „Já eöa nei", í boöi Loftleiða og Stúdentafélagsins þar. Datt þá einhverjum vinum mínum þar í hug, aö tilvaliö væri aö ég heföi viötal viö „greifann" fyrir útvarpiö, en þannig var hertoginn titlaöur hversdagslega meöal kunningja í Höfn. Mig haföi einmitt langaö til aö kynnast þessum manni, sem ég haföi haft nokkrar spurnir af og þá fyrst og fremst gegnum smásögu Laxness, „Völuspá á hebresku", og viðtal, sem birtist í Lesbók 1950 og Sigurður Benediktsson haföi átt viö hann. Hvort tveggja haföi vakiö mikla forvitni mína og jafnframt aðdáun aö vissu leyti. Nú gafst mér kærkomiö tækifæri, og þrátt fyrir eftirvæntinguna var þaö öðru nær, aö persónuleg kynni yllu mér neinum vonbrigöum. Karl var mjög samvinnufús, og viö töluöum lengi saman tveir einir, áöur en viðtaliö færi fram, því aö bæöi vildi ég kynnast honum sem bezt og hafa viðtalsþáttinn sem efnismestan. Fyrst boröuöum viö saman, og þó aö búið væri að biöja mig aö láta mér ekki bregöa, þá varö ég samt forviöa, þegar máltíöinni var lokiö og ég haföi gert upp viö þjóninn og hann var farinn. Þá dró Karl meðalaglas upp úr vasa sínum og hellti í þaö því, sem eftir var í rjóma- könnunni. Síðan tók hann upp lítinn bréfpoka og tæmdi sykurkarið. Tveimur kótelettum, sem eftir voru á fatinu, pakkaöi hann inn í servéttu. „Þú ert búinn aö borga þetta," sagöi hann. Viðtaliö var síöan tekiö upp í herbergi á Hotel Cosmopolite, sem í marga áratugi var eitt helzta íslendingahóteliö í Höfn. Aöstæðurnar viö spjalliö voru því afar þægiiegar, og þaö varð því lipurt og eölilegt, þótt sjálf upptakan heföi getað veriö betri. Karl sagöi þarna frá ætt sinni og uppruna og svaraöi spurning- um varöandi hiö óvenjulega líf, sem hann haföi lifað um dagana í ýmsum löndum. Þegar heim kom, felldi ég viötaliö inn í lengri þátt, þar sem ég kynnti Karl nánar, því aö þæöi var af mörgu aö taka og margt þurfti frekari skýringar viö, svo aö þaö kæmi ekki út eins og fáránleg fyndni og misheppnuö. Er mér óhætt aö fullyröa, aö viðtalið vakti mikla athygli, furðu og kátínu flestra, hygg ég, en einnig hneykslan sumra. Karl var þá að heita mátti óþekktur hér meöal almennings, þó aö margir hafi lesiö áöurnefndar frásagnir af honum. Var þaö von mín, aö þessi kynning yröi honum til framdráttar, því aö mér varö hlýtt til hans eftir okkar fyrstu kynni, og viö hittumst í hvert skipti sem ég kom til Hafnar eftir þetta. Þaö var alltaf viöburöur aö hitta Karl, skemmtileg tilbreytni frá venjulegu fólki. Síðan hefur Karl margoft veriö kynnt- ur hér, sérstaklega er hann kom hingað 1961 og vann aö útgáfu fjöltunguljóða- bókar sinnar, „Corda Atlantica", fyrir tilstuölan hinna ágætustu manna, þeirra Ásbjörns Ólafssonar og Ragnars Jóns- sonar í Smára, og síðan í sambandi viö Listahátíö 1976, er sýning var haldin á myndum hans og munum ýmsum í Bogasal Þjóöminjasafnsins, þeim sem hann arfleiddi íslenzka ríkiö að. Fornvin- ur Karls, Björn Th. Björnsson, setti þá sýningu upp ásamt Steinþóri Sigurðs- syni og tókst þaö meö miklum ágætum. Hér er ekki rúm til aö kynna Karl Einarsson Dunganon aö neinu marki. Mér fannst, aö ékki væri hægt fyrir mig að taka saman lítilsháttar fróöleik um Sankti Kildu í Lesbók, eins og ég var beöinn um, án þess aö minnast á sjálfan hertogann fyrir nú utan þaö að vera riddari sjálfur af sömu eyju. Margt dreif á daga Karls um ævina, og margt tók hann sér fyrir hendur, en 14 OMO leUISTM DOCUMENT d'HONNEUR from the Dukedom ol STi KILBA WtTII THE TITI.K ()F: KNIGHT - CHEVAUER Poin IKVANA. ST. KILDA *f. 1 Heiðursskjal, sem greinarhöfund- ur hlaut frá Ounganon. frá almennu, hversdagslegu sjónarmiöi vann hann aldrei ærlengt handtak á ævi sinni. Hann kallaði sig gjarna galdrakall og þaö dularfulla starfsheiti á sennilega bezt viö hann. En þegar litiö er á æviferil hans, má nefna margt. Hann var í fyrsta lagi bráögáfaður málagarpur, skáld á fjölmörgum tungum og rithöfundur, (hann gaf út tvær Ijóðabækur á dönsku og var um skeið í Félagi danskra rithöfunda), myndlistarmaöur, (hann málaöi alls um 250 myndir, sem heita „Oracles of St. Kilda), leiðbeinandi í gæfu og makaleit, fréttaþulur á fær- eysku viö þýzka útvarpið í stríöinu um tíma og húsnæðismiðlari í Berlín, svo aö eitthvað sé tínt til af veraldarvafstri einnig. Karl var 3ja ára, er hann fluttist meö foreldrum sínum frá Seyöisfirði til Fær- eyja, en faðir hans var Magnús Einars- son, úrsmiður og kaupmaöur á Vest- dalseyri. 20 árum síöar fluttist fjölskyld- an til Kaupmannahafnar, en Magnús haföi skip í förum til Suöurlanda. Karl átti að stunda nám viö verzlunarskóla, en féll þaö ekki og er sagður hafa strokiö til Spánar. Eftir þaö er hann förumaöur í veröldinni, þó aö hann dveldist lengst í Kaupmannahöfn. Mönnum var löngum ráögáta, á hverju hann liföi, enda átti hann stund- um í útistöðum við skattstofuna í Kaupmannahöfn, þótt þeir heföu lítiö út úr því þar. Karl fór þangaö, orti til þeirra kvæöi og söng þau gjarna fyrir þá. Þaö var eitt sinn, aö einn þeirra spuröi Karl höstugur: „Á hverju lifið þér?“ Karl sagðlst hafa sett upp draugarödd sína og svarað: „Ég lifi á því, sem þér deyið af.“ „Hvaö meiniö þér?“ spuröi hinn. Karl tjáöi honum þá, aö hann lifði af baneitruöum gorkúlum, sem yxu fyrir utan Brússel. Læknar heföu sagt sér, aö ein slík gorkúla nægöi til aö drepa heila hersveit, en sjálfur liföi hann góöu lífi af þeim, en aö vísu yrði hann dálítið sveittur, ef hann boröaði mikiö í einu. Síöan var hann spuröur, hvar hann byggi. Hann kvaöst búa í kirkjugarðin- um og spuröi manninn, hvort hann vildi koma heim meö sér. Þeir voru ekki meiri húmoristar en svo Danirnir á þessari einn þeirra segja, um leiö og hann fór: „Gudske lov, at han gik,“ Nýtni og nægjusemi Karls var meö ólíkindum, en hann var svo úrræðagóö- ur, aö honum tókst ávallt aö leysa þaö vandamál að lifa frá degi tíl dags. Hann haföi einstaka aölögunarhæfileika og aldrei varö á honum séö eöa heyrt, aö hann ætti í neinum vanda eöa liöi skort. Honum tókst aö laga sig aö sínum aöstæðum í mannhafinu í stórborgun- < o z “ lé.jilni 1961. p.t. K-'benhaim, V, Lykkesholms ^GA/Vq^ ^gua N\\^n v,«o* 4-, o K«ri Steinn' íakka fyTir sföast, _ £e*rar varst her i hæ. rví mióur ffat eg ekki komiö á Nellu-fund, £ví eg átti ekki snoráödns- sporvagns aura. og jSdtti mtfr of langt aö ganga ^á er líka aö taka til greina. aö ekki ef eg mftkiö fyrir "bjdr - og hitt er of d;frt, Nn vió hittumst kansktí i Rvik. i 'byrji.ui jitli., I.'un skrer>pa meö gULLFOSS og standa við likl. vikutfma Aörir borga feröelagið. Sendi £€ír mfna jSýðingu - ó guö vors lands - á fróns^u. HYMITE ÍI/ŒIONAL d’ISL.ANDE, transformð en Franpai s par Charles Einarsor. Dunganon. v Ef eg gi'zka rett, hefjr enginn hingaötil reynt slikt grettistak. Kær k-reðja. Karl Einarson Dunganon. Aiie 7.c. I.tv. ^\}UGA/\iq AIlAHl'í“V ml* ^GANo^ ^fURES SO^ um, eins og eyjaskeggjarnir á Sankti Kildu aö sínum langt úti í Atlantshafi. Og eins og þeir átti hann þó samastaö, þótt lítill væri, því aö fast húsnæöi haföi hann meö einhverjum hætti í Kaupmanna- höfn. Þaö var aö Lykkeholms Allé 7, og þangaö kom ég nokkrum sinnum, en vildi þó ávallt heldur, að hann heim- sækti mig á hótelin, því heima hjá honum var mjög þröngt. Ekki af því aö gólfflöturinn væri svo afar iítill, heldur vegna þess hve mikiö var þar af alls konar dóti, því aö Karl sankaði aJltaf aö sér, en henti engu. Þaö sem öörum var ónýtt, sá Karl jafnan eitthvaö nýtilegt viö. Karl var alltaf snyrtilegur til fara, þótt fötin væru snjáö. Þaö kom fram í viötali okkar á sínum tíma, aö hann hefði ekki áhuga á að ganga í nýjum fötum, þau væru svo kuldaleg, en þaö væri aftur á móti svo notaleg tilfinning aö vita til þess, aö einhver annar heföi gengiö í fötunum á undan sér. Hann haföi unun af því aö útvega mönnum hluti, sem þá vanhagaöi um og var mjög útsjónarsamur. En þar sem ég keypti á þessum árum á konu og krakka í ákveönum stórverzlunum, var ekki um neina aöstoö frá honum aö ræöa í þeim efnum, því aö þangað fór hann víst aldrei. Hann heimsótti mig eitt sinn á hótel Cosmopolite kvöldiö áöur en ég Frh. á bls. 16. Vilhjálmur Bergsson Fæöing milli stormsveipa fjarlægra og nálægra veralda í geislandi lífvíddum ónefnanlegra lita fæðir hin skapandi móðir hamingjubarn mannsbarniö andar hjarta þess slær Haustmyndir kvöld í októbermánuöi daufir Ijósdílar í skýjum handan flóans rís skuggamynd snjóföl á fjallsbrúninni síðla kvölds ínóvember vindur gnauðar um stræti nú hriktir íglugganum og stundin er dapurleg SÝN rauöglóandi kjarni bræðir kulda- hjúpinn langt inn íhálfrökkrinu glitrar tvöföld röð Ijosdepla sem kvikna og slokna á víxl bláir logar teygja sig til allra átta inn í og út úr hinu áþreifanlega inn í og út úr hinu óáþreifanlega inn í og út úr hinu takmarkaða inn í og út úr hinu takmarkalausa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.