Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 16
Landið okkar Ljósmynd og texti: Björn Rúriksson Múlajökull r Hofsjökli Þessi formfagri skriðjökull breiðir úr sér á láglendi suðaustanvert við Hofsjökul. Myndin er tekin í þriggja km hœö og sýnir vel skeifumyndaöa jökulgarðana, merki um framrás og hörfun jökulsins. Handan jökultungunnar, sem er um 5 km í þvermál, má sjá Arnarfellin bæði, hiö mikla og hiö litla. Þjórsárverin, mestu varplönd heiðargæsarinnar hér á landi, eru á svæöinu sunnan undir jökulgörðunum, neöst á myndinni. Dunganon átti að fara heim, og ég lét þess getið, aö ég ætti aöeins eftir aö kaupa svarta skó á sjálfan mig, en þaö gæti ég gert fyrir hádegi daginn eftir. Hann spuröi mig, hvaö ég byggist viö aö þeir myndu kosta, og ég sagöi honum þaö. Morguninn eftir kemur hann snemma í heimsókn og biður mig að koma út meö sér. Viö örkum drjúgan spöl eftir Stóru Kóngsgötu, þangaö til kemur aö skóverzlun í kjallara, og niður í hana hverfum viö. Þar fengust svartir skór á mig fyrir talsvert lægra verö en ég haföi nefnt. Þaö hefur vafalaust veriö fariö vel meö mismuninn. Nýtni hans varöaöi ekki aöeins áþreifanlega hluti, sem uröu á vegi hans, heldur alls ekki síöur hina and- legu. Hann hafði auövitaö aldrei efni á aö kaupa neinar bækur, en hann fann ráö við því og eignaðist mikið bókasafn, sem vart á sinn líka í víöri veröld. Hann kom sér ekki upp bókasafni meö því aö gleyma aö skila lánuöum bókum, heldur bjó hann sér til bækur, sem kostuðu hann nær ekki neitt. Viö hann átti þaö, sem Ibsen sagöi: Man skal ikke læse for at sluge, men for at se, hvad man kan bruge. Fyrsta erindið úr þjóðsöng íslands á frönsku í þýðingu Dunganons. l) PulMsaea, lntlse fc la patrle, ton noa eaerS e'entonne w&i eanetuaire ðe noe eoeure. Ta troupe eSleete k jaeale te nouera la ratieun* eouxonne, % Seigneur. Four tol eeul, notre Jour eet un m BillifiS| le BÍlUnadre an jour ee retlre; la fleur ineffatle, ðe pleura lnitiðe, treatlote nourante et t'aftmire. Lea Bille sne ð’Ielande, Xee mLlXe ana é’Islanðe, - Xa fleux ineff able, ðe pleurs initiðe, tremblote mouxante et t’aðmire. Inn í litlar vasabækur límdi hann úrklippur úr dagblööum, tímaritum eöa ööru prentuöu máli, sem var á lausu, ef hann sá eitthvaö, sem hann langaöi aö halda til haga. Eins og nærri má geta eru þessar bækur mjög fjölbreytilegar aö efni. Ég minnist þess, er ég var aö glugga í eina bókina í fyrsta sinn, er ég sá safnið eöa hluta af því, aö ég rakst þar á vísu, sem ég kannaöist viö og klippt haföi verið úr islenzku dagblaöi. Ég spuröi hann, hvort hann vissi, hvaöan þessi vísa væri komin? Ekki geröi hann þaö, en ég gat þá frætt hann á því, aö þarna væri komin vísa, sem botnuð heföi verið í þættinum „Já eöa nei“ þá um veturinn — útvarpsþættin- um, sem viö heföum veriö aö Ijúka viö í Kaupmannahöfn. Þótti okkur báöum þetta merkilegt, hvorum á sinn hátt. Karl undi sér mörgum stundum í dýragarðinum í Kaupmannahöfn og kvaöst eiga marga vini meöal dýranna þar. Meö einhverjum hætti varö hann sér úti um árskort þangaö. Hann haföi góö sambönd viö bakara og fékk hjá þeim afganga til aö gefa dýrunum, og um það er ég sannfærður, aö hann hefur ekki fariö aö gefa vinum sínum meöal þeirra neitt, sem hann gat ekki boröað sjálfur. Sérstakt dálæti haföi hann á öpunum og söng fyrir þá og flautaði á smáflautu, sem hann sýndi mér og sagðist alltaf hafa með sér í dýragarðinn. Ég minntist á þaö áöan, aö hann hefði ort til þeirra á skattstofunni og sungiö fyrir þá. Rétt er að tilfæra hér eitt erindi: Men den aller værste snylter er dog staten der pá stylter stár og suger rente-raten ud af staklene der slider — at de gider — — at de gider— Viö þetta kvaöst hann hafa samið lag, sem minnti á Péturskirkjuna í Róm. Þar ætlaði hann aö messa einhvern tíma, fara þangaö fótgangandi meö hvítan fíl og dverg. Þetta sagöi Karl Einarsson Dunganon fyrir 20 árum, og það minnir merkilega á þáttinn af Auöunni hinum vestfirska, sem ég efast stórlega um, aö Karl hafi nokkurn tíma heyrt um, en sem allir Danir og íslendingar þekkja nú síðan í endaöan febrúar síöastliöinn. Og þá væri ekki úr vegi aö enda þessar upprifjanir meö þessu erindi úr einu kvæöa Dunganons á íslenzku: Dunganon — hiröskáld Sankti Kildu, hörputrummu, sem kunni að berja, blámönnum líka haröfisk veitti — stórkerti páfa varö aö stubbi. Sveinn Ásgeirsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.