Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 9
Þjóðverjinn, vatnslítamynd fré 1975. Fyrirsætan er Karl Kuerner, nágranni Wieths og fyrrum þýzkur hermaöur. Hann átti hjálmínn og einkennisbúninginn í fórum sínum. Hermaðurinn er hér í varðstööu úti í skógi — þaö er kalt og augu hans eru ísblá og þaö er því líkast sem hann leggi viö hlustir og nemi hljóö úr fjarska. Andrew Wyeth er frægasti og vin- sælasti núlifandi iistamaöur í Banda- ríkjunum, og fyrsta stóra sýningin hans í Evrópu stóö í Konunglega listasafn- inu (Royal Academy) í sumar. Hann veitti Wiliiam Feaver, listgagnrýnanda frá OBSERVER, eitt af sjaldgæfum blaöaviötölum sínum og fór þaö fram á vetrarheimili hans í Brandywine Valley í Pennsylvaníu. Andrew Wyeth er fæddur og uppal- inn í Chadds Ford, litlu þorpi í Brandywine-dalnum í Pennsylvaníu, og hefur aliö aldur sinn þar aö mestu. En þaö var einmitt þar sem Washington mistókst aö stööva sókn óvinanna aö Fíladelfíu áriö 1777. Hluta af árinu dvelst Wyeth í Maine, í húsi meö útsýni yfir Atlantshafiö, en hann hefur jafnan vetursetu í Chadds Ford. Þar heimsótti ég hann einn bjartan og kaldan dag í febrúar. Landslagiö er rétt eins og myndirnar hans Wyeths; kalin jörö, naktar hlíöar, gráar girðingar og silfur- litaö kjarr. Músafáiki svífur um fölan himininn og Brandywine-árin gusast áfram, brún og ólgandi. Wieth beiö mín í gamla skólahúsinu í Chadds Ford, sem nú er ein af vinnustofum hans. Hann er lægri vexti en ég haföi gert mér í hugarlund og gæti verið skólastjóri í smáþorpi; fjörlegur, í djúprauöum flauelsjakka og svörtum skíöabuxum, meö snögg- klippt, grásprengt hár og háa rödd. Eftir aö hann hefur hlegiö, gnístir hann saman tönnunum eins og hann sé aö maula á fyndninni. Hreyfingar hans eru stirölegar. Hann hefur alltaf veriö slæmur í mjööminni, og uppskuröur fyrir nokkrum árum bætti lítiö úr skák. Gamia skólastofan lítur út eins og safn. Þar eru þýskir hjálmar úr fyrra stríði, hálffaldir ofan á skáp frá ný- lendutímabilinu, og fullar hillur af pattaralegum tindátaeftirlíkingum úr lími og sagi, máluöum í skærum litum. Aö þeim lék Wyeth sér og notaöi þá jafnframt á unga aldri (kringum 1925) sem fyrirmyndir að teikningum sínum. Ekki alls fyrir löngu uröu þeir fyrir árás maura og uröu aö fá aöhlynningu. Tveir einkennisbúningar liggja jafn- an frammi; liðsforingjajakki úr Suöur- ríkjaher meö útbreiddar ermar, í skáp meö gleri, og jakki úr eigu Lúövíks II. af Bavaríu sem breiddur er yfir stól. Nýlega eignaöist Wyeth svo einnig breskan Rauöstakkabúning. Flesta þá sögufrægu búninga sem hann á fékk hann frá föður sínum, N.C. Wyeth, sem aftur á móti fékk þá frá Howard Pyle, frumkvööli þeirrar málara-mynd- skreytingarastefnu sem kennd er viö Brandywine. Málverk eftir Howard Pyle — mynd af manni í klæönaði frá 18. öld liggjandi á strönd í tunglskini, álitinn dauður og skilinn eftir af sjóræningjum á flótta — hangir þar á vegg viö hliðina á mynd af frönskum aöalsmanni eftir Meissonnier, sem var nákvæmastur allra málara og vinsæll fyrir Napó- leonsstríðsmyndir sínar fyrir einni öld. Þaö var Pyle sem fullkomnaöi djarfan fréttastíl í myndskreytingum á síðum mánaðarritsins HARPER’S og viku- blaösins COLLIER’S, að nokkru leyti fyrir áhrif frá lista- og handíöahugsjón- um Walter Cranes og William Morris, og aö nokkru leyti fyrir áhrif frá Meissonnier. „Ég lít á myndskreytingar bóka og tímarita sem „skapandi jaröveg fyrir listmálara”,” skrifaði Pyle áriö 1900. „Ég held að málarar sem túlki Sanna Bandaríska List séu enn ókomnir fram á sjónarsviöið.” Besti nemandi hans var N.C. Wyeth, sem settist að í Chadds Ford áriö 1904 og mynd- skreytti „Hjartarbanann”, „Síðasta Móhíkanann”, „Róbinson Krúsó”, „Svörtu örina” og „Gulleyjuna” á hressilegan og lifandi hátt. Andrew Wyeth fæddist árið 1917 og ólst upp viö aðstæður sem höföu örvandi áhrif á ímyndunaraflið; í umhverfi eins og því sem faöir hans sagöi honum aö Hrói höttur hefði unnið afrek sín, og Ben Gunn legið í leyni, öskraöi „Jó, hó, hó“ og gert Long John Silver og óaldarflokk hans dauöskelkaöa. „Ég var veikbyggöur og sótti aldrei skóla eins og bræöur mínir og systur. Kennslukonur kenndu mér heima hluta úr degi og ég málaði einn og geröi mikiö af pennateikningum — fram aö 16 ára aldri. Þá tók faðir minn mig inn í vinnustofu sína. Hann áleit aö því fyrr sem málari byrjaöi aö læra til verks, því betra. Ég eyddi hálfum deginum í að teikna, fyrst eftir módelum, svo kyrralífsfyrirmynd- um og síöan lifandi fyrirmyndum. Hann lét mig teikna beinagrindur frá öllum hliöum; bakhlið og framhlið, niöurlútar, liggjandi á gólfinu og hvernig sem er. Ég hafði unniö aö þessu í 4—5 mánuði þegar hann sagöi dag nokkurn: „Ég ætla aö fjarlægja beinagrindina og vil að þú teiknir eftir minni. Þannig færöu raunverulegan skilning og þér mun koma á óvart hve lítiö þú manst.” Ég vildi komast út í náttúruna og mála landslagsmyndir. Ég notaöi mikiö gulbrúna liti — sem eru ekki skærir — og þetta mislíkaöi fööur mínum. Hann hundskammaöi mig fyrir þessa daufu liti og ég sagði: „En svona er landslag- iö hér á veturna, pabbi. Ég get ekki ýkt. Svona finnst mér þaö vera.” Og ég hélt uppteknum hætti. Ungir listamenn koma til mín og segja: „Af hverju notar þú ekki Ijós- myndir, Wyeth? Hvað finnst þér um þær?“ Ég hef ekkert á móti því að nota myndavél, en ef maður beinir athygli aö einhverju, hvort sem þaö er tré, landslag eöa mannleg vera, og situr og íhugar þaö og teiknar þaö, má vera aö maður noti aldrei teikninguna, en sá andlegi kraftur sem þaö gefur manni fæst ekki meö því aö smella af mynd. Ég stundaði myndskreytingar um Hrein mey — The Virgin. Siri Ericson var aðeins 15 ára, þegar Wieth málaði þessa mynd og fleiri af henni. Ericson-fólkið eru Finnar og nágrannar Wieths. Myndin þykir meiri háttar „masterpiece“. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.