Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1981, Blaðsíða 6
spreytt sig á aö botna eöa prjóna framan viö. Einu sinni man ég vantaöi upphaf, en botn var í blaðinu svona: Eftir því sem aldan vex árar fjölga á borði.“ Síðan sendir bréfritari botn, sem til varö í Keflavík. Hann var ortur fyrir hálfri öld og fjallar um þvargiö á alþingi, sem viröist hafa veriö álíka uppbyggilegt 1930 sem nú. Vegna rímgalla hnika ég hér til oröum. Þá verður byrjun Keflvíkinga svona: Er á þingi eilíft pex, orða nægur forði. Síöan kemur þaö sem fyrr er prentaö. En er þá allt klappaö og klárt? Ef úr þessu á að veröa svolítill kennslutími í Gerum okkur gaman þá I hinum vinsæla utvarpsþætti oröabok- armanna háskóalns var nýlega veriö aö tala um burtfararbita og spurt um dæmi. Ég er Vestfiröingur og á æskuheimili mínu var gömul kona ættuð úr Breiöafj- arðareyjum. Hún fór oft meö þessa vísu: Nú er saddur sarpurinn, svo að stend á þambi. Burtfarar var bitinn minn banakringla úr lambi. Vísan lítur mjög sakleysislega út, en ef betur er aö gáö, hljómar hún sem naprasta háö. Banakringlan er rýrasti bitinn og matarminnstur á sauökindinni. Friðrik Sigfússon hét norðlenskur hag- yrðingur á síöari hluta nítjándu aldar, kenndur við Pyttageröi. Hann var viö útróöra viö ísafjaröardjúp. Voru menn þar óvenju þunglyndir um þaö leyti og styttu nokkrir menn sér aldur meö skömmu millibili. Friðrik varö vitni aö því aö maður gekk fyrir ætternisstapa, drekkti sér. Þá varð til eftirfarandi vísa: Lán þótt höfum lítið vér og leiðist töf í heimi, taka gröf aö sjálfum sér mér sýnist öfugstreymi. Þessar vísur, sem nú koma, uröu viðskila viö stöllur sínar í fyrra þætti, þegar ég týndi saman nokkrar barnagæl- ur og huggunarvísur, sem fólk hafði yfir á höröum tímum eða fór meö fyrir börn sín sem þreyja þurftu þorrann og góuna. 1. Bæði góla börnin hér, blessuö sólin vermir gler. í rokknum hjóliö ónýtt er, upp í stólinn Gulur fer. 2. Láttu ekki illa liggja á þér, lundina beröu káta. Angursemi eykur mér, ef ég sé þig gráta. 3. Ljómandi nú Ijósiö skín, lifna gleðibætur. Nú er yndis elskan mín aftur komin á fætur. 4. Á þó bjáti eymd á ný, ei skal gráta fremur. Verum kátir, vinir, því volga slátriö kemur. Ól. Ing. Keflavík skrifar og þakkar fyrir vísnaþáttinn. Hann segir: „1930 eöa um það bil man ég fyrst eftir lestrarféiagi hér um slóðir. Meöal þess sem þar var á boðstólum var tímarit, sem hét Nýjar Kvöldvökur, gefnar út á Akureyri, ritstjóri var Þorsteinn M. Jónsson. Maður fékk bara lánað eitt hefti í einu, en þar var margt gott aö finna. Ég man sérstaklega eftir vísunum, sem þar birtust, og þar voru líka hálfar stökur, sem lesendur gátu yrkingum, verö eg enn aö bæta við þessa athugasemd nokkrum oröum. Eigi botn eöa byrjun á vísu aö geta talist sóma- samleg, þarf viöbótin, hvort sem þaö er nú upphaf eöa endir, að falla nákvæm- lega að því sem fyrr er gert. Hér kemur alþingisspjalliö um málæöi þingmann- anna eins og skolli úr sauöarlegg. Hinn gefni vísupartur fjallar um róðrarmenn og þá þarf fyrriparturinn aö vera um sama eða líkt efni. Kannski einhverjir lesenda vilji nú taka þessa tvo vísuparta og prjóna framan og aftan við þá, svo aö úr verði tvær snotrar vísur? En það var gaman aö fá bréfið frá Keflavíkur-Ólafi. Það sýnir hve lengi lifir í þeim kolum, sem vísur kveikja. Um þaö er bréfiö góö heimild. Eftir á aö hyggja. Ég man eftir vísu sem svo hljóðar: Fðrum heldur sjö en sex samkvæmt stjórnarorði. Eftir því sem aldan vex árar fjölga á borði. ■. Ætli þetta sé þingvísa, eða veit nokkur um hver hefur ort þessa byrjun? Jón Espólín hinn alkunni lagamaöur og fræöaþulur, f. 1769, d. 1836, var um skeið sýslumaöur í Borgarfjaröarsýslu og bjó þá í Þingnesi. Prestur var þá aö Hesti Þorsteinn Sveinbjörnsson og var hann ágætlega hagmæltur. Einhverju sinni er þeir voru í léttu skapi kastaði Jón fram þessari stöku: Gerum okkur gaman þá, get ég þess enginn hamli. Viljið þér koma að kveðast á klerkur Þorsteinn gamli? Prestur svaraöi þegar: Aldrei saup ég Suttungsvín, svo að yröi kenndur. Allt fór það í Espólín, á því svona stendur. Belgdi hann sig í Boðn og Són, bragir hans það sýna. Una verð ég elsku Jón, örbirgö viður mína. Auk sagnaritunar sinnar er Jón Espólín kunnur fyrir sálma og rímur, sumt mun enn óprentað í Landsbókasafni. Björn Jónsson lögréttumaður, f. 1574, d. 1655, oftast kenndur viö Skarösá var kunnur fræöimaöur á sinni tíö og virtur mjög af Brynjólfi Sveinssyni biskupi, annálaritari og kunnur fyrir Jónsbókar- og fornyröaskýringar. Hann orti þessa vísu, þegar hann var aö fást viö Höfuö- lausn Egils Skallagrímssonar: Mín ei þykir menntin slyng mætri lýöa dróttu. Eg var að ráöa árið um kring þaö Egill kvaö á nóttu. Hinar fögru sonardœtur Hemingways 20 árum eftir lát hins fræga rithöfundar sést nafn hans jafn oft og forð- um í blöðunum. Stórar fgrirsagnir varða hinar þrjár sonardætur hans: Mariel, leikkonu, 19 ára, Joan, rithöfund, 30 ára, og Margaux, 26 ára, hæst- launuðu Ijósmgndafyrir- sœtu í heimi. Einu sinni var faöir, sem átti þrjá sonu, en þráöi alla ævi aö eignast dóttur. Hins vegar á elzti sonur hans þrjár dætur, sem eru mjög fagrar og vegnar vel í lífinu. Þetta væri varla í frásögur færandi, ef svo vildi ekki til, að ættarnafnið væri Hemingway. Og um þaö fólk tala allir, segja blööin, en umfjöllun þeirra hefur á hálfri öld flutzt frá menningarsíðunum yfir á þær síður, sem meira almennt eru lesnar. En þaö breytir þó ekki miklu, því aö fjarri var því, aö nafn afa þeirra væri aðeins bundið viö bókmenntasíðurnar. Ernest Hemingway var nefnilega sú manngerö, sem heföi verið hin ákjósanlegasta í sígarettu- og whisky-auglýsingar. Hann var stööugt í fremstu röö í nautaati og stríði, góövinur kvikmyndastjarna í Hollywood jafnt sem fiskimanna í Havanna, viökvæm- ur áhlaupamaöur og húslegur heimshorna- flakkari, veiöimaöur, sem eltist viö villidýr og kvenfólk og var oftar en einu sinni bókstaflega sagöur látinn (hann haföi gaman af eftirmælunum), en þrátt fyrir mörg bílslys og flugslys slapp hann alltaf lifandi. Hann var átrúnaöargoö einnar kynslóðar og oröinn goösagnapersóna, löngu áöur en hann svipti sig lífi fyrir 20 árum. Hin óþrotlega goösögn um Hemingway er fyrir afkomendur hans annars vegar eins og fasteignaveö og hins vegar sem stofnfé. Byröarnar báru synirnir þrír: John Had- ley Nicanor, úr fyrsta hjónabandi Hem- ingways, og Patrick og Gregory Hancock úr ööru, en skáldiö kvæntist fjórum sinnum. í endurminningum sínum, „Pabbi — Eins og ég man hann“, viöurkennir Gregory, aö þaö hafi ekki alltaf verið gaman aö bera nafniö Hemingway. Eltt sinn haföi hann verið svo oft spuröur út í dauöa fööur síns í samkvæmi, aö hann sleppti sér og barði sessunaut sinn, svo aö þaö þurfti að flytja hann á sjúkrahús. En eigi aö síöur kom hann sem og bræöur hans sér vel fyrir í lífinu í skugga fööur síns, enda þótt þeir byggju lengstum fjarri honum frá bernskudögum. „Þeir hafa ekki þroskazt á þann hátt, sem ég bjóst við,“ sagöi „Papa“ Hem- ingway skömmu fyrir dauöa sinn, en síöan taldi hann þá upp harla ánægöur: „Elzti sonurinn, Bumby, sem hefur starfaö fyrir leyniþjónustuna, stokkiö í fallhlíf að baki þýzku víglínunnar og mér virtist eiga frama fyrir höndum sem hermaður, er nú verö- bréfasali á vesturströndinni. Gigi, ævintýramaöurinn, meistaraskyttan, hesta- maðurinn, slöngvarinn slyngi og slags- málagarpurinn, hann er í læknisfræði og er staöráöinn í að veröa læknir. Og Patrick, sem er kallaöur Mousy, hann er útskrifaður frá Harward meö ágætiseinkunn og er kvæntur konu af einni af tignustu ættum Baltimore. Ég haföi ímyndaö mér, aö hann yröi Hemingwayinn meöal menntamanna, Ernest Ilemingway. Þegar grannt er skoðað kemur i ljós að sonardæturnar eru talsvert líkar gamla manninum. en hann er setztur aö í Afríku og er búinn aö fá réttindi sem veiðimaður." Þau 25 ár, sem síðan eru liðin, hafa ekki breytt miklu. Patrick er enn í Afríku, er veiðivörður og leiðsögumaður feröamanna íTanzaníu við rætur fjallsins Kilimandsjaro. Gregory varö læknir eins og afi hans og starfar í Jordan, Montana. En John, kallaöur Jack, hefur aftur á móti snúiö baki viö fjármálaheiminum og setzt aö í 9000 manna þorpi, Ketchum, í norövesturríkjun- um, skammt frá Sun Valley, og er þar skógar- og veiðivörður. Faðir hans hefði oröið mjög stoltur yfir þessu skrefi sonar síns, og sjálfur leigöi hann sér hús á sama staö þremur árum fyrir dauða sinn, því aö hann fór oft á veiöar í skógi vöxnum fjöllunum í Idaho. Opinberlega var honum ekki veitt athygli, fyrr en dætur hans bjuggust til aö láta aö sér kveða. Elzt þeirra er Joan, 30 ára, og eins og afi hennar, Ernest, hlaut hún fyrst frama í gamla heiminum. í París kynntist hún Paul Bonnecarrére, blaöamanni, og þau skrif- uöu saman glæpareyfara, sem fjallaöi um mannrán svipaö því, þegar Paul Getty var rænt. Bókin varö metsölubók í Frakklandi. 1974 kom hún út í Þýzkalandi, þar sem hún síöan var kvikmynduö undir stjórn Otto Premingers. Joan sneri brátt aftur til Bandaríkjanna, giftist þar diskóteks-eiganda í New York og hvarf af sjónarsviöinu. Þaö var ekki beint hyggilegt aö keppa við Nóbelsverðlauna- hafann hann afa sinn á sviöi bókmennta. Systir hennar, Margot, byrjaði allt ööru vísi. Margar sögusagnir hafa gengiö um hina skjótu upphefö hennar. En þessi mun vera nálægt sanni: Táningur ofan úr sveit kom til stórborgarinnar (New York), og áöur en sólarhringur var liöinn, haföi stúlkan kynnzt manninum, sem uppgötvaöi hana, án þess aö hún heföi farið út fyrir dyr hótelsins. Maöurinn var forstjóri veitinga- staöahrings, sem seldi hamborgara, svo aö hann hafði einnig reynsiu af kjöti sem söluvöru, og hann dró hana meö sér á miölunarskrifstofu Ijósmyndafyrirsæta, hina fínustu í borginni. Þar ranghvolfdu menn augunum í fyrstu — þessi langa og þriflega stúlka frá Ketchum haföi litla möguleika á móti hinum þvengmjóu, sem helzt eiga aö vera sem næst 136 pundum og 183 sm. En nafnið Hemingway hljómaöi vel. Innskot um einkalíf: Hamborgara-mað- urinn giftist uppgötvun sinni, en hjóna- bandiö var ekki eins stööugt og veraldar- gengi Margaux. (Jafnvel sú staöreynd, að 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.