Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1981, Blaðsíða 4
MYNDIN Smásaga eftir Karl Garöarson Ég get setið tímunum saman viö gluggann og hugsaö. Hugsaö um allt og ekkert. Núna hugsa ég t.d. um sjálfan mig og líf mitt og hvernig ég hef lifaö því. Ég stilii upp mynd fyrir framan mig, mynd lífs míns. Aðeins heildarmynd aö sjálfsögðu, annaö væri ekki framkvæm- anlegt. Ég er fullkomlega ánægöur meö hana. Myndin mín er ekki stór um sig, en handbrago málarans, sem er ég, lítur óaöfinnanlega út í mínum augum. Þaö kæmist áreiöanlega engin mynd í heím- inum í hálfkvisti viö hana. Aöeins eitt skyggði á gleði mína en það var að sennilega kæmist myndin mín aldrei fyrir almenningssjónir. Ég yrði sá eini sem fengi aö njóta þessa meistaraverks og heimurinn færi vissu- lega á mis viö mikið. En við þvígæti ég ekkert gert. Eða hvað? Kannski þorði ég þvíekki, hræddur um að þessi eini dýrgripur minn, myndin, fengi ekki náð fyrir augum fjöldans. Hræddur um aö fjöldinn mundi einungis rífa og tæta hana í sig. Hæða mig og spotta. Nei, svona mátti ég fyrir alla muni ekki hugsa. Ég hræði einungis sjálfan mig með þessum neikvæðu hugsunum. Eg sem hafði lagt svo ótrúlega mikla vinnu í myndina, málað hana í samfleytt 40 ár, allt mitt líf. Verkamaðurinn er verður launa sinna. Það kemur að því aö ég fæ mín, þó ekki væri fyrir annaö en myndina mína. Mér haföi meö lagni tekist aö mála yfir öll mistök og misfellur með svartri máln- ingu þannig aö í mínum augum var myndin líkust englaásjónu. Já, engla- ásjóna, þaö var einmitt rétta orðiö yfir hana. Svört englaásjóna. Ég gat ekki annaö en dáðst að sjálfum mér fyrir lymskuna og hinar snjöllu blekkingar sem ég haföi íframmi. Ég einfaldlega málaði yfir sannleikann. En nú tók ég skyndilega eftir því aö myndin mín var horfin. Mér brá hræði- lega. í staðinn var komin önnur mynd, gerólík minni. Þessi var a.m.k. helmingi stærri en mín og litirnir... ég staröi öldungis dolfallinn á hana. í minni mynd réðu dökku litirnir ríkjum, en í þessari var að finna alla liti milli himins og jarðar. Hvílíkt listaverk. Þó aö mín mynd væri góð, þá þyldi hún engan saman- burö við þessa. Þarna úði og grúði af öllu mögulegu í einum allsherjar hræri- graut. Þarna voru öll dýr merkurinnar samankomin í stórum hóp sem teygði sig þvers og kruss yfir alla myndina. Fyrir framan þau stóöu milljónir manna í löngum rööum. Menn af öllum þjóöern- Thor Vilhjalmsson Ambrósíus Ambrósíus reis hann íhæðir marklauss dauöa meö dreymið bros írjómalitum augum hnígur hann fár hnígur hann nár deyr, gefur upp dýrmæta önd lönd og leið þú sást sástu andköfin geysast þeysast marið blóð úr fnæstum nösum þöndum sem vígnauts að deyja ísólheitum sandi eða konu sem berst við aö ala barn sem goöin sungu banni manni af moldu fætt sem veröur aftur skilað moldu, á öngum vegi né hillu af vindinum orðinu sverðinu ellegar strætisvagn yfir hjólbörum brotsjó eða hægum byr báti Karóns Ambrósíus hver er Ambrósíus segóu okkur Ambrósíus: hver er Ambrósíus...? um, hvítir, svartir og jafnvel gulir. Menn sem störðu brostnum ásökunaraugum á mig. Menn í skítugum og stagbættum fötum með haka og skóflur sér við hlið, menn í nýpressuðum jakkafötum með hvítt lín um hálsinn. í baksýn gat að líta stórkostlegustu skóga sem ég hafði augum litið og fagurblá vötn meö fuglum á. Þessa mynd yröi ég að eignast, hvaö sem þaö kostaði. En eigandinn? Hvar var hann? Hann stóð við hliö myndaririnar, hár, grannur og fötin voru undarlega>samlit myrkrinu í kringum hann. Andlitiö var ellilegt og augun lítil og stingandi. Á aldur hans gat ég ekki giskaö. Afsakið, en eruö þér eigandi þessarar myndar?, spuröi ég kurteislega. Svo á víst aö heita, sagöi hann hljómlaust. Kannski málarinn líka? Nei. Ég safna málverkum, skiljið þér og ég vildi gjarnan fá þessa í safn mitt. Hún er ekki til sölu, sagöi hann rólega. Fimmhundruö þúsund? Þú heyrðir hvað ég sagði. Ég gæti jafnvel hugsað mér aö hreyfa boöiö eitthvaö upp á viö, sagði ég eftir stutta þögn. Hann svaraöi ekki. Þú ættir þó aö geta sagt mér hvaða snillingur málaöi þetta listaverk. Þú kemst brátt að því, sagöi hann og það var broddur af hæðni í röddinni. Einhver þekktur? Satt að segja hefur enginn einn málað þessa mynd. Nú, hvaö meinaröu? Ég var forviöa. Þetta málverk er samviska heimsins, verk mannanna, gjörðir þeirra og hugs- unarháttur. Þessa mynd hafa allir menn sem lifaö og hrærst hafa á jörðinni , málaö. Hver og einn á sinn afmarkaða reit í henni sem hann hugsar um og málar. Jafnvel þú átt þinn reit, sem öll þín verk eru skráð og geymd í. Hann þagnaði og andlitið varð sviplaust og kuldalegt ásýndum. Ég starði stóreygður á þennan undar- lega mann sem stóð teinréttur fyrir framan mig. Maðurinn hlaut að vera eitthvað ruglaður. Eða hvað? Hvað var hann eiginlega aö tala um? Hver var hann og hvernig hafði hann komist hingað inn? Hvað var orðið af fallegu myndinni minni? Slíkar og þvílíkar hugs- anir uröu áleitnar, en ég hratt þeim öllum frá mér aftur, því fyrir framan mig haföi ég eitthvert mesta listaverk sem ég hafði augum litið og það skyldi ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.