Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 4
• / Saga eftir Guörúnu Jacobsen í skuggsýnu anddyri hótelsins mótar fyrir manni, nýkomnum aö utan. Smá- stund stendur maöurinn kyrr og hengir haus. Síöan leggur hann á brattann. Trip-trap, trip-trap. — Skyldi hann hafa þaö af aö komast upp stigann, sem liggur aö veitlngasalnum? — O, reyndar. — Þolinmæöi þrautir vinnur allar. — Sjáum til. Þarna haföi hann þaö. Viö salardyrnar mætir hann þjónin- um. Heyööu, góöi — áttu kvöldveðö? Framþuröur mannsins vekur grun- semdir þjónsins hvaö snertir ásigkomu- lag meltingarfæra þessa síöbúna gests. Hann vill ekki eiga neitt á hættu og vísar manninum á bug. Gesturinn lætur ekki bjóða sér slíkt. Hann dregur fram nafnspjald. N.N. þingmaður. N.N. veitingaþjónn, segir hinn háttvísi diskaberi. — Heiöursmennirnir tveir skiptast á nafnspjöldum og beygja sig djúpt hvor fyrir öörum. Viöskiptin ná ekki lengra. Gesturinn veröur aö snúa viö sömu leið. Hann stynur þungan — ekki af hungri. — Niöurleiöin veldur honum aðeins dálitlum kvíöa. Góöviljuö innri hvöt reynir aö hjálpa manninum til aö ganga settlega niöur stigann. Þaö gengur bara bærilega þar til sígur á seinnihlutann — en þá kennir gesturinn svima, hallast aftur og — samt sem áöur — viðleitnin er alltaf jafn viröingarverö, þrátt fyrir. . . falliö. Fyrri hluti í gestaherbergi Þar fór síðasta herbergið, sem eftir vaö aö ráöstafa og klukkan ekki nema átta, tautaöi vaktmaður hótelsins og lokaöi gestabókinni. — Hann gaf her- bergisþernunni bendingu. Hún tók viö lyklunum og hélt á undan herra Nikulási Grímssyni og frú eftir teppalögöum ganginum. Hún staönæmdist viö eitt herbergiö í rööinni, opnaöi huröina, dró tjöldin fyrir gluggana, kveikti Ijós, slétti svuntu sína og mælti Vonandi fellur yöur herbergiö, herra kaupfélagsstjóri. Hin eru öll fullskipuð. Þau eru sosum hvert ööru lík, anzaöi hann önuglega. Ætli hitinn sé sæmilegur á ofninum? Frúin gekk þegar aö ofninum og þreifaöi á honum. Hann er nú ekki meira en ylvolgur, ofninn sá arna, mælti hún óánægjulega. í öllum bænum, stúlka mín, reynið aö fá hitann aukinn. Heilsa mannins míns er fyrir öllu. Það er því miður ekki hægt, svaraði þernan afsakandi. í þessum kulda skrúfa allir frá, og heita vatnið hrekkur skammt. Þaö er eina bótin, sagöi frúin og vék máli sínu til manns síns, aö ég haföi hugsun á aö taka rafmagnshitapokann meö. Hann er í annarri töskunni, væni minn. Þú lætur hann í samband, þegar þú ert kominn í rúmiö. Mundu þaö, góði. Ekki má slá aö þér. Hún gekk til rúmsins og fór um- hyggjusömum kunnáttuhöndum um rúmfötin, en þernan leit til kaupfélags- stjórans. Óskiö þér eftir kvöldmat hingaö upp? Hann svaraöi meö þreytulegu and- varpi, settist í annan hægindastólinn og lygndi aftur augunum. Frúin sagöi í hans staö: Já, þakka yður fyrir, góöa. Maöurinn minn er þreyttur eftir feröina. Hvað viltu boröa, vinur minn? Ég er alveg lystarlaus, svaraöi vinur- inn óiundarlega. Þú veröur aö næra þig á einhverju, elskan mín, mælti frúin, og sparsöm vipra fæddist í munnvikinu. Ekki þarft þú aö greiöa matinn — kannski þú hefðir líka gott af aö fá þér aðeins einn disk af hafragraut svona undir svefninn. Hvern- ig lízt þér á þaö? Ætli ég reyni ekki aö skola honum niöur, svaraöi maöur hennar áhugalaust. Og hefur ekki verra af, sagði eigink- onan móöurlega. Hafragrautur fer vel í maga, sérstaklega þinn maga. Þér komiö þá meö þetta, góöa. Hún leit viröulega til herbergisþernunnar. Sjálfsagt. En hvers æskir frúin? Einskis. Ég fer eftir skamma stund. Þernan fór. Kaupfélagsstjórinn stundi veiklulega. Þú hefur þá í hyggju aö skreppa í afmælið hennar systur þinnar, mælti hann. Ég heföi nú komiö meö þér, ef ég væri ekki svona fjári slappur. Ég veit þaö, góði. Hvíldu þig bara vel. Eins og ég er búin aö tala um, kem ég um hádegisbil á morgun. Og þó svo aö hún vilji halda þér degi lengur, sagöi maður hennar skilningsrík- ur, skaltu láta þaö eftir henni. Þiö þurfið margt aö ræöa saman eftir áralöng bréfaskipti. Þaö má meira en vera, væni minn. En áöur en ég fer, er þaö eitt, sem ég vildi biöja þig um. Foröastu alla umgengni viö hótelgestina. Mér leizt satt aö segja enganveginn á þessa tvo, sem ég sá róa sér í stiganum áðan. Vertu alveg óhrædd, góöa, fullvissaði maöur hennar. Ég mun vissulega varast allan nánari kunningsskap viö drykkju- lýö. Frúin varö ánægö á svip, en svo lagðist skuggi áhyggjunnar yfir andlit hennar. Mér lízt hreint ekki á þessi rifrildishljóð hérna utan af ganginum, mælti hún. Vonandi fer enginn aö ráöast inn á þig svona veikbyggöan. Engin hætta, góða, fullyrti hinn veik- byggöi eiginmaöur. Ég læsi, þegar þú ert farin. Gerðu þaö, elskan mín. Og mundu, aö forðast áfengiö, hver sem í hlut á og býöur þér. Örugglega, svaraöi kaupfélagsstjór- inn, og hneykslunar gætti í röddinni. Eins og þú líklega veizt, góöa mín, er þaö bann gegn hvers konar áfengum drykkjum, sem ég mun hafa á stefnu- skrá minni, sem tilvonandi þingmaöur fyrir mitt kjördæmi. Því hef ég heitið fylgismönnum mínum. Auk þess þoli ég þaö ekki vegna magans. Þaö er nefnilega þaö, góöi minn, svaraöi hin barnlausa eiginkona angur- vær, hann er eins viökvæmur og nýfætt barn. Hún fór aö týgja sig til brottfarar, en dokaði þó aöens við. Hlátursskríkjur bárust eyrum hennar. Mundu nú, væni minn, sagöi hún, að vera ekki alltof alþýöiegur í þér viö Halldór Pétursson myndskreytti söguna en myndirnar hafa ekki birzt fyrr herbergisþernurnar. Þú þarft á öllum þínum viröuleik að halda vegna kosn- inganna, sem í hönd fara. Láttu þér ekki til hugar koma aö ég tali meira viö vinnuhjúin en þörf krefur, svaraöi hinn tilvonandi þingmaður. Ég veit það, vinur minn, svaraði frúin feginsamlega. Þú hefur alltaf gætt sóma þíns. Og nú er víst bezt aö ég hypji mig. Klæddu þig nú hlýlega undir nóttina. Viltu ekki annars aö ég taki upp úr töskunum? Nei-nei. Vertu ekki aö tefja þig á því, svaraði eiginmaöurinn. Faröu nú, vina mín, annars taparöu af Keflavíkurrút- unni. — Vagninn fer eftir fimmtán mínútur og tuttugu sekúndur. Jæja, væni, greip konan fram í, þú lætur þá stúlkuna gera þaö. Þú mátt ekki íþyngja magavöövunum. Svo ætl- arðu aö muna, að hringja til dagblaðsins í fyrramáliö. Ég veit, svei mér ekki, hvernig ég kemst af í vetur, ef ég fæ enga hjálparstúlku. Eg skal muna það, góöa. Vertu þá blessaöur, væni minn. Sæl, vina mín. Skilaðu kveöju til systur þinnar. Frúin kyssti mann sinn á vangann og yfirgaf herbergiö. Andartak stóö kaupfélagsstjórinn kyrr á gólfinu og hlustaði eftir fótataki eiginkonu sinnar, sem smá fjarlægöist. Þá gekk hann til hurðarinnar, opnaöi hana í hálfa gátt, gægöist fram fyrir og lokaöi aftur. Því næst tók hann upp „Ekki sláum við hendinni á móti því,“ sagði þrenningin einum rómi, og leit veitanda sinn þakklátum augum. símtóliö og bað um samband viö herbergisþernuna. — Eruð þaö þér, ungfrú? Viljiö þér skila frá mér til yfirþernunnar, aö ég biöji hana um aö senda mér hingað upp svörtu fötin, sem ég skildi eftir hér síðast og flöskurnar. Þakka. Hann drap fingrum á stólarminn, flautaði fyrir munni sér og ók sér óþolinmóölega meöan hann beiö, sem ekki var nema fáar mínútur. En þá kom stúlkan inn meö hina umbeðnu hluti og hvarf aftur. Kaupfélagsstjórinn tók þegar í staö upp tóliö á nýjan leik og baö um samband út í borgina. — Halló! — Ert þaö þú, Ijós augna minna? — Sæl, ástin mín! — Þakka þér fyrir síöast. — Já, ég er kominn til borgarinnar. — Ætlaröu aö líta inn í kvöld — svona um tíu leytiö, já ágætt. — Þakka þér fyrir, engillinn minn. Bless á meöan. Símtólið féll allharkalega úr hendi kaupfélagsstjórans. Frúin birtist óvænt í dyrunum og kom inn í miklum flýti. Hann leit óttasleginn til konu sinnar: Guð komi til! Ertu komin aftur? Frúin leit meö skelfingu á flöskurnar: Hva . . . hvaö er þetta? Sýnishorn, svaraöi maöurinn og var fljótur aö hugsa. Sjáöu til, góöa mín. — Rétt eftir aö þú hvarfst út um dyrnar, kom hingað sölumaður og skildi eftir þessi sýnishorn. Þú ætlar þó ekki aö opna áfengis- verzlun? Nei-nei! Alls ekki, góöa mín. Jæja, væni. Frúnni varö heldur hug- hægara. Sölumaöurinn fer þá meö þetta aftur? Vissulega, Ijósið mitt. Hann skrapp aðeins inn í næstu herbergi til aö ná tali af öörum kaupsýslumönnum. Þeir búa hérna flestir, þegar þeir koma til borgar- innar í verzlunarerindum. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.