Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 13
Hrúturinn frá Chrysler ■ .. 'if‘B Dodge Aries: þýzki skólinn í bílhönnun — mikið rými aö innan, þótt ytri tyrirlerðin sé ekki mikil. NÝR ESCORT Lítill en frábær Ford öðru nafni K-bíllinn eða Dodge Aries sem vonir standa til að geti bjargað iðnaðarrisa á brauðfótum Þeir sem spá í þau merku vísindi, stjörnumerkjafræði, og haga lífi sínu eftir stjörnumerkjum, þekkja ugglaust vel Hrútsmerkiö, sem heitir á ensku Aries. Þaðan er komin nafngiftin á nýja fram- hjóladrifna bílinn frá Chrysler — bílinn sem lengi hafði verið beöiö eftir og átti að bjarga auðhringnum frá yfirvofandi hruni. í þessu björgunarstarfi treystir lacocca for- stjóri á Hrútsmerkið og það er ekki út í hött: Hér þarf að stanga og stanga fast. Aö sönnu hefðu þeir á þessum bæ átt að byrja fyrr á Hrútnum; þeir létu risann GM hafa árs forskot meö X-bílana eins og fram kemur hér á öörum stað. én betra er seint en aldrei og víst er að tvíburarnir Dodge Aries — Plymouth Reliant marka tímamót fyrir Chrysler og tryggja fyrirtækinu von- andi framhaldslíf á bekknum, sem þeir skipa „þrír hinir stóru“. Síðustu fregnir herma að salan hjá Chrysler sé 23% meiri en á sama tíma í fyrra og veröur að vinna eftirvinnu vegna eftirspurnar á K-bílunum, Dodge Aries og Plymouth Reliant. Á síöustu árum höfum viö séö allmarga bíla koma og fara í þessum stæröarflokki: Lengdin 4,47 — breiddin 1,74 og hæöin 1,33 m. Þeir hafa oftast orðið aökrepptir og þröngir vegna þess, að svokallaðar sportlegar línur réöu feröinni. Nú koma nýir siöir meö nýjum herrum og þýzki skólinn í bílhönnun hefur mjög veriö hafður til hliðsjónar: Allar línur harðar og beinar, en um leiö nýtist rými miklu betur. Yfirleitt fara bogform og mjúkar línur betur í mig en harðlínuteikning á sama hátt og mér þykir Jagúar betur teiknaöur bíll en Benz, Audi eöa BMW til dæmis. En þetta er bara smekksatriði og áreiðanlega margir á alveg öndverðri skoöun. Ég viðurkenni líka fúslega, aö þaö er tvennt ólíkt aö hanna dýran sportbíl eins og Jagúar eöa fjölda- framleiöslubíl, sem á að vera eins praktísk- ur og hugsast getur. Ot frá því sjónarmiöi er Dodge Aries bráöfallegur. Og hann hefur nokkuð til huggunar þeim, sem sjá eftir drekunum — nefnilega þaö, aö hvort sem maöur ekur honum eöa sítur í honum aö framan eöa aftan, þá er auövelt aö láta sér detta í hug aö hann sé miklu stærri aö utan en raun ber vitni um. lacocca forstjóri átti eitt sinn þátt í aö hanna Mustang fyrir Ford og afleiðingin varö sú, aö venjulegir fjölskyldubílar uröu fyrir óheppilegum áhrifum í áraraöir á eftir. Bílar sem voru það sem Kanar nefna „Full size“, voru kannski minni aö innan en þessi hrútur, sem hér er til umræöu og er heilum metra styttri. Sem sé: sTgur skynseminnar á þessari klikkuöu öld og nú er ekki annaö eftir en aö finna eitthvaö annaö en benzín á tankinn. Viö sem búum viö dýrasta bensín í heimi, ættum aö fagna þessari þróun, en mikil umskipti veröa nú á amerískum bílum meö þessari byltingu og svissneska bílabókin telur að Dodge Aries eyði frá 8—13 á hundraöiö. Só þaö rétt, verður meöaleyösl- an um 11 lítrar á hundraðiö. Sætin eru góö í Hrútnum; maöur situr sæmilega hátt og hefur gott útsýni, því rúöurnar eru háar. Um leiö og ekiö er af staö, finnst vel fyrir framhjóladrifinu, sem Kanar hafa hingaö til taliö aö þyrfti aö fela. Mér þykir framhjóladrifstilfinning fremur Þeir hjá Ford kalla nýja Escortinn „world car“, þ.e. heimsbíl. Hann er líka sú stjarna, sem skærast Ijómar hjá Ford, en á þeim bæ hefur salan ekki gengið eins glatt og skyldi; samkvæmt nýjustu fréttum haföi hún dottið niður um 3% frá því sem var á sama tíma í fyrra og mátti þó ekki versna. Nýi Escortinn debúteraöi í september í fyrra og kom í staðinn fyrir Pinto, sem þá var lagöur niöur. Hvarvetna hefur þessi nýi Escort fengiö einstaklega góöar viötökur, — t.d. var sagt í dönsku bílablaöi, aö hér væri í raun bezti bíll, sem Ford-verksmiöj- urnar heföu nokkru sinni ungaö út. Þyngd- in er 915 kg, en við bætast 30 kg, ef hann góö og síður en svo til ama aö vita vel af henni. Eins og slíkum bílum er gjarnt, er Hrúturinn mjög traustur í rásinni og liggur ágætlega á vegi — þaö er aö segja á malbiki eöa ööru álíka. Ekki hefur veriö hægt aö komast hjá því, aö afturför yrði í fjöðrun á ósléttum vegi viö þessa minnkun — frá Dodge Aspen til dæmis. Á holóttum malarvegi hættir þessum til aö hendast til og frá líkt og japanskir bílar gera yfirleitt. Tengsli Chrysler viö Fransmenn hafa því miöur ekki oröiö til þess aö þeir tækju upp franska fjöörun, en hitt er svo annað mál, aö nútíma framleiöendum bíla kemur ekki til hugar að taka minnsta tillit til vega eins og á Islandi. er sjálfskiptur. Lengdin er 4,16 m eöa 6 cm lengri en Honda Accord til dæmis. Vélar eru 58 eöa 65 hestöfl og meö stærri vélinni er hámarkshraðinn 150—160 km á klst. og eyðslan 7—12 á hundraöið. Eins og nú tíðkast, er vélin þverstæð aö framan og drif á framhjólum. Meö svo góöan hlut í höndum, getur Ford lagt honum til allskonar skrautfjaörir og búið hann öllum hugsanlegum lúxus eöa krafti. Það hefur einmitt verið gert í sportútgáfunni sem auökennd er meö XR3. Þá er komin 105 hestafla vél, hámarks- hraðinn 182 km á klst. og viöbragöiö í hundraöiö hvorki meira né minna en 9,7 sek. Þrátt fyrir evrópsk áhrif í ytri hönnun, er mælaborðiö eins amerískt og Ronald Reagan. Hægt er að fá allskonar þægíndi, svo sem rafstýrðar stillingar á sætum og útispegil, sem stilltur er inni í bílnum. Á góöum vegum og á malbiki er prýöilega gott aö aka Hrútnum og satt bezt aö segja er einum of skemmtilegt aö aka honum á ólöglegum hraöa. Og hvílík breyting á aksturshæfni frá því sem tíðkaöist í amerískum bílum fyrir fáeinum árum. Hægt er aö velja um fjögurra gíra handskiptingu eða sjálfskiptingu. Vélin er þverstæö aö framan, 85 hestöfl SAE og hámarkshraðinn er 155—165, sem ætti aö vera nóg. Viðbragö er ekki nefnt í heimildum, en meö sjálfskiptingunni er þaö á aö giska 15 sek. í hundraðiö, eöa rétt þokkalegt. Hægt er einnig að fá 2,6 lítra, 92 hestafla vél. Samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjunni, er um nýja og stórbætta ryövörn aö ræöa og felst út af fyrir sig ný stefna í því, nefnilega sú aö miöa ekki viö aö bíllinn endist aöeins um tiltekinn árafjölda og veröi þá oröinn aö ryðhrúgu, en eigandinn neyddur til að kaupa sér nýjan. Ekki er hægt aö sjá annað, en Chrysler hafi til muna styrkt stööu sína í samkeppninni viö Japani og Evrópumenn. Fyrir áriö 1982 er á döfinni tveggja dyra lúxusútgáfa af K-bílnum, en þannig er Hrúturinn auðkenndur. Eftir teikningum aö dæma, veröa allar línur mun mýkri í þeirri gerö og þar veröa fáanleg öll þau margvís- legu þægindi, sem bandarískur bílaiönaöur hefur þróaö. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.