Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 15
I Hér hittast tveir góðir úr dönsku leikhúsi: Dirch Passer, sem þarna var í hlutverki sínu í „Frænku Charleys“ og Poul Reumert. Myndin var tekin 1959. Alltaf hrókur alls fagnaðar — hér er Dirch Passer með móður sinni. sem þér hafið gert fyrir mig og mína. En drottningin tók þessu bara vel. Dirch gleymdi því heldur aldrei, þegar Axel prins kom að horfa á revíu, sem hann lék í hjá Stig Lommer, og þaö þó aö hirðsorg ríkti, þegar prinsinn kom. Hann hefur víst haldið, að revían væri leiöinleg, sagöi Dirch. Dirch var mjög umhyggjusamur fjöl- skyldufaöir og hugsaöi einstaklega vel um yngstu dóttur sína, Jósefínu. Ég hitti hann oft í Dyrehaven, þegar hann hjólaði syngjandi glaður um og reiddi Jósefínu. Einu sinni mætti ég honum einum og þar sem hann var niðurdreq- inn á aö sjá, spurði ég: „Er eitthvaö aö þér?“ Hann geröi sér upp bros og svaraði: „Já, barþjónninn minn skilur mig ekki.“ Þegar ég brosti ekki einu sinni, sagöi hann glottandi: „Svo þú kunnir hann þennan!“ Hann treysti mér í hvívetna, líka þegar um gamla brandara var að ræöa. Þegar ég hitti hann hálfum mánuöi fyrir lát hans í Pilestræde, spuröi hann mig álits á endaoröum í grein, sem hann var aö fara aö skila. „Þessi brandari gengi nú ekki í revíu,“ sagöi ég. „Ekki það?“ sagöi hann, „það gerir ekkert til. Hann er nógu góöur til síns brúks. Ég sel Billed- Bladet hann.“ (|.J. þýddi) Elisabet Jökulsdóttir KVENNABARÁTTA Konunnar niörí Amason skera af sér annaö brjóstiö til aö geta skotiö af boga Viö stritumst viö aö sitja viö sama keip Heimtum sömu laun til aö fá sömu kaun Heimtum sömu störf og sömu kjör sömu, sömu, sömu hvaö . . . í staö þess aö spyrja Ef viö ætlum aö sætta okkur viö sömu störf, laun og kjör þá er viö því aö þúast aö áöuren reagan er allur aö áðuren öldin er önnur þá eins og konurnar niöur viö fljót Amason, þá skjótum viö af boga til aö geta skorið af okkur annaö brjóstiö SONUR MINN Sonur minn er fagurlega limaöur meö fagra fótleggi og stælt brjóst Sonur minn er fagurlega eygöur og spurjandi eru augu hans svipur hans sterkur og íhugull eöa stríöinn eftir því sem viö á eftir því sem ég ekki alltaf veit Sonur minn svo blíölyndur og enginn getur staöist kossa hans Sonur minn meö sínar þreifandi hendur og spyrjandi augu hann býöur deginum byrginn AÐ LIFA LÍFINU ég verö auövitaö aö lifa mínu lífi svo ég geti lifaö einhverju lífi fyrir þig svo ég hafi af einhverju aö taka til aö gefa þér til aö geta aftur gefiö mér öryggi um aö ég sé eitthvaö sé eitthvaö fyrir þér sé eitthvaö fyrir mig þannig fórna ég mér fyrir falskt öryggi til þess eins aö þurfa ekki aö horfast í augu viö augun í myrkrinu 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.