Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 5
Konan lét þetta gott heita, en horföi nú rannsakandi á fötin. — Maðurinn fylgdi augnaráöi hennar og mælti fljótt: Fötin voru send hingaö frá klæösker- anum mínum. Ég var aö máta þau, en komst þá aö raun um, aö hann hefur þrengt þau heldur mikiö. Svo aö ég er aö hugsa um aö gefa þau til Vetrarhjálp- arinnar. Þaö birti yfir andliti frúarinnar: Blessaöur vinurinn minn, hún klapp- aöi honum á vangann, — alltaf ert þú aö hugsa um þá, sem líða neyöina. Betur, aö aörir geröu slíkt hiö sama. En, heyrðu annars, þú ert víst ekki meö pakkann til hennar systur minnar í fórum þínum? Vagninn fer eftir nokkrar mínútur. Kaupfélagsstjórinn greip andann á lofti, fálmaöi ofan í vasa sinn og rétti henni pakkann. Aftur kyssti frúin mann sinn nærfærn- islega á vangann og yfirgaf herbergiö. Kaupfélagsstjórinn hlammaöi sér niöur á rúmiö og strauk yfir vott andlitiö. Þaö leiö stundarkorn, en þá kom herbergisstúlkan inn meö grautinn á bakka. Hér kemur grauturinn yðar, mælti hún og lagði bakkann á borðið. Kaupfélagsstjórinn reis upp, tók utan um stúlkuna, en leit meö fyrirlitningu á innihald bakkans. Þú ætlar þó ekki, elskan stutta, aö bjóöa mér uppá hafragraut! Ég er nú hræddur um, að ég sé vaxinn upp úr grautarátinu. Komdu með smurtb rauð, en hentu þessum déskota í ruslafötuna. En þér óskuðuð — —. Sussu, sussu! Ég er búinn aö skipta um skoðun, litla fröken. Hann tók undir höku stúlkunnar. Ertu ný í starfinu? Ég hef ekki séö þig hérna fyrr. Síöari hluti Við afgreiðsluna Dauf veggjaljósin gáfu frá sér rauðan bjarma, er samlagaðist rauöu áklæöi sóffans, lýstu upp einkennisstafi snyrti- herbergisins, glóöu á slitnu stigahand- riöinu, sem ótal hendur höföu gripið í sér til stuönings undanfarna áratugi, og brotnuöu aö lokum í gleraugum vakt- mannsins, sem sat viö skriftir innan viö afgreiösluboröiö. Maöur kom niöur stigann frá þriöju hæö og fetaöi sig varlega þrep af þrepi vegna flösku og glasa, sem hann bar í höndunum. Þegar hann var kominn niður heilu og höldnu, settist hann í sófann, lét glösin og flöskuna á boröið og teygöi sundur þéttholda lærin. Hvar er allur mannskapurinn? spuröi hann vaktmanninn og leit á veggklukk- una. Hún er tíu. Skilaboðin, sem hér liggja, svaraöi vaktmaöurinn og leit ekki upp, hljóða á þá leiö, aö hann sé staddur á fundum í sambandi viö ýmis konar erindisrekstur á vegum hreppstjórna og bæjarfélaga. Maöurinn velti fyrir sér svarinu drykklanga stund. Svo rann allt í einu upp fyrir honum Ijós. Hvernig læt ég — hann hristi hausinn — það er líka alveg rétt. Kabarettinn er í kvöld, þessi meö nöktu dansmeyjarnar frá París. — Hérna, eruð þér vissir um, aö allir hafi fariö? Veit það ekki. Heyriö þér annars, sagði hótelgestur- inn eftir dálitla umhugsun, viljiö þér ekki fá yöur í eitt glas mér til samlætis? Nei, takk, ég er aö vinna. Auk þess er aldrei friður á kvöldin. einn mannanna, hinir eru löngu dauöir. Hamingjunni sé lof, svaraði hótelgest- urinn og þurrkaði sér um sveittan skallann. Ég óttaöist í augnablikinu aö ég heföi fengiö ósk mína Uppfyllta í svona ríkum mæli. En er ykkur annars ekki þörf á sæti? Hann mjakaöi sér til. Þökk fyrir. Mennirnir settust viö hliö hans. Má bjóöa ykkur drykk? Ekki sláum viö hendinni móti því, sagöi þrenningin einum rómi, og leit veitanda sinn þakklátum augum. Hver skyldi nú vera borgunarmaður fyrir hóteldvöl ykkar — eöa, þiö eruö þó vænti ég ekki embættismenn? Við búum ekki hér í hótelinu, svaraöi einn mannanna. Viö komum bara hingað, mælti annar, til aö rifja upp gamlar, Ijúfsárar minn- ingar. Sjáiö þér til, herra, sagöi hinn þriðji, hérna í veitingasalnum niöri lukum viö úr óteljandi kaffikönnum. Stórum kaffikönnum, greip annar vinanna fram í. Þaö var í þá gömlu, góöu daga, sem nú eru löngu liðnir, mælti hinn félaginn angurvær. Hérna var okkar annaö lög- heimili. Viö erum nefnilega listamenn, skiljiö þér, og liföum aöallega á mola- kaffi. Þiö hafiö sannarlega komizt af meö lítiö, sagöi veitandi þeirra. Og hvaöa vinnu stundiö þiö svo? Vinnu, endurtók einn náunganna móögaöur. Listamenn vinna ekki fyrir sér nema á þann einn hátt aö skapa listaverk. Þeir verða aö vera tilbúnir til aö grípa andann, þegar hann kemur yfir þá, sem á þaö til að ske á öllum tímum sólarhringsins. viö fótskör náttúrunnar, lagöi mig allan fram viö aö lofsyngja hana í verkum mínum. Seinna valdi ég úr safni mínu beztu verkin og sendi þau til stjórnar myndlistamanna, en þeir ætluöu aö opna sýningu á verkum félagsmanna. En myndirnar mínar voru ekki teknar til sýningar. Stjórnin lét þau orö falla, aö hún heföi beztu fáanlegu myndavélina í fórum sínum til að annast allar náttúru- eftirlíkingar. — Þar meö átti ég ekki annars úrkosta, ef ég vildi halda áfram listgrein minni, en gerast svokallaöur abstraktmálari. Aö ári liðnu lauk ég tveim myndum. Önnur sýndi nokkrar rákir, mislitar þó. Þá mynd skíröi ég Grindverk. Hitt málverkiö sýndi þrjú stór augu, umlukt sporum eftir nokkrar fótalúnar hænur. Myndina nefndi ég Martröö. Listmálarinn sló sér á brjóst. Ég elska sannleikann, eöa geröi þaö, réttara sagt. — Myndirnar samsvöruöu heitinu. Ég þarf víst ekki að taka þaö fram, — mér var vísað burt úr sýningar- salnum, og aöeins vegna þess aö ég skíröi myndirnar sínu rétta nafni. Hann saup síðustu dreggjarnar úr glasinu. Og nú mála ég bara, hélt hann áfram. En þá var snögglega tekiö fram í fyrir honum, og stórkarlaleg rödd rumdi draugslega: Fjandann á vegginn! Eigandi raddarinnar, lítill, væskils- legur náungi, kom frá uppgöngunni, varö fótaskortur á teppalögðu gólfinu, en tókst á síðustu stundu að forða sér frá falli með því aö grípa í skrifborðs- diskinn sér til stuðnings. Eftir aö hafa jafnaö sig nokkurn veginn, lagðist mannkertiö fram á af- Símtólið féll allharkalega úr hendi kaupfélagsstjórans. Frúin birtist óvænt í dyrunum og kom inn í miklum flýti. Kaupfélagsstjórinn reis upp, tók utan um stúlkuna, en leit með fyrirlitningu á innihald bakkans. Vaktmaðurinn tók í lausgyrtan buxnabotninn ú litla manninum, dró hann öðru sinni niður stigann, skellti honum ofan í göturæsið fyrir utan og tók sér varðstöðu við innganginn. Ég byrjaöi um mánaöamótin. Og hvernig líkar þér? Bara vel. Hótelgestirnir vilja allt fyrir mig gera. Mig skal ekki undra, svona lítil og yndisleg stúlka. Ég má ekki hangsa, svaraöi litla stúlkan undirleit. Fæ ég aö sjá fallega andlitiö þitt aftur? Stúlkan skríkti. Sá er frekur. Hún losaði sig úr örmum hans og fór meö bakkann aftur. En herra Nikulás Grímsson kaupfé- lagsstjóri leit á úriö sitt, tók hart viðbragð og setti í samband rafmagns- rakvélina. Gesturinn snýtti sér. Skrattinn sjálfur. Mér er ekki nokkur leiö aö sitja hér einn og gera mér glaðan dag án félagsskapar. Hann andvarpaði. Þaö vildi ég, aö einhver ræki nefiö hingaö inn og skálaði viö mig. Já, þó þaö svo væri sjálfur myrkrahöföinginn eöa einhver af hans árum, yröi ég svo hjartanlega glaður. Hann haföi ekki fyrr sleppt oröinu en hikandi fótatök bárust frá uppgöngunni, og þrír náungar, meö strengda andlits- húð, komu í átt til hans. Þeir vættu varirnar, er þeir litu vínföngin. Guð í himnum, hljóöaöi maöurinn á sóffanum. Er lífsneisti í ykkur? Hann er sá eini, sem eftir hjarir, sagöi Nú, þá skal mig ekki undra á þótt þiö séuö horaöir og ræfilslegir, greyin, mælti hótelgesturinn. Hann bætti í glösin. Jæja, hélt hann áfram, svo þiö eruð listmálarar. Ég er fæddur listmálari af guös náö, mælti einn félaganna og strauk gráleitan hökutoppinn, en annar vina minna hér er skáld og hinn tónsmiður. Skáldiö strauk þunnhært yfirskeggið til samþykkis, en tónsmiöurinn fór hendi um síðhærðan hvirfilinn. Og hvernig hefur þér svo vegnað á listabrautinni? spuröi hótelgesturinn og beindi orðum sínum til listmálarans. Ég fann hjá mér löngun til að mála strax á unglingsárum mínum. Ég kraup greiösluboröiö og mælti biöjandi viö vaktmanninn: Heyröu hérna, elsku vinurinn minn. Er nokkur lífsins leiö til aö þú getir selt mér eins og einn bjór? Útilokaö, fullyrti vaktmaöurinn. Æ, láttu ekki svona viö einn guðsvol- aöan mannvesaling. Þetta er svo lítiö, sem ég biö þig um. Ég sel ekki bjór, svaraði vaktmaður- inn. Reyndu viö þjóninn í veitingasaln- um. Ég er búinn aö því, elsku vinur minn. Sú hundsnefna rak mig út. Þvílík mann- vonzka! Og ég sem baö aðeins um einn SJÁ NÆSTU SÍÐU 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.