Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 6
r Ef foreldri elskar sitt barn Ottinn við refsingu heldur skikkan á mannfólkinu. Þessari staóreynd mannlífsins er nútíminn að berjast við að neita með voðalegum afleið- ingum. Sú kynslóð, sem lifði síðari heimsstyrjöldina, fékk ógurlega reynslu af skynlausri hörku. Og þá fór sem oftar, það var farið á hinn pólinn. Sá maður var kallaður nazisti, sem skellti í rassinn á krakkanum sínum. Þairri kenningu var mjög haldið á lofti, að ofbeldishneigð Þjóðverja umfram aðrar þjóðir stafaði af of hörðum aga barna í uppeldinu, en Þjóðverjar hafa haft orð á sér fyrir að aga börn sín. Síðan komu atvinnu- menn í uppeldi, skólarnir tóku til að bringja þeim út, og þessir menn tóku aö gera fræði sín gildandi, þó að þau væru hrein tilraunafræði; þeir komu með þessa teoríuna og hina, og yfirvöld leyfðu þeim að endavelta öllu skólakerfinu og allri umgengni við börn og unglinga. Ef unglingur brýtur af sér, þá kemur einn slíkur fræði- maður til að rabba við hann, og finnur margar skýringar á atferli unglings- ins, nema þá sem rétt er, að honum hafði ekki verið refsað fyrir neitt sem barni, og hafði enga hugmynd, hvað væri ótti við afleiðingar gerða sinna. Nú er það helzt lenzkan að kenna atvinnuleysi eða ekki nógu góðri skemmtanaaðstöðu um skemmdar- verk og ýmsa óhæfu unglinga. Þeir brjóta rúður, traðka niður blómabeð, rífa upp trjáplöntur, ráðast á gamal- menni, eyðileggja slysavarnaskýli og almenningssíma, vinna helgispjöll á kirkjum, leggjast í eiturlyf og komm- únur, allt af því að þeir hafa ekki atvinnu eða þeim er ekki séð fyrir naegu húsnæði til að skemmta sér. i okkar dýra þjóðfélagi er málum þannig komið, að ung hjón verða að vinna bæði úti við og hafa börn sín á dagheimilum. Það er skiljanlegt, að þau ungu hjón reyni að vera barni sínu eins Ijúf og góö þær stundir, sem þau eru með því, og hlífist við að refsa því. Þau gera hvorttveggja aö finna til sektar gagnvart barninu fyrir að láta það oft grátandi í vörzlu vandalausra og reyna með öllu móti að bæta fyrir þetta og gera barninu stundirnar heima sem Ijúfastar. Ungt foreldri nú er auk þess alið upp i þeirri villu, aö ekki megi refsa börnum, það eigi að tala um fyrir þeim, leita jákvæðra aðgerða, svo- nefndra, til að venja þau af bernsku- brekum. Hefðbundna aðferðin var að gera hvorttveggja, tala um fyrir barn- inu og refsa því. Barnið varó að skilja af hverju því væri refsað. Gott foreldri gekk ekki í skrokk á barninu í bræöi, sló því utan undir eða þess háttar, heldur var reynt að gera barninu refsinguna skiljanlega, hún væri af- leiðing slæms verknaðar. Það komst inní barniö á því skeiði, sem það lærir bezt og varanlegast, að slæmur verknaður hefði í för með sér slæmar afleiðingar fyrir það. Með það vega- nesti múrað í sig, fór það úr foreldra húsum. Ef þú refsar ekki barninu þínu fyrir að drepa flugur er eins líklegt það drepi mann, þegar þaö er orðið að unglingi. Rétti tíminn til að taka fyrir árásarhneigð og eyðileggingarhvöt barnsins er þegar það i barnaskap er að drepa flugur sér að leik í glugga- kistu, eða hleypur útí blómabeð. Þú tekur nærri þér að refsa barninu harðlega, en þú veizt að þú getur verið að foröa því frá mikilli ógæfu síðar. Vissulega er erfitt að refsa barni fyrir verknað, sem það máski skilur ekki að sé slæmur, en það verður bara að gerast. Því foreldri sem ekki gerir þaö þykir vænna um sjálft sig en barnið. Það hlífir sjálfu sér við sársaukanum, sem því fylgir að refsa barninu sínu, þó það viti að það sé barninu til góös. Þessi sjálfsmeöaumkun foreldranna verður mörgu barninu dýr. Gangur mála er þessi: Foreldrarnir bregðast þeirri skyldu sinni að gera barninu Ijóst í tíma og á því skeiðinu, sem venjur þess myndast, að slæmur verknaður hafi slæmar afleiðingar og hegningu í för með sér og síðan bregðast skólarnir og yfirvöld í þjóð- félaginu unglingunum. Það er ekki tekið fyrir afbrot í byrjun. Afbrota- unglingur fær að leika lausum hala, það eru fengnir til sérlærðir menn að taka hann til meðferðar, en honum er leyft að vera frjálsum að því að eyðileggja marga aðra unglinga. Ef klappað er á kollinn á unglingi, sem er þeirrar náttúru að traðka á blóm- um, verða tíu að traðka niður blóm á morgun. Það er hörmuleg staðreynd, að það hvílir mikil sekt oft á því góða fólki, sem biður um hlífð fyrir afbrota- ungling og þeim yfirvöldum, sem ekki taka hann strax til refsingar. Þetta fólk og þessi yfirvöld hafa þaö á samvizkunni að hafa eyðilagt marga af miskunnsemi viö einn. Þetta er voðaleg sjálfhelda, sem við erum komin í og höfum reyndar alltaf verið, þó allt versni með mikilli fjölgun fólks í borgum. Það er sárt að taka ungling til innilokunar ekki síður en barnið sitt til refsingar, en þaö verður að gerast. Kannski hefðum við sloppiö við að loka inni ungling hálfa ævina, ef við hefðum skellt í rassinn á honum í tæka tíð eða refsað honum með öðrum hætti og leyst málið strax og örlaði á hneigðinni. Árásar- og eyðileggingarhvöt fylgir manninum, hefur gert það frá því við þekkjum fyrst til hans. Það er engin lækning enn fundin við henni önnur en ótti við afleiðingarnar. Maðurinn er enn ekki betri en það, þó margir telji sér trú um annað. Góð hegðan byggist á ótta við afleiðingar slæmrar hegðunar. (Af hverju hegðar hákristið fólk sér vel nema af ótta?) Og þó er nú kannski dapurlegasta staðreyndin að við erum sjaldnast að hlífast við að refsa af því við séum góð, heldur af ræfildómi og heimsku. Það er alltaf erfitt að greina milli góðleika og ræfildóms. það er stund- um þægilegt að vera „góður“. Ásgeir Jakobsson bjór, einn einasta bjór. Mannpeöiö beygði af og fór aö kjökra. Hérna, góöi, ég skal gefa þér einn lítinn, sagði hótelgesturinn, sem sá aumur á litla manninum. Tjásulegt yfirskeggið á göturónanum bæröist tortryggnislega. Er það einhver gosdrykkur? Bragöaðu á. Hinn geröi svo, en brá ekki svip. Hvernig líkar þér bragðiö af Vodka? spuröi velgeröarmaöur hans forvitnis- lega. Ég finn ekkert bragö, svaraði mann- væskillinn og hristi úr skeggkömpunum. Segöu mér, maöur minn. Hvaö ertu eiginlega vanur aö drekka? Brennsluspíritus. Og litli maðurinn lagöi frá sér tómt glasiö, sneri sér aftur aö vaktmanninum og hélt biðjandi áfram: /Etlaröu að redda þessu fyrir mig, elsku vinur minn, ég er svo þyrstur? Komdu þá strax út, sagöi vaktmaður- inn, og var nú oröinn reiður. Segðu þetta ekki, elsku — — —. Vaktmaðurinn sveiflaöi sér yfir borö- iö, tók í öxlina á þessum ónæöissama gesti, dró hann niður stigann og henti honum út á gangstéttina. Ja, það verö ég aö segja yður til hróss, kæri næturvö, öur, mælti her- bergisgesturinn, þegar hann kom aftur, aö þér standið trúr í yðar stööu. Svona á aö taka á þessum náungum, sem drekka sig í skítinn og lifa á betli. — Strætisrónar! í sama bili kom eitthvað í líkingu við hnattlíkan veltandi niöur stigann ofan frá þriöju hæð. Þessum kúlulagaöa hlut tókst aö staulast á fætur, og kom þá í Ijós, aö þar fór maður mikill á velli. Hann hélt hendi fyrir munninn, skim- aöi skelkaóur kringum sig og bandaöi ráöleysislega framan í vaktmanninn meö hinni. Er klósettiö á yðar hæö upptekiö? spuröi vaktmaðurinn. Maðurinn kinkaði kolli í ákafa. Jæja, fariö þá þarna inn. Vaktmaöur- inn benti á snyrtiherbergiö andspænis. Maöurinn skauzt inn fyrir. Heyriö þér, næturvörður, spuröi eig- andi flöskunnar, var þetta ekki — — _? Hreppstjórinn, svaraði vaktmaðurinn og hélt áfram skriftunum. Fjórmenningarnir í sóffanum sátu þögulir unz hurðin aö salerninu opnað- ist. — Hinn virðulegi embættismaður kom þaðan út og lokaði dyrunum hljóðlega á eftir sér. Síðan gekk yfirvald- iö hægt og settlega upp stigann, raul- andi fyrir munni sér útfarársálm. Jæja, þá er komiö aö yður, mælti veitandi listamannanna, og vék sér aö skáldinu. Hvaö hefur nú dropið úr yðar penna? Raunhæf kvæöi. Innihald bókar, sem ber nafniö Strætisdreggjar. Ja, hvert í þreifandi. Þaö er naumast aö þorstinn hefur stigið yður til höfuös- ins. Var þetta stór bók? Tíu blaðsíður. Þér eruö ekki afkastamikill, ungi maöur. Afkastasamur. Biðjiö fyrir yður! Þaö gengur ekki nú til dags, aö rithöfundar séu afkastamiklir, — þeir eru fyrirfram dæmdir úr leik. Allt þarf aö meitla, slípa, fægja, pússa, klípa, stytta, þrengja. — Svona, svona, þetta er nóg, sagöi gesturinn. Seldist allt upplag bókarinn- ar? Hvaöa upplag? anzaöi skáldiö hissa. Þaö var aöeins um eitt eintak aö ræöa, og þaö var alls ekki selt. Hitt er annað mál, aö lykilinn aö Ijóðaperlunum gátu tilvonandi lesendur fengið að láni hjá stæðisveröinum á bílaplaninu viö Morg- unblaðshöllina fyrir ákveðið gjald yfir sólarhringinn. En Ijóðin voru vandlega falin í leynihólfi, smíöuðu af nýlausum smyglara, innan fremra kápuspjaldsins ásamt meðfylgjandi gleraugum. Þér hafið vitanlega fengið lista- mannsstyrk fyrir þennan afburða frum- leika í Ijóðagerö? Nei. Ekki í sambandi við þetta verk mitt. En ég hreppti hann síöar. Og fyrir hvaö? Atomkvæði eitt. Þar hafiö þér ort heila drápu? Fjórar setningar. Sérlega vel unniö kvæöi, líkast til? í byggingu kvæöisins fóru fimm ár. Nú, þaö er þá þess vegna sem þér eruö orðinn svona tekinn til augnanna? Ég heföi nú ekkert fengiö þá heldur, sagði skáldiö afsakandi, ef ekki heföi viljaö svo vel til, aö kvæöiö var í ógáti þýát á dönsku. En, eins og þér vitiö, er háttvirt menntamálaráö áskrifandi aö heimspressunni, og heldur daginn heil- agan í listamannaklúbbnum, þegar okkar er að góöu getið á erlendum tvettvangi. Þessu trúi ég, svaraði hótelgesturinn, og ætlaði aö segja eitthvaö fleira, en þá varö óvænt truflun á vegi. Frh. á bls. 16. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.