Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 12
60 Century Hardtop árgerð 1958 Þeir sem komnir eru til vits og ára muna vel eftir þessu viröu- lega andliti sem nú heyrir sög- unni til og um leiö má víst segja, aö ólíkt er þetta svipmeira en þaö sem rúllar út af færiböndun- um í bensínkreppunni á vorum dögum. Meöal amerískra bíla hefur Buick alltaf haft nokkra sérstööu; sjálft nafniö þykir trygging fyrir gæöum og lúxus. í heil 78 ár hefur þessi bíll veriö búinn topp- ventlavél; hann gat spólaö á malbiki eins og einu sinni þótti gott og hámarkshraðinn var meiri en nú tíökast. Uppruni gerðarinnar er árið 1903, þegar uppfinningasamur blikksmiður, 12 David Dunbar Buick, fór aö framleiða tveggja strokka bíla. En hann varð fljótlega blankur, og komu þá aörir til sögunnar, en fyrst meö árangri, þegar William C. Durant kom í fyrirtækið 1904. Hann safnaöi í kringum sig nokkrum þekktum forkólfum úr bílaiðnaðinum, mönnum eins og Chrysler, Nash og Chevrolet. Áriö 1906 var herra Buick ekki lengur meö í leiknum, en hinir héldu áfram aö framleiða undir nafni hans og byggöu á merkum niöurstööum frumherjans sem mátti horfa upp á fyrirtækiö vaxa hrööum skrefum án þess að vera lengur meö. Ariö 1908 myndaði Durant General Motors meö sam- bræöslu Buick og Oldsmobile og ári seinna bættist Oakland viö og varö skömmu síðar aö Pontiac. 1910 var einnig Cadillac undir þessum hatti og Chevrolet eftir 1918. Eftir eina fjögurra strokka gerö, var fyrsti 6 strokka Bjúkk- inn kynntur 1915 og hann var 6 strokka til 1931, þegar hin klass- íska 8 strokka vél yfirtók hlut- verkiö og hélt því alveg næstu 22 árin. Þegar áriö 1939 þótti Buick mjög framúrstefnulegur, einkum vakti framendinn athygli, en svo kom stríöiö og framleiöslan féll niöur til 1942, aö haldið var áfram og þá byggt á árgerð ’39. Raunar var þaö gert allar götur til 1948. En 1949 kom ný ger ö, þar sem harðtoppurinn svokallaði var kynntur og og margar eftirlík- ingar uröu af, bæöi í Evrópu og Ameríku. 1958 varö General Motors 50 ára og allar geröirnar komu þá í nýjum útgáfum; Buick í þeirri sem hér sést. Þetta var mikill dreki og sterkur, um þaö bil 2 tonn á þyngd, en enginn sleöi þar fyrir. Hann var meö V-8-vél, 304 hestafla, sem kom þessu glæsta dollaragríni auö- veldlega upp í 180—190 km hraða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.