Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1981, Blaðsíða 11
 V - »íi'* Eitt beittasta vopniö í baráttunni við Japani á að vera þessi Chevrolet Cavalier — og til samanburöar er erkióvinurinn, Toyota Corolla. í fljótu bragði mætti halda, að hér væri einn og sami bíllinn. hafa talsvert lengra milli fram- og afturhjóla en tíökast á jafn stórum japönskum bíl, fæst meiri mýkt og hreyfingarnar veröa líkari því sem gerist í stórum bíl en smáum. Viöbragöið er mjög höflegt, liölega 15 sek í hundraöiö, en á móti fær eigandinn þá yfirburði, sem framhjóladrif hefur í snjó og hálku. Hvort þetta dugar til aö hressa viö minnkandi sölu, á eftir aö koma í Ijós. Þar kemur ýmislegt fleira við sögu, háir vextir til dæmis. Bandaríkjamenn eru vanir því aö kaupa sér nýjan bíl meö lítilli útborgun, en þegar vextirnir eru komnir yfir 20%, eru menn ekki lengur áfjáöir í lán. Hafi nú einhver hér hug á aö panta þennan grip, þá verður aö segja þau ótíöindi í leiöinni, aö hann fæst ekki til útflutnings í eitt eöa tvö ár. Fyrst á aö vinna Japani á heimavígstöðvunum áöur en fariö veröur aö flytja út. Veröiö í Bandaríkjunum er 6500—7000 dalir og þaö samsvarar víst 175 þús. nýkrónum. Sem sagt, nokkuð dýr bíll, en ef til vill yrði útflutningsveröiö lægra. Þaö er þó óþarft umhugsunarefni á meðan hann fæst ekki. GS Haldið verður áfram að framleiða Monte Carlo, Pontiac Grand Prix, Oldsmobile Cutlass og Buick Regal árið 1982 eins og þeir eru núna. Þeir heita einu nafni A-special. Að ööru leyti veröur þessum sömu tegund- um breytt; þeir minnka og fá allir framhjóladrif og munu líta út eitt- hvað svipað þeim Oldsmobile, sem sést á teikningunni. bílar eru meö framhjóladrifi og fjögurra strokka vél. Þaö hafa þeir vestra einnig lært af Japönum aö hafa hina venjulegu útfærslu betur búna en tíökast hefur. Útlitið er nú fyrst og fremst evrópskt, en útfærslan eins og tíðkast hefur meö þrennu móti: Meö skotti, skutbyggingu eöa sveigö- ir niöur aö aftan og þá hurö á afturenda. Þegar hinn nýi Chevrolet Cavalier var kynntur, fóru talsmenn General Motors ekkert dult meö, aö honum væri stefnt beint gegn innfluttum bílum. Þaö vakti athygli, aö hann var svo til nákvæmlega jafn stór og Toyota Corolla, sem hefur selzt í ótrúlegu magni í Bandaríkjunum. Og ekki aöeins það: Cavalier er í aöalatriöum hannaöur á nákvæmlega sama hátt: tveggja dyra og þar aö auki opnast öll afturrúöan. En gagnstætt því aö Toyotan er meö afturhjóladrifi og frekar gamaldags í tæknilegum efnum, er Cavalier meö framhjóladrifi og sneisafullur af tækni- legum nýjungum, sem GM hefur veriö aö þróa uppá síðkastiö. Samkvæmt ættfræði- bókinni byrjaði þessi bíll sem Opel Kadett í Þýzkalandi, síöan varö til Chevrolet Vega, þá Chevette og að lokum Monza. Meö smábreytingu á honum í útliti og gerbreyt- ingu í tækni, hefur þessi nýi Cavalier oröið til og bandarísk bílablöö eru á þeirri skoðun, að hann sé trompiö á hendi gagnvart þeim japönsku og öörum innflutt- um bílum til Bandaríkjanna. Nú er allt fínt og fágaö að innan, mælaborð mjög vel hugsað og útfært og sömuleiðis sætin. Hin kunnu amerísku þægindi eru líka öll fyrlr hendi ef maöur vill: Kælibúnaöur, veltistýri, sjálfskipting, AM/FM stereó-útvarp, sportfjöörun meö fljótvirkara stýri og aö sjálfsögöu aflhemlar- og stýri. Meö því aö Nýrogstyttri EAGLE Jeppi og vel búinn fólksbíll undir einu þaki Varla fer á milli mála, aö íslendingar eru þjóö meö sérþarfir, þegar bílar eru annarsvegar. Meiriparturinn af þeim bílum, sem nú um stundir flytjast til landsins, eiga harla lítiö erindi á misjafna malarvegi, enda margir bíleigendur á höfuðborgarsvæðinu, sem foröast aö fara á þeim út af malbikinu. Stór hluti landsmanna á því miður ekki því aö fagna aö geta daglega ekiö á vegum meö bundnu slitlagi. Og fyrir daglega brúkun á meira og minna holóttum vegum, þarf æöi sterka bíla, sem þar að auki mega ekki vera of lágir. Jeppar ýmiskonar hafa verið algengasti kostur- inn, en lengi hefur menn dreymt um bíl, sem sameinaöi kosti lúxusbíls og jeppa; væri meö drif á öllum, kæmist yfir ófærur á sama hátt og jeppar, en aö ööru leyti búinn þægindum vandaðra fólksbíla. Nokkrir framleiðendur hafa reynt aö koma til móts viö þessar óskir. Wagon- eer-jeppinn frá American Motors Comp- any hefur þótt sameina þetta aö ein- hverju marki, en er þó fyrst og fremst af jeppaættinni. Sá japanski Subaru hefur náö mikilli útbreiöslu hér á landi og viröist í fljótu bragöi sæmilegur kostur. En þegar betur er aö gáö er talsvert lægra undir hann en venjulegan jeppa og hann er afskaplega mikiö fjarri því að vera eins ánægjulegur í akstri og virkilega góöur fólksbíll. Þetta er mála- miðlun, sem er góö og gild við ákveðnar aöstæöur, en nær engan veginn því markmiöi aö sameina jeppa og góöan fólksbíl. Sá sem hingað til hefur komizt langsamlega lengst í þessu efni er Örninn frá American Motors — Eagle eins og hann heitir af hálfu framleiöand- ans. Samkvæmt Revue Automobile, sem er áreiðanleg uppsláttarbók, eru 20 cm undir lægsta punkt á honum, en 18,5 á Blazer og 20 á Ford Bronco, 20 á Willies-jeppanum og 20 á Wagoneer. En einn þessara bíla er Eagle innréttaöur eins og velbúinn fólksbíll — í þessu tilfelli eins og Concord frá AM, sem hann er aö verulegu leyti byggöur á. Meö sjálfskiptingunni finnst harla lítill munur á aö aka Eagle og ámóta ameriskum fólksbílum, nema hvaö hann liggur eins og hann sé límdur niöur. En hann er hljóöur eins og hinir, ágætlega mjúkur á fjöörum og vinnur vel. Hægt hefur veriö aö fá hann meö 4 strokka, 88 hestafla vél, eða 6 strokka, 116 hestafla; kannski álitlegri kostur fyrir bíl sem er 1455— 1485 kg. Minni vélin er talin eyða 12—17 lítrum á hundraðið, en sú stærri 13—22. Þear talað er um hæð undir lægsta punkt, þá segir þaö ekki alla söguna. Miklu máli skiptir, hversu langt er milli hjóla. Willies-jeppinn hefur haft yfirburði í torfæruakstri vegna þess hve stutt er þar á milli fram- og afturhjóla. Á upphaflegu gerðinni af Eagle var nokkuö langt á milli hjóla, sem takmarkaöi getu bílsins á torfærum. Nú er aftur á móti komin til skjalanna minni gerö af Eagle — bæöi Eagle sedan, sem er fjögurra dyra og einnig tveggja dyra útgáfa, sem er styttri — og þá einnig styttra á milli hjóla. Þegar svo er háttaö, hættir bílnum aö vísu til aö hoppa á holóttum vegi líkt og smábílar gera og styttingin hefur ekki kosti nema á torfærum og svo til að létta hann og minnka þannig bepsíneyðslu. Stærri geröin er aftur á móti líkleg til aö taka holótta vegi betur, en óhætt er aö slá því föstu, að meö Eagle hefur tekizt aö framleiöa farartæki, sem hentar íslenzkum vegum vel.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.