Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1981, Síða 3
Á þessu ári kom út athyglisvert rit, sem fjallar um íslenskar barnabók- menntir. Höfundurinn, Silja Aöalsteins- dóttir cand. mag., hefur unniö næsta merkilegt verk meö rannsóknum sínum á þessari mikilvægu grein bókmennta og er framsetning hennar á þeim athugunum einkar skýr. Ritiö er ýtar- legt; fyllir rúmar 400 síöur. Þaö, sem mér sýnist undarlegast viö útkomu þessarar bókar, eru daufleg viðbrögö íslenskra lesenda; aö ekki skuli hafa kviknaö fjörugar umræöur, heyrst há- vær aödáunarorö, hörö andmæli eöa jafnvel óbótaskammir, vegna ýmissa staðhæfinga, sem hún hefur aö geyma. Svo viröist, sem vaðallinn um vandamál Flugleiða, spenna út af forseta- og biskupskjöri, súrálsþvarg og stööuveit- ingaerjur hafi staðið { vegi fyrir eöli- legum og nauösynlegum átökum út af þessu athyglisveröa riti. Sæmilega upp- lýstum lesara verður fljótlega Ijóst, að þaö er samið upp á þeim háa hól, þar sem roðinn úr austri, þ.e. Kremlroöinn, litar öll grös, svo þau veröa meö einum lit, aldrei grænum, gulum eöa bláum, heldur einungis rauöum. Þessi hái hóll er óöum aö verða aö svo stóru fjalli í íslensku þjóðlífi, aö enginn kemst yfir það, nema fuglinn fljúgandi, svo þaö kann að vera um seinan að sækja stóra borinn hans fööur síns eins og skessan foröum, semsagt föst. Ekkert væri svo sem viö þessa lotningarfullu þögn aö athuga, ef allir íslendingar væru í sama pólitíska flokknum, kysu sér eitt æösta ráð og einn flokksleiötoga og væru reiöubúnir að senda menn í útlegö, ef þeir hefðu aðra skoðun en fiokksforyst- an. Silja litla er ófeimin aö senda ýmsa höfunda í útlegö ekki síst látna menn, vegna þess aö þeir hafa ekki boriö gæfu til aö stýra rauöum pennum. Menn, sem hafa notið hylli barna og unglinga um „Ég skal rnala heiminn rauðan, elsku mamma áá ■ ■ langt skeið, eru dæmdir höföingjasleikj- ur, féndur jafnréttis (t.d. kynjanna), fyrir að vera svo nautheimskir, aö halda fram kristindómi sem sáluhjálparleiö eða þá aö ala á bindindisstarfsemi. Hún skirrist ekki viö aö gefa í skyn, aö mætustu menn hafi veriö haldnir annarlegum hvötum, eins og t.d. séra Friörik Friö- riksson, sem hún telur fyrsta höfund unglingaskáldsagna, sem noti kristna trú sem lausnarorð. Lýkur hún umsögn sinni um sr. Friörik á þessum orðum: „Þó er talsvert um þaö, bæöi hér og í öðrum bókum sr. Friðriks, aö karlmenn láti vel hver aö öðrum.“ (bls. 291). Ef til vill er ég einn um að finna óbragð aö þessari framsetningu, og þá svona dæmalaust gamaldags, kapítalískur og þröngsýnn. Og ætli ég hafi ekki veriö haldinn sömu blindu kapítalismans, aö ég skyldi leyfa mér þá ósvinnu, aö meta mikils skólamennina Hannes J. Magn- ússon og Eirík Sigurösson, fyrir þá einstæðu elju, sem þeir sýndu í uppeld- isstarfi. Þeir hafa áreiöanlega gleymt aö meta þann tíma til fjár, sem þeir vöröu til leiöbeiningar ungu fólki í félagsstarfi (m.a. í barnastúkum), meö útgófu barnablaða og ritun barnabóka, sem ég í einfeldni minni hef aldrei fundið aö hafi spillt mér. Nú er mér og öörum allt í einu sagt með páfalegum óskeikulleík, að þessir félagar hafi verið hinir mestu ritskussar og glámskyggnir á félagslegt réttlæti. í þætti um Hannes, Eirík og Jóhannes Friölaugsson segir Silja: „Jafnréttishugsjónin er hér víðs fjarri, en góðverkaboðskapur kapítalisma 19. aldar í öndvegi. Enda voru þessir höfundar aldir upp í honum og fannst kerfið í rauninni ekki slæmt, bara ef þeir riku væru örlátir." (bls. 316). Um ævintýri Þórarins Á. Sæmundssonar segir hún: „Þar predikar hann aó menn eigi aó treysta guði, þá fari alit vel — guö verður einskonar GERVILAUSN og kemur í staö töfraoröa og kænsku — og að menn eigi að una á sínum stað í veröldinni, ekki sækjast eftir auði eöa völdum.“ (bls. 80). Rit Silju Aðalsteinsdóttur um barna- bókmenntir er sannfærandi, skýrlega skrifað og kjörið til þess að vera kennslubók, enda höfundurinn hóskóia- kennari. Er svo að skilja, aö það hafi einmitt oröiö til samhliöa kennslu henn- ar við æðstu menntastofnun landsins. Þar aö aukí er það handhægt uppslátt- arrit. Útgefandinn (Mól og menning) tekur þaö og skýrt fram, að Silja sé „almennt viöurkennd sem fremsti sér- fræðingur á sviöi barnabókmennta." Ég býst viö aö þaö sé alveg rétt, og aö alræði Alþýöubandalagsins í menning- armálum sé hvergi augljósara. Þannig muni þaö hafa töglin og hagldirnar í stefnumótun þeirrar bókmenntagreinar, sem er grundvöllurinn aö því, sem á eftir fer. Ég setti á mig rauð gleraugu, þegar ég las þetta rit (annars hefði mér orðið óglatt) og sá, aó frá sjónarhóli andkirkjulegs kommúnista, hlyti það að verða mjög áhrifaríkt. Ef því verður fylgt eftir í skólum landsins og enginn sér ástæðu til að andmæla neinu, sem í þvi stendur, hvað þá ef enginn fær köllun til þess að fjalla um íslenska barnabóka- höfunda frá öóru sjónarhorni, þá mun enginn íslendingur kannast við, aö hann kunni Faöirvorið um næstu aldamót. Þá munu og allir íslendingar kjósa þann flokk, sem verður vinstra megin viö Alþýöubandalagiö og dóst mest af skáldinu, sem kvaö: „Ryksugan á fullu, étur alla drullu.“ Þaó skáld nýtur óskertrar hylli í ritinu, íslenskar barnabækur 1780—1979, eftir Silju Aðalsteinsdóttur cand. mag. Bolli Gústavsson í Laufási. Fjögur ljóð eftir Jón úr Vör úr ljóðabók sem væntanleg er síðar á þessu ári Fjorar stökur 1. Þegar skáldiö kiknar undan þunga Ijóöa sinna er ráö aö gefa þau út. 2. Úr landi veruleikans séröu hvernig ævintýra- skógurinn vex yfir vonarstræti regnbogans. 3. Óttinn er vondur ráögjafi. Og honum gefur enginn góö ráð. 4. Mikið er fátæki Ijóöa minna, þó vilja þau kaupa sér spariföt. Ritdómur Bók þessa hefur ritaö hestur sem svo lengi hefur veriö í hafti aö hann er ekki enn búinn aö átta sig. Hann þarf ekki aö halda áfram aö hoppa — nú getur hann sagt það sem hann vill. Þingvallakyrrö Ég hef horft nægju mína á fossinn og reynt aö nema þau orö, sem hann vill til mín tala. Döprum augum hef ég rýnt niður í Drekkingarhyl og Peningagjá. Ég hef komiö aö heiðurskumblum skáldanna Einars og Jónasar, og minnst drauma þeirra. Ljóðhestinn hef ég séö vaöa dögg blóö- [bergsins, taka niöur við götubakka, heimfúsan draga tauminn, augun sem stjörnur. Jón úr Vör Finnsk mynd Sviðið opnast, nokkur sumarhús meö sænsku [sniöi, rautt, hvítt, grænt, akurteigur og tún, vinalegt gamalt fólk heilsar þér eins og þaö hafi þekkt þig lengi. Þú litast um: Laufgaðar bjarkir, sem opnast í hálfhring niöur aö sjónum, skektur viö bryggjur, grónir hólmar í fjarska. En næst þér, einmitt þar sem þú feröamaöurinn stendur á hlaöinu, hefur fyrir skömmu veriö stórt stakt tré, stormarnir hafa leikið um þaö í hundrað ár. Loks hefur þaö fallið og veriö sagað burt í hnéhæö frá rótinni. En einmitt þar í fúamergnum hefur safnast mold, nýr kjarni fest rætur og byrjað að vaxa. Þaö eru þegar komin nokkur lauf. Og þetta litla tré heyri ég kalla á mig feröamanninn langt úr fjarskanum. Þaö segir: Velkominn hingaö á ný. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.